Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1978, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.12.1978, Blaðsíða 21
ÞRASTASKOGUR (A thugasemd við Þrastaskógargrein) í Skinfaxa 3. tbl. 1978 er grein um Þrastaskóg, sem ég œtla að gera at- hugasemdir við og vona ég að ritstjóri Skinfaxa sjái sér fært að birta þessar athugasemdir fljótlega. í umræddri grein er kafli, sem ber fyrir- sögnina „Sumarhús héraðssambandanna í Þrastaskógi.” Þar kemur fram sú hugmynd að héraðssamböndin og ungmennafélög í U.M.F.Í. komi sér upp sumarhúsum í Þrastaskógi. Ég tel, að hér sé hvatt til rangrar stefnu um framtíð Þrastaskógar. Ég skal nú færa rök fyrir þvi. Gróðurinn í Þrastaskógi er mjög við- kvæmur fyrir öllum átroðningi manna og dýra og þolir ekki mikinn átroðning. Ef farið verður inn á þá braut, að setja upp fjölda húsa um allan skóg, þá hlýtur það að raska öllum þeim fallega gróðri, sem vaxið hefur upp í skjóli friðunar um áratugaskeið. Gróðurinn í Þrastaskógi er að mörgu leyti sérstakur, þar eru nokkrar sjaldgæfar jurtir, sem finnast óvíða á íslandi. Ég vil t.d. nefna hjartatvíblöðku, sem vex sennilega ekki nema á tveim, þrem stöðum á íslandi. Þegar Akureyringar komu sér upp gras- garði á Akureyri kom maður frá þeim í Þrastaskóg til að ná í hjartatvíblöðku til að setja i garðinn. Ég vil því hvetja alla ung- mennafélaga, að standa vörð um Þrasta- skóg og koma í veg fyrir allar framkvæmd- ir, sem munu raska gróðurlífi svæðisins. Ég skil vel, að héraðssamböndin í U.M.F.Í. vilji nýta þetta fagra svæði félög- um sínum til ánægju, en alls ekki á þennan hátt eins og kemur fram í umræddri Þrasta- skógargrein. Ég tel að ungmennafélagar ættu frekar að stefna að því, að koma upp sameiginlegri aðstöðu allra héraðssambandanna við hinn fagra íþróttavöll í Þrastaskógi og vinna það á skipulegan hátt, en ekki að dreifa smáhýs- um um allan Þrastaskóg, eins og nú er byrj- að á með sumarhúsi U.M.S.K. Þeir sem ekki eru á sama máli og ég ættu að athuga staðsetningu sumarhúss U.M.S.K. í Þrastaskógi og athuga hvernig þar hefur verið staðið að verki. í Þrasta- skógargreininni stendur að U.M.S.K. hafi verið á hrakhólum með endanlega staðsetn- ingu hússins og var síðan flutt með viðeig- andi tilfæringum í lok apríl og sett niður skammt fyrir innan hliðið í Þrastaskógi! Síðar segir í greininni: „Ef til vill verður þessi flutningur fyrsta skrefið í þá átt að öll aðildasamböndin og félög innan U.M.F.Í. eignist sitt sumarhús í Þrastaskógi.” Nú skulum við athuga staðsetningu þessa húss. Húsið er sett niður í grenilund, sem U.M.F. Eyrarbakka setti niður plöntur í árið 1952, þá voru þær 15 til 20 sentimetr- ar á hæð, en nú hafa þær náð að vaxa upp í 2 til 4 metra. Til að koma húsinu á þennan SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.