Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1979, Page 10

Skinfaxi - 01.12.1979, Page 10
Sókn í Svokallaðar setlaugar hafa allstaðar aukirt aðsókn að sundstöðum. Sundiðkun almennings hefur aukist verulega síðustu árin með tilkomu nýrra og glæsilegra sundmannvirkja víða um landið. Skinfaxa barst fyrir nokkru tölu- legt yflrlit yfir aðsókn að sundstöðum, rekstur þeirra o.fl. fyrir árið 1978, ásamt samanburði milli ára. Skýrsla þessi er unnin af Þorsteini Einarssyni íþr.fulltrúa ríkisins. í skýrslunni má fínna ýmsan fróðleik sem forvitnilegur getur verið fyrir þá sem vilja bera sig saman. Fram kemur að heildaraðsókn að sundstöðum landsins stóð í stað frá árinu 1977 en nærri lætur að íbúar þeirra staða sem skýrslan nær til hafí farið 10 sinnum, hver íbúi, í sund hvort árið 1977 og ’78. Verulega dró úr aðsókn í Reykjavík eða um 100 þús. manns. Telur höfundur skýrslunnar að veðurfar hafi átt stærstan þátt í þeirri fækkun. Aðsókn jókst hins vegar mest í Hafnarfirði (41 þús.), Kópavogi (12 þús.) og Selfossi (19 þús.), en þar telur skýrslu- höf. að setlaugar (heitir pottar) hafí haft veruleg áhrif, ennfremur bygging útilaug- ar sólbaðs og leiksvæðis á Selfossi. Við skulum líta nánar á töflur þær sem skýrslunni fylgja. Það kemur í ljós að menn fara oftast í sund á Bolungarvík eða um 24 sinnum hver íbúi á árinu ’78, en sjaldnast í Garðabæ, 2. sinnum. Þeir sem næst komast Bolvíkingum eru Hvergerð- ingar sem fara um það bil 16 sinnum í sund á ári hver íbúi. Síðan koma Selfyss- ingar, Vestmannaeyingar og Borgnesingar og fara 14 sinnum í sund á árinu 1978. Hér er auðvitað um meðaltalstölur að ræða sem gefa þó nokkra hugmynd um áhuga fólks fyrir hreyfingu af þessu tagi. í þessum tölum er skólasund ekki með í myndinni, þar sem þar er um skyldumæt- ingu að ræða. Ef litið er á kostnaðarhlið málanna og hvað kostnaður á hvern sund- iðkanda er mikill hjá hinum ýmsu sund- 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.