Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1980, Page 18

Skinfaxi - 01.02.1980, Page 18
Þetta námsefni hefur félags- málaskólinn notað frá 1973, auk sérefnis frá UMFÍ. Náms- efnið er í stöðugri endur- skoðun og hefur tekið ýmsum breytingum. Námskeið Félagsmálaskólinn hefur frá upphafi sinnt fjölþættri fé- lagsmálafræðslu um allt land. Félagsmálaskólinn er einn stærsti aðilinn í félagsmála- fræðslunni í landinu og sá langstærsti þegar út fyrir Reykjavíkursvæðið er komið. Námskeið á vegum skólans eru jafnan öllum opin og skól- inn leggur verulega áherslu á að reyna að mæta þörfum og óskum ungmennafélaga o.fl. alls staðar á landinu. Á fyrstu 10 árum félags- málaskólans hefur hann hald- ið alls 228 námskeið með sam- tals 4.027 þátttakendum. Flest þeirra eru félagsmálanám- skeið grunnstigs en mun færri námskeið á framhaldsstiginu. Þá hefur skólinn haldið nokk- ur sérnámskeið ungmennafé- lagshreyfingarinnar. Má þar nefna námskeið fyrir fram- kvæmdastjóra héraðssam- banda, námskeið fyrir stjórn- endur ungmennabúða og námskeið fyrir leiðbeinendur í þjóðdönsum. Að sjálfsögðu hafa langflest félagsmálanám- skeiðin verið haldin hjá ung- mennafélögum og héraðssam- böndum en einnig í skólum og hjá ýmsum öðrum félög- um. Árangur Félagsmálaskóli UMFÍ var stofnaður til þess að gera ung- mennafélaga hæfari til þátt- töku í félagslegu starfi og til að taka að sér forystustörf í félögum. Þar sem námskeið skólans eru jafnan öllum opin hafa fjölmörg önnur félaga- samtök og einstaklingar notið góðs af starfi skólans. Það er að vísu alltaf erfitt að meta árangur af félags- málakennslu en þó má sjá greinilegan árangur skóla- starfsins þar sem félagsmála- námskeið hafa verið haldin, t.d. í a) meira framboði ungs fólks til forystustarfa, b) betri vinnubrögðum á fundum og þingum ung- mennafélagshreyfingarinnar, c) þróttmeira félagsstarfi, d) aukinni viðurkenningu á gildi félagsmálafræðslunn- ar meðal almennings og stjórnvalda. Á þessum 10 árum hafa all- margir leiðbeinendur starfað fyrir félagsmálaskólann, enda byggir starf hans ekki síst á nægum fjölda hæfra leiðbein- enda. Þess er að vænta að ung- mennafélögin kosti áfram kapps um að gera skólann sinn sem best í stakk búinn til þess að starfa í samræmi við markmið skólans. Guðmundur Guðmundsson. Jajhréttið að aukast Ungmennafélögin munu vera fyrstu félagasamtök á íslandi þar sem konur eru gjald- gengar til jafns við karla. Kona hefur þó ekki setið í stjórn UMFl um árabil. Úr þessu var bætt á síðasta þingi þegar Dóra Gunnarsdóttir var kjörin í varastjórn. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.