Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1987, Side 14

Skinfaxi - 01.04.1987, Side 14
Karate f f Akveðið skipulagsleysi nauðsynlegt" Karl Gauti Hjaltason er núverandi formaður Karatesam- bands íslands. Hann segir að of mikið skipulag á karateíþróttinni sé ekki af hinu góða. "Óskipulögð samkeppni að vissu marki og skipulögð samvinna er rétta formið”, segir Karl Gauti. ''Það hefur hingað til tekist að forða þessari íþróttagrein frá ákveðinni miðstýringu og það hefur gefist mjög vel", segir Karl Gauti í samtaii við Skinfaxa. "Það hefur ríkt samkeppni milli hinna tveggja su'la sem iðkaðir eru hér á landi. En svo hefur samstarfið aftur verið mjög gott hvað varðar landslið og mótshald. En við viijum ekki setja félögum ákveðnar reglur um hvernig á að stofna félög, hver á að gera það, o.s. frv. Það er mín skoðun að um leið og við förum að gera slíkt, förum við að hefta vissan hluta af útbreiðslunni og ákveðið frumkvæði sem er nauðsynlegt fyrir þetta nýja íþróttagrein hér á landi. Þannig hefur þetta verið hingað til í karategreininni. Eg hef líka ákveðna skoðun á hreyfanleika meðal stjórnarmanna eða forystumanna í félögunum. Þegar félag hefur orðið á að skipa mörgum færum einstaklingum, þá er ekki úr vegi að einhver fari og stofni ný félög. Það vill oft verða í íþrótt eins og karate að það er ekki "rými" fyrir marga mjög góða menn. Ég tel að það sé því hollt fyrir karatemenn, og karateíþróttina sjálfa" að það sé ákveðin hreyfing innan félaganna hvað þetta varðar." -En hvert er nú upphafið að skipulögðu starfi í karateíþróttinni? "Fyrsta félagið var Karatefélag Reykjavíkur, stofnað 1973. Þegar það gerðist höfðu hins vegar verið æfingar í karate í ein 2 ár. En það má nefna Reyni Santos sem árin 1972 og '73 ferðaðist um landið og kenndi karate. Hann hélt áfram því starfi allt til 1978 ef ekki lengur. Hann var alltaf að stofna ný og ný félög þar sem hann kom. Hann stofnaði Karatefélag Reykjavíkur. Hann fór meðal annars til Vestmannaeyja og stofnaði þar félag og kom af stað. Hann dvaldi nokkurn tíma í Eyjum. Þegar hann kom síðan þaðan, aftur til Reykjavíkur, stofnaði hann annað félag hér. Karatefélag Reykja- víkur var þá komið með annan þjálfara, japanskan, Kenichi Takefusa að nafni. Reynir stofnaði þá Karatefélag íslands sem enn er í fullu fjöri og heitir nú Þórshamar. Miðað við höfðatöluna frægu. Ég hef lýst því yfir að það séu um það bil 10.000 manns sem hafa iðkað karate hérlendis frá upphafi. Ég held að fáir geri sér grein fyrir hinni gífurlegu "veltu", ef orða má það sem svo, sem hefur verið í þessri íþróttagrein." -Karl Gauti er spurður að því hvernig það gangi fyrir ný félög að halda lífi. "Það gengur nokkuð vel", segir "Á ég ekki að líta björtum augum til framtíðarinnar ? " Karl Gauti Hjaltason formaður Karatesambands íslands. Ljósm. IH Karatesambandið í Kópavogi eru í dag tvö félög komin með karatedeildir, alveg ágætar, Gerpla og Breiðablik. Stjarnan í Garðabæ er einnig með karatedeild. Þetta fór að vefja upp á sig upp úr 1980 víða um landið, Selfoss, Akureyri. Svo var Karatesamband íslands stofnað árið 1985. Og núna nýlega, eftir sambandsstofnunina, hafa verið stofnuð fjölmörg ný félög, á Hvolsvelli, Þorlákshöfn, Álftanesi, Vogum. Nú eru 12 félög starfandi á landinu og ef við tökum einhvern samanburð við Norðurlöndin, þá er t.d. iðkendafjöldinn helmingi meiri hér á landi en í Noregi. Karl Gauti. "Þó er þetta nokkuð erfiðara úti á landi. Þar er það frekar að félagið byggist upp í kringum einn mann sem stofnað hefur félagið. Ef þessi maður hefur síðan t.d. farið að byggja eða eitthvað annað sem tekur allan hans tíma, hefur starfið viljað dragast saman. Þetta horfir auðvitað nokkuð öðruvísi við hér á Reykjavíkusvæðinu, í fjölmenninu, þar sem maður kemur í manns stað. En forsvarsmenn stíltegundanna reyna auðvitað að hjálpa þeim félögum sem eru á niðurleið." 14

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.