Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1980, Side 11

Skinfaxi - 01.02.1980, Side 11
Félagsmálaskóli Ungmenna- félags íslands var stofnaður 1. febrúar 1970 og er því orðinn 10 ára gamall. Fyrir þann tíma höfðu mörg ungmennafélög gert tilraunir með félagsmálafræðslu, þó nær eingöngu námskeið í fundarsköpum og ræðu- mennsku. Þessi námskeið skil- uðu nokkrum árangri en leið- beinendaskortur takmarkaði utbreiðslu þeirra. Þegar Ung- uiennafélag íslands stofnaði Félagsmálaskóla UMFf var Því í raun ekki um nýtt starfs- svið að ræða, heldur var verið að taka gamlan starfsþátt, auka við hann og aðlaga breyttum aðstæðum. Markmið Starfsemi félagsmálaskólans hefur eftirfarandi markmið: 1. Að gera þátttakendur hæf- ari til þátttöku í félagslegu starfi. 2. Að þjálfa fólk til félags- legra forystustarfa. 3. Að veita fræðslu um ung- mennafélagshreyfinguna. 4. Að beita sér fyrir aukinni félagsmálafræðslu í skólum landsins. Stjórn skólans er í höndum 3 manna skólanefndar sem skipuð er af sambandsstjórn UMFÍ. Námsefni Framan af var skortur á hæfum leiðbeinendum og hentugu námsefni og háði það starfi félagsmálaskólans. En árið 1972 vann UMFÍ í sam- starfi við Æskulýðsráð ríkisins upp nýtt námsefni til kennslu á félagsmálanámskeiðum. Þetta námsefni er í tveimur hlutum: Félagsmálanámskeið — grunnstig, sem er almennt undirstöðuefni, og Félagsmála- námskeið — framhaldsstig, sem er framhaldsefni og sérhæfðari Framhald á bls. 18. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.