Skinfaxi - 01.02.1980, Page 13
Njálsbúð.
Umf. Njúll
Umf. Njáll í Vestur-
Landeyjum varð 70 ára fyrir
nokkru. Var haldið upp á af-
rnælið með veglegu samsæti í
Njálsbúð 8. des. síðastliðinn.
Umf. Njáll var stofnað 21.
nóv. 1909 og starfaði til 1940
að árunum 1932—33 undan-
skildum. 1952 var félagið
siðan endurvakið og hefur
starfað til þessa dags. Núver-
andi stjórn skipa: Haraldur
Júlíusson formaður, Gunnar
Hermannsson og Hulda
Jónasdóttir.
man eftir mér haft gaman að
söng og reynt að reka upp
hljóð öðru hvoru.
Þú ert líka orgelleikari og
söngstjóri?
Það er mikið af því að það
hefur vantað hér mann sem
gæti tekið þetta starf að sér og
af því að ég hafði aðeins feng-
ist við að spila á hljóðfæri þá
lenti ég í þessu.
Hvernig samrýmist það að vera
bóndi og bílstjóri með meiru og
formaður ungmennafélags?
Það samrýmist kannski illa
að vera bóndi. En að vera
skólabílstjóri og ungmenna-
félagsformaður fer nokkuð vel
saman. Maður er í miklum
tengslum við fólkið, fer víða
og hittir marga, á gott með að
koma boðum og hafa sam-
band við alla í sveitinni.
Hvað er ungmennafélagið Njáll
stórt félag?
Það er nokkuð stórt miðað
við félög hér um slóðir. Það
eru 83 skráðir félagar.
A ð hverju starfar félagið helst í
dag?
Stærsta verkefnið er stækk-
un á félagsheimilinu Njáls-
búð. Mest öll okkar starfsemi
hefur farið í það síðan byrjað
var á því. En auk þess höfum
við stundað íþróttir og við
eigum allgóðu íþróttafólki á
að skipa í frjálsum íþróttum.
Þá höfum við einnig haft
kvöldvökur fyrir yngstu félag-
anna í samvinnu við barna-
skólann. Yfir vetrarmánuðina
höfum við reynt að hafa eina
kvöldvöku í mánuði og er
þetta mjög vinsælt hjá krökk-
unum. Við undirbúum alltaf
skemmtiatriði á þorrablót sem
kvenfélagið sér um að öðru
leyti. Mjög góð samvinna er á
milli þessara félaga. Okkar
13
Við hittum að máli, for-
mann félagsins, Harald
Júlíusson bónda í Akurey,
°g unga upprennandi íþrótta-
konu, Lóu Rúnarsdóttur.
Þú hefur gaman að söng, Har-
aldur?
Já, ég hef frá því ég fyrst
SKINFAXI