Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1986, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.10.1986, Qupperneq 14
Mikið starf hjá Umf. Vorboðanum Texti og myndir: Valdimar Guðmannsson Starfsemi Umf. Vorboðans á liðnu sumri varð mun meiri en undanfarin ár. Frjálsíþróttaæfingar voru einu sinni í viku og var mæting mjög góð, þjálfari var Þórhalla Guðbjartsdóttir íþrótta- kennari. Félagið tók einnig þátt í öllum íþróttamótum sem haldin voru á félagssvæði USAH. Á göngudeginum gengu Vorboða- menn upp á Síðuborg, þar kynnti Friðgeir Kemp bóndi Lækjardal, landslagið fyrir göngufólki. Lítið er farið að skipuleggja vetrarstarfið, en þó er ákveðið að hafa í þ.m. eina frjálsíþróttaæfingu í viku á Húnavöllum, einnig að leita eftir samstarfi við skólayfirvöld um aukna frjálsfþróttakennslu innan skólans. Á síðast liðnu ári varð Umf. Vorboðinn 70 ára. Það tók stjórn félagsins nokkum tíma að ákveða með hvaða hætti þessara tímamóta yrði minnst. Lengi vel var uppi hugmynd um veisluhöld og tilheyrandi, en slíkar veislur eru dýrar og skilja ekki alltaf mikið eftir handa framtíðinni, þá kom sú hugmynd að hefja framkvæmdir við að koma upp sæmilegu æfingasvæði á félagssvæðinu, en þá aðstöðu hefur mjög skort nú síðustu árin. Byrjað var á þessari framkvæmd á afmælisárinu og ýtt upp hluta að vallarsvæði á Bakkakotsmelum. Þeirri framkvæmd var síðan haldið áfram nú á s.l. sumri, og lokið við að ýta upp vallarstæði sem er 155 x 85 m. Einnig var lokið við að þekja þann hluta vallarins sem á að vera knatt- spymuvöllur, stærð 100 x 62 m. Það verk var allt unnið í sjálfboðavinnu, eins og allt við vallargerðina sem hægt er að vinna með handafli og venjulegum landbúnaðartækjum. Um 40 manns unnu að þessu verki á einn eða annan hátt og sýndu þar og sönnuðu að stærð sveitarfélaganna skiptir ekki megin máli, heldur félagslegur þroski þeirra sem sveitar- félögin byggja. íbúar þessara tveggja sveitarfélaga sem félagssvæði Vorboðans nær yfir (Vindhælis- og Engihlíðarhr.) er rétt um 170 manns. Á næsta ári er ráðgert að ganga frá hlaupabrautum, það verða 4-6 hring- brautir. Þegar því verkefni er lokið er eftir að steypa kasthringi og þekja það sem ekki fer undir hlaupa- brautir. Það er því ekki ótrúlegt að á 75 ára afmæli félagsins getum við tekið til Unnið við að setja þökur á nýja íþróttavöllinn. okkar fyrsta mótið í frjálsum íþróttum, takist það vona ég að enginn sjái eftír að hafa sleppt veisluhöldum, þegar félagið varð 70 ára. Því þá munum við vera búin að skapa æskufólki okkar viðunandi aðstöðu tíl æfinga og þá held ég að árangurinn láti ekki á sér standa, og Vorboðinn verði aftur það öfluga íþróttafélag sem hann var þegar Guðlaug Steingrímsdóttir og félagar héldu uppi merki félagsins. Að endingu vil ég senda öllum sem lagt hafa Vorboðanum lið, bæði með vinnuframlögum, þátttöku í íþróttamótum og göngudeginum mínar bestu þakkir og baráttukveðjur. Ilittumst hress næsta sumar Valdinmr Guðmannsson. Stjórn Umf. Vorboðans skipa nú: Valdimar Guðmannsson, formaður. Magðalena Jónsdóttir, gjaldkeri. Björn Björnsson, ritari. Kristján Frímannss. varaformaður. Sigurður Ágústss. meðstjórnandi. Hvílt sig frá vinnu við vallargerðina og fengið sér í svanginn 14 Skinfaxi 5. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.