Skinfaxi - 01.10.1986, Side 26
[íslensk
\Getspá,
Lottó 5/32
Starfsemi íslenskrar getspár fer af stað
Texti: Guðmundur Gíslason Myndir: ísl. getspá
Þá er lottóið loksins komið af
stað eftir mikinn undirbúning og
miklar umræður á síðast liðnum
árum. Þessi talnagetraun er mjög
vinsællí öðrum löndum og hefur
gefið þeim er reka hana miklar
fjárhæðir í aðra hönd. Hér á eftir
verður sagt stuttlega frá þessari
starfsemi þannig að menn verði
einhverju nær um út á hvað þetta
allt gengur.
Hvað er lottó?
Lottó er talnagetraun, talnaleikur eða
happdrætti, sem hefur farið sigurför um
heiminn á síðari árum.
Leikurinn er í stuttu máli fólginn í því
að þátttakendur velja ákveðinn fjölda
talna út úr talnaröð og leggja smá-
upphæð undir. Síðan eru jafnmargar
tölur dregnar út og sá vinnur, sem hefur
giskað á réttu tölurnar. í fljótu bragði
virðast möguleikarnir ekki ýkja margir
þegar menn eiga að velja 5 tölur úr 32
þ.e. frá 1-32 eins og gert verður
hérlendis. Þó eru líkurnar til að vera
með 5 rétta 1 á móti rúmlega 200.ooo.
Lottó er í raun margra alda gamall
leikur, en það er fyrst nú á síðustu
áratugum sem það hefur orðið vinsælt
sem fjöldahappdrætti um víða veröld.
Möguleikar þess hafa stóraukist með
tölvuvæðingunni og spennan eykst
gífurlega þegar nær dregur drætti um
háa vinninga og unnt er að halda áfram
að giska á tölur nær fram á síðustu
mínútu.
Hvemig á að leika
Lottó?
Það er ákaflega auðvelt að leika Lottó
og á því meðal annars byggjast hinir
miklu vinsældir leiksins um víða
veröld. Hér heitir leikurinn Lottó 5/32
og heitið segir til um það að við eigum
að velja 5 tölur úr talnaröðinni 1-32 á
lottómiðunum. Miðamir fást á sölu-
stöðum Lottó 5/32 og eru ókeypis. Á
hverjum miða eru 5 raðir, merktar röð
A, B, C, D og E. Þátttakendur geta
valið eina röð eða fleiri og strika lóðrétt
yfir einhverjar 5 tölur í hverri röð.
Síðan framvísa þeir miðanum á
sölustað og borga 25 kr. fyrir hverja
röð, þannig að þeir geta greitt 25-125
kr. fyrir hvern miða, eftir því hve
margar raðir þeir nota. Að sjálfsögðu
geta þeir útfyllt eins marga miða og
þeir óska, en gjaldið er sem sagt 25 kr.
fyrir hveija röð. Umboðsmaðurinn
stingur svo Lottómiðunum í sölukassa
íslenskrar getspár og hann skrifar
móttökukvittun, sem þátttakandinn fær
í hendur og hún gildir sem
sönnunargagn ef vinningur fellur
honum í skaut. Mikilvægt er að þátt-
takendur beri saman kvittun og Lottó-
miða og sjálfsagt er að skrifa nafn sitt á
kvittunina ef hún skyldi týnast eða
ruglast saman við aðrar kvittanir, og er
gert ráð fyrir því aftan á kvittuninni.
Sölu á Lottómiðum lýkur 15 mín. áður
en dregið verður í sjónvarpinu og erþað
gert með því að slökkt er á öllu sam-
bandi við sölustaði í stjómstöðinni sem
er í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar í
Laugardal.
Hverjir eiga Lottó 5/32?
Það eru þren fjölmenn samtök sem eiga
og reka félagið íslenska getspá, sem
starfrækir Lottó 5/32. Þessi samtök
eru: íþróttasamband íslands sem á
46,67%, Ungmennafélag íslands sem á
13,33% og Öryrkjabandalag íslands sem
á 40%. Hreinn ágóði af Lottó 5/32
skiptist milli eigenda í sömu hlut-
föllum.
Sérstök lög voru sett á Alþingi 2. maí
1986, sem heimiluðu dómsmálaráðherra
að veita þessum samtökum leyfi til
þess að starfrækja talnagetraunir í nafni
félags, sem þau skyldu stofna. Félagið
var svo stofnað 8. júlí 1986 og hlaut
nafnið íslensk getspá. Það er undan-
þegið skattskyldu og vinningar Lottó-
þátttakenda eru skattfrjálsir þ.e. tekju-
skattfrjálsir, en við það er átt þegar
talað er um skattfrelsi happdrættis-
vinninga.
Hveraig er dregið?
Dráttur í Lottó 5/32 fer fram í beinni
útsendingu í Ríkissjónvarpinu á
hverjum laugardegi og hefst útsendingin
stundarfjórðungi fyrir aðalfréttirkvölds-
ins. Þetta er algert nýmæli hérlendis, en
þessi sami háttur er hafður á víða
erlendis og alls staðar þar sem það er
gert flykkjast áhorfendur að tækjum
sínum.
Þar sem miklar fjárhæðir geta verið í
húfi eru miklar öryggisráðstafanir
26
Skinfaxi 5. tbl. 1986