Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1979, Page 4

Skinfaxi - 01.12.1979, Page 4
gert hluti sem enginn annar getur gert á sama hátt, Þessir hæfileikar þurfa að fá að njóta sín. Menn eiga því að reyna að vera það sem þeir eru, og geta orðið, sjálfum sér og heildinni til hamingju. Því verðmætagildismati sem virðist ríkja í þjóðfélaginu og byggir á aug- lýsingatækni og sölumennsku, er erfitt að breyta meðal fólks, hvað þá meðal æskunnar sem dáir og tignar stórstjörnur á ýmsum sviðum cg hrífst með tískunni sem er nátengd fyrrnefndum fyrirbærum. En ef slíkt á að gerast og takast, þarf að beita sömu aðferðum við að vekja áhuga á starfi sem er uppbyggjandi og í senn skemmtilegt fyrir æskufólk að kljást við og taka þátt í. Frjáls skoðanaskipti og lýðræði eru undirstaða okkar þjóðfélags en verður þó að vera innan ákveðins ramma, (sem deila má um hvernig eigi að vera) því samábyrgð fólks er mikilvægasti þátturinn í heiðarlegu og réttlátu þjóðfélagi. Góð uppeldisáhrif og fagrar hugsjónir sem góður félagsskapur getur vakið og glætt í brjóstum manna, hefur áhrif á líf þeirra alla lífsbrautina. Þaðp má því segja að allur góður félagsskapur sé mannbætandi. Einar Ben. klæddi fagrar hugsjónir þessu kvæði Því lofí æskan alla tíð, þá eiða hjörtun sverji, að ævi sinni öllum lýð, til auðnu og gagns hún verji. Talandi um brenglað verðmætagildismat er gott að hafa í huga máltækið „það þarf sterk bein til að þola góða daga”, og „það er ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla”. Ég tel að fjöldaþátttaka sé okkar hreyfingu mikilvægust, þá fyrst er hún öflug og líkleg til þess að hafa áhrif góðum málum til framdráttar. Við verðum í okkar starfi að stefna að því að ná til sem flestra og til alls æsku- fólks. Þá tel ég að þeir sem leggja sig fram við að ná sem lengst á keppnisbraut- inni eigi að hljóta góðan stuðning frá félögum og sambandi. Sagt í fáum orðum: Jafnvægi skal ríkja milli afreksíþrótta og fjöldaþátt- töku, félagsstarf eflt og æskulýðsstarfið mikilvægast. Hermann Níelsson. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.