Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1987, Side 3

Skinfaxi - 01.04.1987, Side 3
Sérstaða Ungmennafélags íslands og Skinfaxa Þetta ár sem nú cr að líða vcrður sjálfsagt citt hið söguicgasta í seinni tíma sögu Ungmennafélags íslands. Auðvitað á félagið 80 ára afmæli en það er fleiri hlutir að gerast. Það cr Landsmótsár og þau ár hafa yfirleitt verið mikil lyftistöng á störf ungntennafélaga út um land allt. Landsmótið á Húsavík virðist ætla að vcrða eitt hið glæsilegasta sem haldið hefur verið. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum og virðist sem það ætli að takast vel að gcra Landsmótið að hátíð fjölskyldunnar ekki síður cn íþróltamóti fyrir l'élaga í ungmcnnafélögunum víða um land. Talandi um íþrótlir, nú eiga fjölmörg ungmennafélög orðið afrcksmcnn í ýmsum greinum íþrótta. Skcmmst er að minnast boltaíþróttanna. Ungmcnnafélag Njarðvíkur (oftast nefnt Njarðvík í íþróttafrcttum) cr íslands- og Bikarmcistari í körfuknattlcik karla, Ungmcnnafélagið Stjaman í Garðabæ (Stjarnan) er Bikarmcislari í handknatllcik og Ungmcnnafélagið Breiðablik í Kópavogi (Breiðablik) varð í öðru sæti á íslandsmóli karla í handknattleik. Svipaða sögu cr að scgja um fjölmarga yngri fiokka, karla og kvcnna. Þá kcmur afreksfólk íslands í sundi og frjálsíþrótlum fiest allt úr ungmennalclögum. En gerir fólk sér almennt grcin fyrir þcssurn staðrcyndum? Fólk á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega, gerir sér allt of oft óljósa hugmynd um það á hvaða stigi ungmcnnafélögin um land allt cru í dag. Líkast til er það allt of algengt að "borgarbörnin", yngri sem cldri, meti hugtakið "ungmennafélag", út frá hugmyndum 19. aldar, eða "citthvað sem var". Það væri því kjörið scm eitl af vcrkefnum Ungmcnnafélags íslands á þessu afmælisári að leiða nú "borgarbömin" frá villu síns vcgar og gcra þcim ljóst hvcrsu umfangsmikil starfsemi ungmcnnafélaganna cr í dag og hvcrsu drjúgan þáttþau eiga í daglcgu lífi fólks um allt land. Þá má cinnig gera almenningi, á höfuðborgarsvæðinu sérstaklcga, ljóst hversu fjölbreytt starfsemi ungmcnnafélaganna er. Þar ekki cinungis um íþróttastarf að ræða hcldur einnig ýmis konar félags- og mcnningarstarfsemi. Allt þctta á Skinfaxi, málgagn Ungmennafélagshreyfingarinnar, að cndurspegla og það vcrður gcrt. Vera má að íþróltacfni sé að miklu leyti ráðandi í þcssu tölublaði sem cr hið fyrsta scm undirrilaður hefur umsjón með. Stcfnan er hins vcgar að auka umfjöllun um aðrar hliðar í starfsemi ungmcnnafélaganna. Að fjalla cnn frekar um ýmsa þá iélagsstarfscmi scm fram fer hjá ungmennafélögum um landið. Hvort sem það cr náttúruvcmd í ýmsu formi, menningarmál á borð við leiklistarstarfscmi eða annað. Ungmcnnafélag íslands hcfur alltaf látið þjóðmál til sín taka og Skinfaxi hefur verið umræðugrundvöllur um þau mál. Það fór til að mynda mikið fyrir umræðu um þjóðfrclsi og sjálfstæði þjóðarinnar í Skinfaxa fyrir miðja þessa öld. Einnig má minnast virkrar þátttöku Ungmennafélags íslands í umræðunni um að "Efia íslenskt". Slíkt mál á ckki síður við í dag cn fyrir nokkrum árum. Skinfaxi cr sá vettvangur scm félagar í ungmennafélagshrcyfingunni eiga að nota til að viðra skoðanir sínar um þau mál sem þeim liggur á hjarta. Þannig á sérslað Ungmcnnafélagshrcyfingarinnar og Skinfaxa að tvinnast saman. Og í þcssum skilningi á Skinfaxi að vcrða þjóðrækið tímarit cins og það hcfur vcrið til þcssa. Skinfaxi cr auðvitað cinn af hinum ótrúlcga fjölda fjölmiðla hér á landi. Ef hann cr borinn saman við aðra miðla í ljósi þeirra atriða scm fyrr hafa vcrið ncfnd, kcmur í ljós að hann hefur mikla sérstöðu. I því sambandi má auðvitað minna á að hann hcfur vcrið gcfinn út samflcytt frá árinu 1909. Scrstaða Skinfaxa cr því nánast cinstök. Það er styrkur hans og hefur vcrið. Svo vcrður áfram. IH I blaðinu er meðal annars: "Baráttan við klukkuna" Rætt við Eðvarð Þór, sundmann Mynd á forsíðu og bls. 19, Gunnlaugur Rögnvaldsson. Frjálsíþróttir Aðstaðan á steinaldarstigi? Útgefandi: Ungmennafclag Islands • RiLstjóri: Ingólfur Hjörleifsson • Ábyrgðarmaðun Pálmi Gíslason • Stjóm UMFÍ: Pálmi Gíslason form. Þóroddur Jóhannsson varaform. Þórir Jónsson gjaldkeri, Bcrgur Torfason ritari, meðstjómendur: Dóra Gunnarsdóttir, Diðrik Ilaraldsson, Guðmundur II. Sigurðsson • Afgrciðsla Skinfaxa: öldugata 14 Reykjavík sími: 91-14317 • Sctning og umbrot: Skrifstofa UMFÍ • Filmu og plötugerð: Prentþjónustan hf. • Prcntun: Prentsmiðjan Rún sf. Allar grcinar cr birtast undir nafni cru á ábyrgð höfunda sjálfra og túlka ckki stcfnu né skoðanir blaðsins né stjómar UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.