Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1979, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.12.1979, Qupperneq 8
og hollt tómstundagaman fyrir þá sem finnst lífið innihaldslaust og tómlegt. En mesta þýðingu hefur þolþjálfun fyrir þá sem eru sífellt þreyttir eftir venjulegan vinnudag eða ef dagleg störf verða svo- litið erfiðari en venjulega. Komist þeir í góða þjálfun finna þeir lítið fyrir svolitlu aukaálagi og geta jafnvel bætt afköst sín. Þolið eykst þá svo mikið að þreyta finnst ekki við dagleg störf. Kostir þess eru aug- ljósir. Almennt líkamsástand. Þolþjálfun getur hresst skrokkinn við á ýmsan hátt, enda er hreyfingu og áreynslu beitt í aukn- um mæli sem aukameðferð við allskonar sjúkdómum og kvillum. Blóðleysi er oftast meðhöndlað með lyfjum, en árangur er mun betri ef þol- þjálfun er stunduð með. Hægðatregða er algengt vandamál, sem hægt er að meðhöndla með mataræði, en hlaup og skokk bæta árangurinn. Lyf eru óheppilegri meðferð. Vöðvabólga er afar algengur kvilli, sem best er að meðhöndla með hita og æfing- um. Áhrifaríkast er að hita líkamann upp með áreynslu, og er þá t.d. sund upplagt, þar sem það gefur mikla alhliða hreyfingu auk hitans. Vel þjáfaður einstaklingur finnur minna fyrir smitsjúkdómum, sem sífellt eru á ferðinni, og verður síður óvinnufær þótt hann taki slíka sjúkdóma eða fái aðra kvilla. Almenn vellíðan eykst yfirleitt til muna við þolþjálfun. Það finna allir sem byrja að trimma, jafnvel þótt þeir séu alheil- brigðir fyrir. Þetta er næg ástæða til þess að mæla með þolþjálfun fyrir alla, sem á annað borð geta hreyft sig vegna sjúk- dóma eða fötlunar. Neikvæð áhríf þolþjálfunar Allt kapp er best með forsjá, og öll gæði heimsins geta verið skaðleg, séu þau misnotuð. Áður er minnst á hættu af dauðsföllum, en hún er lítil, sérstaklega ef farið er hægt af stað og álagið aukið dag frá degi. Þannig má líka forðast harð- sperrur, sem hugsanlega gætu breytt áhugasömu trimmaraefni aftur í kyrrsetu- mann. Alltaf er nokkur slysahætta samfara íþróttaiðkunum, en misjafnlega mikil eftir greinum. Nefna má hnefaleika sem ljóta íþróttagrein, sem oft leiðir til meiðsla. Knattspyrna er vinsæl íþrótta- grein, sem útheimtir mikla þolþjálfun, en meiðsli, einkum á fótmn, eru tíð (fyrir utan Argentínuveikina). Mjög margir knattspyrnumenn hafa skemmt á sér hnén. Ég held að takkarnir á skónum eigi mesta sök á þessu, einkum þegar leikið er á grasi og langir takkar notaðir. Annar fóturinn festist þá kyrfilega við jörðina, og þegar sparkað er með hinum kemur snúningur á hnéð, sem ekki er gert fyrir slíkt átak. Þá rifna oft liðþófar og lið- bönd togna. Þeir sem leika knattspyrnu Þolþjálfun getur hresst skrokkinn við á ýmsan hátt. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.