Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1979, Page 18

Skinfaxi - 01.12.1979, Page 18
BARNAHORNIÐ Hann bankaði á dyrnar og eftir skamma stund kom húsbóndinn til dyra. Gott kvöld, sagði jólasveinninn. Hvað veldur því að ég fæ ekki hrísgrjónagraut- inn í ár? Konan og þrjú börnin höfðu nú komið út í dyrnar og konan sagði: Þú mátt ekki verða reiður, jólasveinn, en við erum svo hræðilega fátæk að við eigum engan hrísgrjónagraut, aðeins smá brauð- bita. Og við eigum heldur ekkert jólatré, sögðu börnin, og heldur engin epli eða sælgæti til að borða. Nú þannig liggur í þessu, sagði gamli jólasveinninn. En segið mér, eigið þið þá alls enga peninga? Nei, sagði maðurinn. Við eigum aðeins fimm litla koparpeninga sem eru einskis virði. Leyfið mér að líta á þá, sagði jóla- sveinninn og dró skeggið upp úr buxun- um, því hann var búinn fyrir þó nokkru að fá illt í magann af dísætu jólaölinu sem hann hafði drukkið, fyrr um kvöldið. Maðurinn fór og sótti koparskildingana og rétti jólasveininum þá. Hann byrjaði Hvar búa þau? Aðeins ein rétt lausn barst í getrauninni úr 4. tbl, kom hún frá Guðna Má Sveinssyni, Flögu I, Skaftártungu. Rétta lausnin var þannig: 1—6,2—d, 3—c, 2—d. strax að fægja þá með sínu síða skeggi og samstundis urðu þeir að skínandi gullpen- ingum. Góða nótt og gleðileg jól, sagði jóla- sveinninn og gekk sína leið. Maðurinn hljóp eins hratt og hann gat til þorpsins og keypti stóran poka af hrís- grjónum og heilan kút af jólaöli, fallegt jólatré með ótal jólastjörnum á. Hann keypti líka kassa af eplum og pakka af rúsínum, möndlum og öðru góðgæti. Hann gat varla borið þetta allt saman svo börnin urðu að hjálpa honum. Sjáið, sagði hann. Ég hef aðeins notað einn gull- peninginn svo ég hef efni á því að kaupa sleða í jólagjöf handa okkur. En bak við kofann stóð jólasveinninn og hló ísitt síða skegg og beið eftir sínum skammti af hrís- grjónagrautnum. Og hann fékk hann . . . með smjörklípu í. SKINFAXI óskar lesendum barnahornsins gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.