Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1978, Side 28

Skinfaxi - 01.12.1978, Side 28
Erlend samskipti í síðustu bikarkeppni AAG og UMFÍ sem háð var í Fuglso-centret á nýjum tart- anvelli við bestu aðstæður, kom enn einu sinni fram sú hugmynd að UMFÍ kannaði möguleika á að fá leigða eða lánaða slíka aðstöðu einhversstaðar í Danmörku fyrir íþróttafólk frá UMFÍ til æfinga og dvalar. Ole Sholer, gamall vinur okkar og mikill áhugamaður um samstarf við UMFÍ tók að sér að kanna málið og frá honum hefur ný- lega borist svohljóðandi bréf. Samkvæmt viðræðum okkar hef ég kannað möguleika á æfingabúðum fyrir iþróttafólk UMFÍ í Aabybro og get gert ykkur eftirfarandi tilboð. Aðstaðan sem í boði er: a. Frjálsiþróttavöllur meö 6 hringbrautum en 7,100 m brautum (tartan). Langstökk, hástökk, stangar- stökk, brautir ár sama e/hi, fyrsta flokks aðstaða fyrir köstin. b. Sex knattspymuvellir. c. Dvalarstaður er skáli íþróttafilagsins. (Inniheldur eldhás, svefiipláss, böð, matsal og er við völlinn). d. Stutt I verzlanir, stutt á baðströnd og tlðar ferðir til Alaborgar. e. Verð m/fullu fieði 3.500 kr. Isl. Verð m/1/2 fœði 2.600 kr. Isl. (Verðið vargefið upp I sept. ’78, og er verð á sólar- hring). f. Timi og samsetning hóps eftir nánara samkomu- lagL Ole getur þess í bréfinu að félögin í Aabybro hafi áhuga á því að þetta verði gagnkvæm samskipti þannig að þeir geti einnig heimsótt okkur, og nefnir í þvi sam- bandi, sund, knattspymu, handknattleik og frjálsar íþróttir og æskilegan aldur hópanna 14—18 ár. Nú vil ég biðja ykkur í hinum ýmsu fé- lögum og samböndum að hugleiða með okkur á hvern hátt við eigum að notfæra okkur þetta ágæta tilboð, og koma hug- myndum eða uppástungum ykkar til mín á skrifstofu UMFÍ. Sig. Geirdal. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.