Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1980, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.02.1980, Qupperneq 29
Fréttapistill úr Eyjafirði Þótt sumarið ’79 hafi verið bæði kalt og stutt, héldu ung- mennafélagar sín íþróttamót með hefðbundnum hætti. UMSE réð Sigvalda Ingi- mundarson sem frjálsíþrótta- þjálfara, en hann hafði áður þjálfað með ágætum árangri. Af einstökum íþrótta- mótum má geta um drengja- mót og kvennamót er haldin voru fyrri part sumars. Á drengjamóti keppa drengir 18 ára og yngri en kvennamótið er opið konum á öllum aldri. Umf. Þorsteinn Svörfuður varð stigahæst í drengjamót- *nu með 35 stig. Sá einstakl- 'ngur er skar sig áberandi úr var Árni Snorrason úr Umf. Þorsteini Svörfuði en hann sigraði í 5 greinum, 100 m i'laupi á 11,9 sek., langstökki 6,01 m, þrístökki 11,81 m, kúluvarpi 11,16 m og kringlu- kasti 28,96 m. I kvennamótinu varð Umf. Skriðuhrepps stigahæst með 41 stig, vann með miklum yfirburðum en næsta félag var með 16 stig. Hólmfríður Erlingsdóttir var atkvæðamest keppenda að venju en hún sigraði í 4 greinum: 100 m hl. á 13,1 sek., í langstökki með 4,77 m, hástökki 140 sm og 800 m hl. á 2:46,9 mín. Bændadagshlaup UMSE er ávallt eitt af skemmtilegri mótum sumarsins. Er þetta víðavangshlaup og hlaupið í mörgum flokkum pilta og stúlkna. Stytsta vegalengd um 500 m en sú lengsta um 1500 m. Er mótið fór fram var norðan gola og kalt, en þeir yngstu létu það ekki á sig fá og var þátttaka ágæt í öllum flokkum. Einstakir sigurvegarar urðu: íslandsmeistarar í blaki Blaklið Umf. Laugdæla. Aftari röð f.v.: Atli Eðvaldsson, Gylfi Þorkelsson, Haraldur Geir Hlöðversson, Hreinn Þorkelsson, Halldór Halldórsson. Fremri röð f.v.: Kjartan Lárusson, Lárentinus Helgi Agústsson, Leifur Harðarson, Samúel Örn Erlingsson, Torfi Rúnar Kristjánsson. Á myndina vantar Þorkel Þorkelsson og Torfa Magnússon. Umf. Laugdæla tekur að venju þátt í 1. deild fs- landsmótsins í blaki en eins og flestir vita eru þeir núverandi íslandsmeistar- ar. Að sögn Kjartans Lárus- sonar ætla Laugdælir að sjálfsögðu að verja titil sinn á þessu ári. Staða þeirra væri mjög góð, þeir væru efstir í mótinu og hefðu aðeins tapað einum leik en 6 leikir væru eftir. Umf. Laugdæla hefur að auki tilkynnt þátttöku í 1. deild kvenna og 1. flokki karla. Skinfaxi óskar Laug- dælum áframhaldandi vel- gengni í íslandsmótinu. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.