Skinfaxi - 01.12.1978, Blaðsíða 3
SKINFAXI
Tímarit Ungmennafélags Islands — LXIX árgangur 6. hefti 1978.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári.
Úr setningarávarpi 21.
sambandsráðsfundar
r
Hafsteinn Þorvaldsson form. UMFI.
Þegar ég lít yfir liðið starfsár verður mér á að hugsa, að oft hefur meira vatn til
sjávar runnið milli stórviðburða á vettvangi heildarsamtakanna en nú, og þann
árangur ber vissulega mörgum að þakka.
Landsmót hefur verið haldið með glæsibrag, og Húskaupamál hreyfmgarinnar
farsœliega til lykta leitt, sem hendi vœri veifað, og vonandi gefst okkur tækifæri
tilþess að ræða þá framkvæmd, sem í huga mínum líkist fremur æfintýri en biá-
köldum staðreyndum.
Mér er efst í huga þakkir fyrir hönd hreyfmgarinnar, ogfyrir mig persónulega
að hafa fengið að vera með.
16. Landsmót UMFÍ var haldið á Selfossi 21. til 23.júlíísumarí umsjá H.S.K.
og varsem jafnan áður glæsilegra en nokkur hin fyrri mótsem haldin hafa verið.
Skarphéðinsmönnum færi ég bestu þakkir fyrir frábæra framkvæmd og fyrir-
greiðslu alla í sambandi við mótið, um leið og ég óska UMSE til hamingju með
þá óhagganlegu ákvörðun þeirra að halda 17. Landsmót UMFÍ1981.
Erlend samskipti hafa blómstrað, sem undanfarin nokkur ár, og ber þar hæst
velheppnaða æfinga- og keppnisferð frjálsíþróttafólks UMFÍ til Danmerkur í
sumar að loknu landsmóti.
Útgáfustarfsemi á vegum hreyfingarinnar vex stöðugt, og ber vissuiega vott
um aukið starf, og kunnáttufélaganna á þessu sviði.
Gunnari Kristjánssyni ritstjóra Skinfaxa skulu hér þakkirfluttarfyrir nýjung-
ar og endurbætur á allri útgáfu málgagnsins, svo og önnur störf í okkar þágu.
Félagsmálaskóli UMFÍ hefur nú hlotið viðurkenningu ogfastan sess á vegum
samtakanna. Félagsmálakennurum okkar skulu hér sérstakar þakkirfluttar, svo
SKINFAXI
3