Skinfaxi - 01.10.1986, Qupperneq 15
Guðmundur Páll Amarson
Þegar frumkvæðið
skiptir sköpum
Frumkvæði er hugtak sem skiptir máli
í brids ekki síður en skák. Oft ræður
það úrslitum um örlög samnings hvor
hefur frumkvæðið, sóknin eða vömin.
Af þessu leiðir auðvitað að nauðsynlegt
er að nýta sér frumkvæðið og gæta þess
að tapa ekki "tempo" með letilegri
spilamennsku. Lítum á tvö spil þar
sem frumkvæðið skiptir sköpum:
Suður gefur; allir í hættu.
Norður 4 Á107 ÁDG76 D863
Suður Á83 DG K108 K7542
Vestur Norður Austur Suður
- - - 1 lauf
Pass 1 tígull 2 spaðar Pass
Pass 4 lauf Pass 5 lauf
Pass Pass Pass
Vestur spilar út spaðatíu gegn fimm
laufum suðurs. Hvernig er best að
spila?
Fyrst er að huga að því hvað ógnar
samningnum. Það er augljóst: ef laufið
er 3-1 er hætta á að gefa þar tvo slagi
og hugsanlega einn á hjartakóng ef
hann liggur í austur.
Næst er að athuga hvernig best er að
bregðast við þesari hættu. Nú er
vissulega líklegra að austur eigi
laufásinn eftir innákomuna, svo það
sýnist skynsamlegt að fara inn á borðið
á tígul og spila litlu laufi á kónginn.
Þannig má komast hjá að gefa tvo
laufslagi ef austur á ásinn blankan.
En ef það kemur á daginn að vestur á
laufásinn þriðja eða stakan er spilið að
öllum líkindum tapað. Hann mun spila
hjarta og þá verður svíningin að
heppnast. Sem hún gerir varla, því
eitthvað hlýtur austur að eiga fyrir
ströglinu.
Áætlunin hlýtur þess vegna að vera sú
að reyna að komast hjá hjartasvín-
ingunni. Og það er hægt með því að
spila litlu laufi á drotmingu blinds í
öðmm slag.
Norður
4
Á107
ÁDG76
D863
Vestur
102 ---------
965432
43 ----
ÁG10
Suður
Á83
DG
K108
K7542
Vestur verður að gefa, því ella fær hann
aðeins einn slag á lauf. Drottningin á
því slaginn og nú er rétt að snúa sér að
tíglinum. Vestur trompar þriðja tígul-
inn og spilar hjarta. En hann er
tempóinu of seinn, sagnhafi getur
stungið upp ás og hent svo hjarta-
drottningunni niður í tígul. Gefur því
aðeins tvo slagi á lauf.
Vestur þurfti að hitta á hjarta út til að
bana samningum, sem er all erfitt efdr
spaðasögn austurs. Frumkvæði varnar-
innar fór því fyrir lídð í þessu spili.
Baráttan um frumkvæðið er enn meira
áberandi í grandsamningum. Þeir eru
mjög oft kapphlaup varnar og sóknar
um að fría liti.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
D84
873
Á52
ÁDG10
Suður
K652
ÁK
KD9
9864
Vestur Norður Austur Suður
1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Vestur spilar út hjartadrotmingu. Taktu
við stýrinu.
Einföld slagatalning leiðir í ljós að níu
slagir fást auðveldlega ef laufkóngurinn
liggur fyrir svíningu. En hvað ef hann
er í austur. Jú, sé svínað í laufinu
strax, mun austur reka út síðustu hjarta-
fyrirstöðuna og þá er spilið tapað ef
liturinn er 5-3:
Norður
D84
873
Á52
ÁDG10
Vestur
G93
DG962
1083 _____
75
Suður
K652
ÁK
KD9
9864
Það vinnst nefnilega ekki tími til að
sækja níunda slaginn á spaða.
Besta spilamennskan er því augljóslega
að byrja á spaðanum - reyna að "stela"
þar slag áður en farið er í laufið. Ef
spaðinn liggur 3-3 má vörnin ekki við
því að láta spaðaásinn gleypa vinda. Þá
fær sanghafi nefnilega þrjá slagi á litinn
og þarf aðeins einn á lauf.
Hins vegar má segja að það sé hittingur
hvort spaða er spilað á drottningu
blinds, eða á kónginn heima. Og þó.
Það er líklegra eftir úLspilið að austur
sé lengri í spaða, svo það er heldur
betra að reikna með ásnum þar.
Að svo mæltu ætti spilamennskan að
liggja ljós fyrir: í öðrum slag er
blindum spila inn á tígul og síðan
kemur spaði upp á kóng. Þegar hann
heldur, er óhætt að snúa sér að laufinu.
Austur
KDG9765
K8
952
9
Austur
Á107
1054
G764
K32
Skinfaxi 5. tbl. 1986
15