Skinfaxi - 01.02.1980, Page 7
Göngudagur
ungmennafélaganna
Á fyrsta fundi nýkjörinnar
stjórnar UMFÍ þann 21. okt.
s.l. var samþykkt svohljóðandi
tillaga:
Á undanförnum árum hafa
augu manna opnast fyrir
nauðsyn almenningsíþrótta
og útivistar þar sem öll fjöl-
skyldan getur verið þátt-
takandi.
Ungmennafélag Islands vill
hvetja fólk til slíkrar þátt-
töku. Gönguferðir um
landið er heppileg leið til
útivistar, til hollustu, til að
kynnast landinu betur og
til að efla tengsl fjölskyld-
unnar.
Ungmennafélag Islands
hefur því ákveðið að koma
á „göngudegi ungmenna-
félaganna” (göngudegi fjöl-
skyldunnar) laugardaginn
14. júní 1980.
Hvert ungmennafélag skal
í upphafi skipa starfshóp er
velji gönguleið, helst í nág-
renni félagssvæðis. Göngu-
leið mætti hugsa sér 2—7
tíma gang. Hvert félag
getur valið fleiri leiðir.
Starfshópurinn skrifi leiðar-
lýsingu og verði hún fjöl-
rituð. Mun UMFÍ aðstoða
þau félög er þess óska.
Ferðir þessar verði vel aug-
lýstar og fólk kvatt til
göngunnar og verði þær
öllum opnar.
Frá upphafi íslandsbyggðar
hafa íbúar þessa lands þurft
að ganga mikið. Hvort fólk
hefur fyrr á öldum farið í
langar ferðir að nauðsynja-
lausu er óvíst, en 1910 er
skrifað í Skinfaxa um fjall-
göngur og þar stendur m.a.:
„Einhver allra besta og
hollasta skemmtunin er sú
að skoða fegurð landsins,
einkum á sumrin. Ganga út
um holt og mela, hamra og
hraun, brekkur og runna
og skoða plöntur og enda
steina. Ganga upp á fjöll til
þess að fá fagurt útsýni og
sjá fallegar plöntur. Þær
gróa oft á efstu tindum.
Mörg fjöll hérá landi eru
vel löguð til þessa.”
Þegar bílar urðu almenn-
ingseign var eins og menn
gleymdu að ganga. Auðvitað
voru til undantekningar, en
alltof margar skemmti- og úti-
vistarferðir urðu aðeins akstur
í ryki. Rétt hlaupið út til að
kaupa pylsu og kók, eða
smella af mynd af fossi eða
fjalli, já jafnvel út um bíl-
gluggann.
Eitt er þó sem mjög hefur
skort en það eru góðar leiðar-
lýsingar á heppilegum göngu-
leiðum. Því nokkur sannleikur
er í orðum Tómasar Guð-
mundssonar er hann yrkir:
landslag yrði
lítils virði
ef það héti ekki neitt.
Þessi viðleitni okkar er ein-
mitt í þá átt að bæta hér úr.
Að fólk safni saman í stutta
lýsingu því helsta sem fyrir
augun ber á þeirri leið sem
valin er. Það sem fram þarf að
koma í slíkri leiðarlýsingu er:
1. Lýsing gönguleiðar.
2. Örnefni
2. Jarðfræði
4. Saga
5. Þjóðsögur, þjóðtrú.
Nausynlegt er að starfs-
hópar verðir valdir tímanlega
og Þjónustumiðstöð UMFl
mun eftir bestu getu afla upp-
lýsinga um bækur og rit er að
gangi mega koma ef þess er
óskað. Rétt er að geta þess að í
lok leiðarlýsingar er nauðsyn-
legt að geta þeirra rita er
heimildir eru fengnar úr.
Góðir ungmennafélagar;
stjórn UMFÍ hvetur alla góða
og gegna íslendinga til þátt-
töku þann 14. júní.
Verðum öll með í
Göngudegi ungmennafélaganna”.
PG.
SKINFAXI
7