Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 13
Evrópusáttmáli um íþróttir fyrir alla Samþykktur af ráðherrafundi íþróttamálaráðherra Evrópu- landa í Brussel (1975). 1. gr. Sérhver einstaklingur hefur rétt til þátttöku í íþróttum. 2. gr. Hvetja skal til þátttöku í íþróttum, sem eru mikilvægur þáttur mannlegs þroska, og veita skal hæfílegan stuðning úr sjóðum hins opinbera. 3. gr. íþróttir eru þáttur í menningarlegri og félagslegri þróun, og þvi skulu þær tengjast stefnumörkun og áætlunum, svo sem i menntamálum, heilbrigðismálum, félagslegri þjónustu, náttúruvernd, listum og tómstundastarfi, innan sveitarfélaga, héraða og landa. 4. gr. Sérhver ríkisstjórn skal stuðla að stöðugri og virkri samvinnu milli stjórnvalda og samtaka áhuga- fólks, og skulu þær einnig hvetja til þess að efldir verði stjórnunaraðilar er hafi það hlutverk að þróa og samræma íþróttir fyrir alla. 5. gr. Leita skal leiða til að vernda íþróttamenn fyrir misnotkun i þágu stjórnmála eða til viðskiptalegs eða fjárhagslegs ávinnings, og einnig til að verja þá gegn móðgandi eða niðurlægjandi meðferð, þar með talin óleyfileg lyfjanotkun. 6. gr. Þar sem þátttaka í íþróttum byggist meðal annars á því að aðstaða sé fjölbreytt og aðgengileg þá ber að lita svo á að heildaráætlanir um íþróttaaðstöðu heyri undir opinbera aðila, og skal i því efni tekið tillit til aðstæðna og þarfa á hverjum stað, svæði eða landi, og skulu áætlanir fela i sér aðgerðir er miðast við nýtingu nýrra mannvirkja jafnt sem þeirra sem fyrir hendi eru. 7- gr. Setja ber lagaákvæði þar sem við á, er tryggja almenningi aðgang að landi og vatni til tómstunda- iðkana. 8. gr. í sambandi við allar áætlanir á sviði íþrótta ber að viðurkenna þörfina á hæfu starfsfólki á öllum sviðum stjórnunar, framkvæmda, forstöðu og þjálfunar. Frá íþrótta- og æskulýðsntáladeild menntamálaráðuneytisins Þorstcinn Einarsson. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.