Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1987, Page 7

Skinfaxi - 01.04.1987, Page 7
Lottó 5/32 "Lottóið á ekki að fara framhjá neinum" Rætt við framkvæmda- stjóra "íslenskrar Getspár", Vilhjálm Vilhjálmsson, um Lottóið - Það sem kom á óvart og það sem kom ekki á óvart Það er óhætt að segja að Lottóið sé lýsandi dæmi um íslenskan "getspáráhuga" og það hversu langt hann getur gengið. Salan á Lottómiðum hefur farið fram úr björtustu vonum, svo er þessum "getspáráhuga" landans fyrir að þakka. íslensk Getspá nefnist fyrir- tækið sem eignaraðjlar íslenska Lottósins (UMFÍ, ÍSÍ og Öryrkja- bandalag Islands) stofnuðu, til að sjá um rekstur Lottósins. Skinfaxi hafði samband við framkvæmdastjóra þessa fyrir- tækis, Vilhjálm Vilhjálmsson, og ræddi við hann um stöðu mála þar á bæ. Vilhjálmur segir meðalsöluna þessa dagana vera um það bil 12,5 milljónir íslenskra króna á viku. "Hún hefur reyndar farið í einar 17.4 milljónir þegar mest var. Það var þegar risapotturinn var í mars. Þá stóðum við hér nokkrir fyrir framan tölvuna hjá mér á laugardagskvöldinu og fylgdumst með hvemig heildartalan hækkaði. Um það bil mínútu áður en sölustöðum var lokað, var fyrsti vinningurinn enn undir sex milljónum króna. Við höfðum tekið nokkra áhættu með því að auglýsa að fyrsti vinningur gæti farið yfir sex milljónir. Það hafðist á síðustu sekúndunum. Fyrsti vinningurinn varð sex milljónir, eitt þúsund, þrjú hundruð og sex krónur", segir Vilhjálmur, brosandi. "Heildar afgreiðslufjöldinn á kössunum um allt land varð 131.736. Og í framhaldi af því má nefna að frá upphafi Lottósins og til marsloka hafa verið greiddar út rúmar 76 milljónir króna í vinninga. Við höfum nú greitt út 75 milljónir til eignaraðila. Ég get nefnt þér dæmi um ákafann á síðustu mínútum fyrir lokun. Um allt land eru allt að 400 afgreiðslur á síðustu mínútunni fyrir lokun. Það er samt engin hætta á að kerfið springi því tölvan og símalínukerfið geta tekið við allt að 16.000 afgreiðslum á mínútu." Samkeppnin Vilhjálmur hefur farið erlendis sérstaklega til að skoða Lottó í öðrum löndum. Hvað sýnist honum um mögulega samkeppni, frá Happaþrennu Háskólans, til dæmis? "Eins og við vitum fór Happaþrennan í roksölu," svarar Vilhjálmur. "Hún seldist hreinlega upp. Svo er eftir að sjá hvað um hana verður. Persónulega held ég að Happaþrennan komi til með að skila góðum arði fyrir Háskólahappdrættið. Erlendis hefur Lottóið farið hægt af stað en aukist jafnt og þétt og síðan haldist í mjög góðri sölu. Það gerðist hins vegar ekki hér eins og við vitum. Það fór strax í roksölu og hefur að heita má verið í roksölu síðan. Ég held mér sé óhætt að segja að Lottóið hafi hvergi í heiminum slegið eins rækilega í gegn og hér á landi. Eftir því sem ég best veit, áttu Norðmenn metið í sölu áður en Lottóið kom hingað. Hjá þeim varð salan mest 16 milljónir norskar krónur á fyrstu dögum Lottósins. Meðalsala á hvert mannsbarn í Noregi var fyrstu vikuna 21 króna íslensk, hér varð hún aftur á móti 27.60 krónur á hvert mannsbam, og hefur aukist mikið síðan. Þannig að Norðmenn komast víst ekki með tæmar þar sem við höfum hælana. En ef við höldum áfram með talnaleiki, þá hef ég hér tölur frá 13 fylkjum í Bandaríkjunum um sölu á hvert mannsbarn á viku. Þar var hún vikulega 10,50 krónur íslenskar að meðaltali á fyrsta árinu. Eftir 3 ár hún hins vegar 14,22 krónur. Ef tekið er meðaltal af þessari meðalsölu hér á landi frá upphafi til marsloka er hún 43, 60 í hverri viku." Beinlínukerfið -En hver heldur þú að séu ástæðurnar fyrir þessu góða gengi Lottósins hér á íslandi? "Það eru nú sjálfsagt nokkrir "Hér sér tmiður allt sem vert er að sjá..." Vilhjálmur við útstöð frá móðurtölvu Lottósins. Ljósm. IH. 7

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.