Skinfaxi - 01.10.1986, Side 6
Þolinmóðir andstæðingar
Jón L. Árnason
Á síðari árum hefur þeim sem eru
alltaf reiðubúnir til þess að tefla skák,
á öllum tímum sólarhrings, fjölgað
verulega. Þetta eru þolinmóðustu
skákmenn sem þekkjast - sjálfar skák-
tölvurnar. Margir skákáhugamenn hafa
orðið sér úti um slík verkfæri og hinir
eru enn fleiri, sem eiga sér skákforrit,
sem þeir lauma í einkatölvuna í
vinnutímanum. svona þegar enginn sér
til.
Sá er þetta ritar hefur oft verið
spurður um skáktölvur og styrkleika
þeirra. Nú síðast, er ritstjóri þessa
blaðs hafði orðið sér úti um skákforrit í
Macintosh-tölvuna sína. Hann hafði
orð á því að gaman væri að sjá
stórmeistarann glíma við gripinn. Það
varð úr að við mæltum okkur mót á
Öldugötunni og afraksturinn gefur að
líta hér á eftir.
Sargon III heitir forritið, sem
óskaði eftir því að fá að tefla við núg.
Það er þekkt meðal skákáhugamanna og
sjálfur hef ég nokkrum sinnum glímt
við það. Og ég varð vitni að því er það
skákaði starfsmönnum IBM á íslandi.
Ég var skákstjóri á móti, þar sem tefldu
sarnan sveitir úr deildum fyrirtækisins
og ein sveitin var eingöngu skipuð
tölvum. Tefldar voru 15 mínútna
skákir og tölvusveitin gerði sér lítið
fyrir og varð efst á mótinu. í
hraðskákinni vilja mennskir menn oft
leika af sér mönnum en það gerir tölvan
ekki. Tölvusveitin tefldi "tekknískt"
og af ískaldri yfirvegun.
Smátölvumar geta einnig verið
skeinuhættar. Sú sem varð efst á
heimsmeistaramóti smátölva nú síðast
er þýsk og heitir "Mephisto" - af henni
finnast nokkur afbrigði. Einn
stórmeistaranna, sem tefldi á
Reykjavíkurskákmótinu síðasta, fór
flatt á viðskiptum sínum við hana.
Framan af stefndi reyndar í öruggan
sigur stórmeistarans en í hróksendatafli
sneri tölvan snilldarlega á hann og gat
að endingu hrósað sér af sigri. Þessi
tölva er nokkuð sterk og jafnframt
skemmtileg að þvf leiti að við hana má
tefla eins og hvem annan andstæðing.
Leikur er framkvæmdur með því að
þrýsta þeim manni sem leika skal
léttilega á reitinn sem hann stendur á og
svo aftur á þann reit sem hann er á leið
til. Tölvan gefur svarleik sinn til kynna
með því að blikka rauðu ljósi á þeim
reitum sem breytingar verða á.
En víkjum sögunni að skrifstofu
UMFÍ á Öldugötu. Ætlunin var að
tefla eina skák við Sargon III og birta
hana með skýringum, sem gætu e.t.v.
varpað einhverju ljósi á "hugsunarhátt"
tölvunnar. Sargon hefur 9 styrkleika-
stig. Á auðveldasta stiginu er hún
aðeins 5 sekúndur með hvem leik en á
því 9. og erfiðasta er umhugsunar-
tíminn ótakmarkaður. Tími okkar var
aftur á móti ekki eins
rúmur og því tókum við þann kostinn
að fara milliveginn. Stilltum gripinn á
5. styrkleikastig, sem merkir að hún
leikur að jafnaði einn leik á tveggja
mínútna fresti. í bæklingum er gefið
upp að 30 leiki tefli hún á u.þ.b. 55
mínútum á þessu stigi.
Hvítt: Jón L. Ámason
Svart: Sargon III
Philidor-vöm.
I.e4 e5 2.Rf3 d6
Phildor-vömin, sem hefst með
þessum leik, er sjaldséð í skákum
meistaraflokksmanna. Það er að sjálf-
sögðu ekki sök tölvunnar að hún skuli
ekki tefla "gáfulegri" byrjun. Það er
þeim að kenna sem hafa forritað hana.
3.Bc4
Það er góð regla er teflt er við tölvur
að reyna að "koma þeim út úr
teóríunni". Hér er 3.d4 algengasti
leikurinn og í ljós kemur raunar að
höfundar forritsins hafa ekki gert ráð
fyrir öðrum möguleikum.
3.-Rc6 4.0-0 Rf6?
í útreikningum sínum gerði Sargon
nú aðeins ráð fyrir 5.Rc3 en hvítur á
völ á mun öflugra framhaldi.
5.Rg5! d5 6.exd5 Rxd5?
Betra var 6.-Ra5. Staðan er þekkt
úr tveggja riddara tafli, eftir leikina
l.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bc4 Rf6
4Æg5 d5 5.exd5 Ra5 o.s.frv.
Glöggir lesendur sjá að í skákinni sem
hér er til umfjöllunar hefur hvítur unnið
leik, því að svartur fór fram með d-peð
sitt í tveim stökkum. Fómin sem nú
kemur er því enn sterkari heldur en í
tveggja riddara tafli, en þó þykir hún
einnig lofa góðu þar.
7.Rxf7! Kxf7 8.DÍ3+ Ke6
Sargon hefur séð í sínum
útreikningum að hann nær að valda
riddarann og þá hefur hann unnið lið.
Þetta er einkennandi tölvu-hugsunar-
háttur. Skákmaður með sæmilega
reynslu myndi ekki hætta sér út á þetta
svell ótilneyddur. Kóngurinn er úti á
miðju borði og hvítu mennimir sækja
nú að honum úr öllum áttum.
Hér er Jón greinilega að leika sterkum leik.
6
Skinfaxi 5. tbl. 1986