Skinfaxi - 01.10.1986, Side 31
dökkgrár, er bök fuglanna vita að
áhorfenda eða Ijós, er fuglarnir allt í
einu eins og að gefnu merki velta sér.
Með fjörufuglum haust og vor má sjá
árvissan farandfugl skjótast í ætisöflun
í fjörumori útsogsins. Þetta er
Sanderla. Grænlenskur varpfugl. Að
vorlagi er hún föl rauðbrún, en á höfði,
hálsi og bringu prýdd dökkum rákum
og dílum. Kviður hvítur. Að haustlagi
hvítust og smæst allra fjörufugla.
Vænghnúar dökkir. Á öllum árstímum
eru goggur og fætur svartir, og á
vængjum áberandi hvít löng vængbelti.
Fleiri farandvaðfugla njótum við, er
þeir leggja hér um flugleiðir sínar, vor
og haust, frá vetursetu til varpstöðva á
Grænlandi og íshafseyjum Kanada.
Rauðbrystingur er ein þessara
tegunda. Tegundin er áberandi að
vorinu vegna sumarbúnings, sem er
rauðbrúnn á lit á höfði, hálsi og niður
um bringu og kvið. Að hausti er þessi
purpuraskrúði horfinn, og hið efra er
hamurinn grár, en hið neðra hvítur. Á
haustferð til suðurs er fuglinn því
minna áberandi, en einnig mun
fjöldinn minni, því að þá fljúga margir
framhjá. Fuglinn er í sjón þybbnari en
lóa. Goggur dökkur, stuttur, fætur
einnig stuttir, fölleitir.
Önnur þessara hánorrænu fugla er
tildran, sem þó, að hún eigi sér
varpstöðvar á ströndum Skandinavíu og
Finlands, hefur hún eigi numið Island
til varps, en fer hér um vor og haust,
hefur að þó nokkru ráði árvissa
vetrarsetu og strjálningur sést á fjörum
að suntarlagi. Fætur eru gulrauðir,
stuttir. Goggur er einnig stuttur, gildur
við rætur, en mjókkar fram, svartur.
Bak og ofanverðir vængir á sumrum
með rauðbrúnum og svörtum llötum,
en á flugi kvíslast um þessan hluta
hamsins löng hvít bak- og vængbelti.
Kverk og ofanverð bringa svört og
kvíslast þessi litur um háls og vanga til
augna, höfuð að öðru leyti hvítt með
flíkróttan gulbrúnan koll. Að neðan er
fuglinn hvítur. Stél svart. Á vetri er
tildran fölgrá hið efra og kverk hvít.
Þessi litsmunur að ofan og neðan
einkennir fljúgandi tildruhópa frá
sendlinga-flokkum á flugi. Röddin er
hvellur klingjandi hljómur.
Vepjan hefur löngum sést að
vetrarlagi og þá stundum í stórum
hópum, og nefndist ísakráka. Frá 1959
hefur orið vart við varp (Homafjörður).
Síðan hafa vörp vepju orðið tíðari, t.d.
Kelduhverfi (1963), Eyjafirði (1979-
'82), Fljótsdalshéraði (um 1980) og
Meðallandi (1983). Langur
uppsveigður toppur aftur frá kolli
einkennir fuglinn á fæti, en á flugi
breiðir snubbóttir vængir. Að ofan er
fuglinn svartur og slær á litinn
grænleitan blæ. Á stéli ofanverðu er
svartur þverbekkur, en milli hans er
hvítt belti upp að ryðbrúnum
stélrótum. Þessi roðablær breiðist
bringu og út á neðanverða vængi
breiðist hvítur litur. Ofanverð bringa
svartleitt belti um ljósa kverk. Höfuð
krímótt. Goggur stuttur, dökkur.
Fætur ryðbrúnir. Röddinn skerandi
hávær, margbreytileg, er fuglinn leikur
ástleitnisflug á mökunartíma.
Áður í þessum þáttum hefur verið
minnst á gráhegra sem er hér árviss
vetrargestur og var snemma á þessu
hausti mættur að Elliðavatni, þar sem
hann einn daginn fékk ekki notið
silungs, sem hann hafði veitt fyrir
ásókn fálka. Verpandi er fuglinn næst
okkur í Noregi og á Bretlandi. Bolur
fuglsins og vængjabök blýgrá, vangar
og háls hvítari. Um kverk, niður á
kvið gengur mjór dökkur fleygur. Frá
goggrótum liggur hvítt vik aftur á koll,
en neðan þess og aftur frá augum
svartar rákir sem teygja sig eftir
löngum hnakkaskúf. Goggur gulur,
hvass, en þykknar til rótanna. Fætur
fölbrúnir. Hljóð frá hegra heyrast lítt
hér. Á flugi er hinn langi háls beygður
að bringu og fætur skaga langt aftur
undan stéli.
Skinfaxi 5. tbl. 1986
31