Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1978, Page 22

Skinfaxi - 01.12.1978, Page 22
stað, sem það er nú, hafa verið söguð niður mörg barrtré, sitkagreni og rauðgreni allt að 4 metrar á hæð. Finnst ykkur góðir ung- mennafélagar að slíkar aðfarir samræmist hugsjón ungmennafélaganna? Hvað sagði Tryggvi Gunnarsson, þegar hann gaf UMFÍ Þrastaskóg?: „það er fögur hugsjón að klæða landið aftur.” Ég harma að fram- kvæmdastjórn U.M.F.Í skuli hafa leyft slíkan verknað. En hvað segir stjórn hér- aðssambandsins Skarphéðins um þetta? Húsið er sett á svæði, þar sem ungmennafé- lög úr því sambandi gróðursetti í mörg ár fleiri þúsund plöntur. Hefur sveitastjórn Grímsneshrepps samþykkt þessa byggingu og staðsetningu hennar? Ég vona að þessir aðilar athugi, hvað hér er að gerast og hvernig þetta gæti orðið i framtíðinni. Þrastaskógur var oft áður fyrr nefndur „gróðurreitur íslenskrar æsku” og víst er, að margur æskumaður kom til að gróður- setja í Þrastaskóg eftir langan vinnudag og ég trúi ekki öðru, en þeim finnist sárt að sjá verk sitt eyðilagt. Ég sem skrifa þessa grein var umsjónar- maður í Þrastaskógi í 34 sumur, þá var mér sagt upp störfum fyrirvaralaust og að því er virðist án ástæðu. Uppsagnarbréfið beið min er ég kom heim eitt sunnudagskvöld í ágústmánuði árið 1970, en um helgina var ég ásamt félögum úr U.M.F. Samhyggð að vinna við að þekja íþróttavöllinn í Þrasta- skógi undir stjórn Stefáns Jasonarsonar í Vorsabæ. Siðan hefur ekki verið fastur um- sjónarmaður í Þrastaskógi og er það slæmt. Þeir sem hafa komið í Þrastaskóg í sumar sjá þess líka merki, þar sem girðingar liggja niðri og fullt af kindum í skóginum og við- kvæmur gróður að hverfa. Stjórn U.M.F.Í. verður að gera bót á þessu. Á þeim tíma sem ég var í Þrastaskógi voru gróðursettar hátt á annað hundrað þúsund plöntur af mörgum tegundum, þar sem ekki var vitað hvaða plöntutegundir hentuðu best til gróðursetningar á svæð- inu. Árangurinn var misjafn og var það ekki nema eðlilegt, þar sem um tilrauna- starf var að ræða. Nú er komið í ljós hvaða plöntur dafna best i Þrastaskógi, þar sem sum trén hafa náð allt að 7 til 8 metra hæð eða meira. Ég vona því að ráðamenn U.M.F.l noti þessa reynslu og haldi áfram að gróðursetja í Þrastaskógi með góðum árangri. En umfram allt skemmið ekki gróður sem fórnfúsir ungmennafélagar hafa komið upp í Þrastaskógi á undanförnum áratug- um. Þrastaskógur á að vera „gróðurreitur ís- lenskrar æsku” en ekki staður fyrir sumar- hús, sem eitthvert sambandanna í U.M.F.E er á hrakhólum með. Vinsarnlegast, ÞÓRÐUR PÁLSSON. Fundariiamar fri llngmennasambandi BorgariJarAar, var afhentur á Sambandsráðsfundi en þeir hjá UMSB höfðu heitið þessari gjöf á afmæiisþingi UMFÍ á Þing- völlum 1977. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.