Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1987, Side 16

Skinfaxi - 01.04.1987, Side 16
Frj álsíþróttir Aðstaðan á steinaldarstigi ? Eini íþróttavöllurinn hér á landi sem talist gæti viðunandi til frjálsíþróttaiðkana er svo til ónýtur og hefur verið það undan- farin ár - Það heyrir til undan- tekninga að tæki til frjálsíþrótta- iðkunar séu til staðar út um land - Innanhússaðstaðan er svo til engin þó sú staðreynd fari ekki hátt - Undanfarin ár höfum við íslendingar verið að stæra okkur af íslenskum afreksmönnum á hinum fjöl- mörgu sviðum íþróttanna, hvort sem er í hópíþróttum eða einstaklingsíþróttum Einar Vilhjálmsson, Vésteinn Hafsteins- son, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Bjami Friðriksson og svo framvegis. Við getum haldið iengi áfram á þessari braut, handboltalandsliðið, knattspyrnu- mennirnir erlendis. En þeir eru flestir erlendis. Hver er ástæðan? Auðvitað vitum við það öll að flest okkar besta fþróttafólk er erlendis við æfingar vegna hinnar lélegu aðstöðu hér heima. Þetta er eiiginn nýr sannleikur, þvert á móti, hann er orðinn gamall. En það er heldur undarleg staðreynd að þegar við erum að hrósa afreksfólki okkar sem heldur nafni íslands á Iofti á alþjóða- vettvangi, er svo til aldrei minnst á ástæðuna fyrir því að það er erlendis. Svo virðist sem það sé tekið sem óumbreytanleg staðreynd að íþrótta- aðstaðan sé slæm; það verður bara að liafa það, þó flest okkar efnilegasta fólk fari á ákveðnum punkti til annarra landa. Besti völlurinn ! Þessi staðreynd virðist greinilegust og pínlegust í frjálsíþróttum. Hún er alveg makalaus sú staðreynd að á árinu 1987 skuli vera til einn völlur á öllu landinu með gerviefni, Valbjarnarvöllurinn svonefndi og hann ónýtur! Það er einnig makalaust að hér, á landi elds og ísa, skuli ekki vera eitt einasta íþróttahús á landinu þar sem hægt er að stunda keppni í frjálsum íþróttum með sóma- samlegum hætti. Það er engin afsökun að halda því fram að þarna spili pen- ingaleysi aðalhlutverkið. Peningaleysi er ein skýringin en engin afsökun. Önnur skýring á þessu er hreinlega sinnuleysi hjá þeim sem ættu að hafa þarna hagsmuna að gæta og áhuga- mönnum um frjálsíþróttir. Og ekki síður frjálsíþróttamennirnir sjálfir. Eitt dæmi, þessu sinnuleysi til skýringar, má nefna. A Valbjarnarvellinum fyrr- nefnda í Reykjavík var fyrir nokkrum árum reistur frjálsíþróttavöllur með gerviefni á hlaupabrautum og kast- og stökksvæðum. Það þótti ekki ástæða til að reisa búningsklefa þar sem búningsklefar voru stutt frá, undir stúku aðalvallarins. Þeir búningsklefar eru hins vegar mikið til lokaðir því fólki sem stundar frjálsíþróttaæfingar á Valbjarnarvelli. Þegar gervigrasvöllur- inn framan við Laugardalshöllina var tekinn í notkun var mjög fljótlega komin búningsaðstaða þar, klefar og sturtur. Frjálsíþróttafólk hefur ekki aðgang að þeirri aðstöðu. Því er það ekki óalgengt nú, að sjá t.d. bílum rennt að Valbjarnarvelli, fólk veltast í góða stund inni í þessum bílum, stíga síðan út, í búning tilbúið á æfingu. Síðan sömu leið til baka að lokinni æfingu, sturta í heimahúsum. Fjölmargir skokka bara í æfingafötum frá heimili sínu á völlinn og skokka síðan til baka. Ekki getur maður nú séð meistaraflokksmenn Frammara í knatt- spyrnu, svo dæmi sé tekið, koma hlaupandi í búningi frá heimilum sínum á æfingar og síðan á sama máta til baka. Hvað uni það, segja má að besti frjálsíþróttavöllur landsins sé næstum ónýtur. Svo virðist sem nokkuð undar- leg mistök hafi verið gerð í uþphafi, malbikað á hlaupabrautir eins og um Laugaveginn væri að ræða, gerviefni síðan lagt ofan á. Vatnið síast í gegnum gerviefnið en ekki lengra. Afleiðingin er sú að gerviefnið eyði- leggst af vatni og settar eru bætur á verstu blettina, sem síðan losna upp á hornum og brautin verður þar með stórhættuleg. Enginn vörður ! Annað dæmið um viðhorfið til aðstæðna frjálsíþróttafólks í Reykjavík er að það er enginn sem hefur umsjón með þessuro velli, enginn vörður. Á Laugardalsvellinum eru starfsmenn að sjálfsögðu, einnig á gervigrasvellinum. Af einhverjum ástæðum þykir hins vegar ekki ástæða til þess að hafa vörð eða umsjónarmann með Valbjarnarvelli. Þetta er í stuttu máli sú aðstaða sem frjálsíþróttamönnum er boðið upp á, á besta frjálsíþróttavelli Iandsins. Því má segja að'aðstaðan annars staðar á landinu hljóti að vera bágborin. Þar er að sjálfsögðu hvergi að finna velli Valbjarnarvellir. Mynd, Sveinn Þormóðsson. 16

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.