Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1987, Page 17

Skinfaxi - 01.04.1987, Page 17
lagða gerviefni. í dag eru hvergi í heiminum byggðir malarvellir fyrir frjálsíþróttafólk nema hér á landi, ef til vill einnig hjá þjóðum sem okkur dettur aldrei í hug að bera okkur saman við, frjálsíþróttalega séð. Það er því hreinlega broslegt að mönnum skuli finnast það hálfgerðir draumórar þegar talað er um nauðsyn þess að hafa velli og brautir sem eru í byggingu með gerviefni. í þessu sambandi má nefna að malarvellir nýtast ekki nema brot af því sem vellir lagðir gerviefni nýtast, fyrir utan viðhaldskostnað malarvall- anna. Það má nefna veturinn sem er að líða sem dæmi. Ef til væri full- kominn, upphitaður frjálsíþróttavöllur hefði verið hægt að nota hann í allan vetur. Auðvitað hefur Valbjarnarvöllur verið notaður í vetur (í góðviðrinu). Hann er bara svo lélegur að hann er varla bjóðandi fólki með memað í sinni grein. Malarvellirnir á landsbyggðinni. Malarvellirnir um allt land eru yfirleitt ónotaðir sjö til átta mánuði á ári. Þeir verða varla boðlegir að vori vegna bleytu, fyrr en í júní. Þar fyrir utan virðist mjög víða ekki vera áhugi fyrir því að halda þessum völlum við, þannig að þeir verða lélegir, frá- hrindandi og alls ekki til þess fallnir að vekja áhuga ungs fólks á því að æfa frjálsíþróttir. Þó malarvellir séu víða um land er ekkert allt of rnikið um þá. Ef suðurland er tekið sem dæmi, er malarvöllur á Selfossi. Síðan þarf að fara allt til Egilsstaða til að finna annan malarvöll(að vísu með millilendingu í Vestmannaeyjum). Reyndar er völlur nú í smíðum á Höfn í Hornafirði. A suðurlandi má auðvitað finna aðstöðu þar sem frjálsíþróttir eru æfðar. Nefna má dæmi með Vík í Mýrdal. Þar er einn besti grasvöllur á landinu. Það er þó mikið til móður náttúru fyrir að þakka. Auðvitað býst enginn við því að farið sé að byggja velli lagða gerviefni í Vík. Það er hins vegar einkennilegt að mönnum skuli finnast það fáránlegt þegar minnst er á velli úr gerviefni, það sé einfaldlega allt of dýrt. Það er rétt að það er nokkur byrjunarkostnaður í gerviefni umfram möl. En þegar hugsað er til eðlilegs viðhalds á malarvelli verður kostnað- urinn ekki svo mikill. Það hlýtur hreinlega að teljast hálfger sýndar- mennska í mörgum tilfellum þegar bæjaryfirvöld reisa stóran frjálsíþrótta- völl á möl, ef það er ekki fáfræði. Það má taka Kópavogsvöllinn sem dæmi. Þar var byggður sex brauta völlur fyrir nokkrum árum síðan. Þar sést ekki sála við æfingar og hefur ekki sést. Það eru allir á besta velli landsins nokkra kílómetra í burtu, sem þó er ónýtur! Valbjarnarvöllurinn var byggður á svipuðum tíma og Kópavogsvöllurinn. Því fóru allir þangað. Það sama gildir um Hafnarfjörðinn. Þar æfir nokkuð stór hópur frjálsíþróttir. Sá hópur fer allur til Reykjavíkur. Slys á sínum tíma En ferðumst áfram um landið. Vesturland; það er einn ólöglegur völlur í Borgarnesi, 350 metra langur. Eins og við vitum þarf auðvitað 400 metra hlaupabraut. Borgarnesvöllurinn var því hálfgert slys á sínum tíma. En nú er hins vegar fyrirhuguð bygging nýs vallar í Borgarnesi. Spurningin er hvort þar verður tartanbraut. Auðvitað væri það Borgar- nesi og UMSB til mikils framdráttar. Sérstaklega ef héraðssambandið ætlar að halda Landsmót 1996 eins og allt virðist stefna í. Næsti malarvöllur vestanlands er í Stykkishólmi, síðan á Þingeyri og eftir því sem best er vitað er hann ekki mikið notaður. Svo er það Hvamms- tangi og Blönduós sem hafa malarvöll. A Akureyri er prýðilegur malarvöllur (eins og þeir geta orðið). Þar er gott áhaldahús og nokkuð góð áhöld. Hins vegar sýnist manni að bær eins og Akureyri ætti að hafa stærri völl en fjögurra brauta. Fjórar brautir er nægilegt til æfinga en ef Akureyri vill halda mót með reisn er lágmark að hafa sex brautir og helst átta. Og gerviefni, að sjálfsögðu. Það er ekki nóg með að vellirnir séu ófullkomnir. Öll tæki til frjálsíþróttaiðkunar eru af mjög skorn- um skammti. Grindur sjást varla úti á landsbyggðinni, hvað þá stangarstökks- aðstaða eða kastbúr. Tökum sem dæmi Húsavík, þar á Landsmótið að fara fram í sumar eins og flestir vita. Þar eru ekki til grindur, stangarstökksdýnur eða kastbúr. Og það sem verra er, trúlega verða þessi tæki fengin að láni meðan mótið fer frani og koma því Þingeyingum ekki að gagni eftir Landsmótið. Auðvitað er aðstaðan ekki vita vonlaus í öllum greinum. Við getum litið á kúluvarp sem dæmi um það. Þar þarf auðvitað lítið annað en kúluvarpsplatta. Þó er allt of víða pottur brotinn í þeim efnum. Auðvitað eru menn ekki fullkomlega sinnulausir og áhugalausir fyrir þessu, hvorki í Þingeyjarsýslum né annars staðar. Á héraðsskólanum að Laugum hafa menn t.d. velt fyrir sér að nota gerviefni á hlaupabrautum nýs frjálsíþróttavallar sem þar er í byggingu. Ef sú yrði raunin má segja að Laugar gætu orðið "Mekka norðursins" hvað frjálsíþróttir snertir. Sigurður V. Sigmundsson, kennari að Laugum, hefur mikið látið þessi mál sig skipta. Hann sagði í samtali við Skinfaxa að gerviefni á brautimar fjórar væri hins vegar enn sem komið er, aðeins draumur. "Eins og staðan er í dag, hugsum við fyrst og fremst um að koma gerviefni á atrennubrautir í kast- og stökkíþróttum", sagði Sigurður. "Fjárhagurinn leyfir ekki meira." íþróttasjóður Samkvæmt lögum á íþrótta- sjóður ríkisins að greiða 40% af kostnaði við byggingu frjálsíþrótta- vallar sem annarra íþróttamannvirkja. Hann fær hins vegar lítið íjármagn til útlilutunar miðað við það sem honum er skylt að greiða. Á íjárlögum þessa árs eru 40 milljónir til íþróttasjóðs ríkisins. í samtali við Reyni Karlsson, íþróttafulltrúa ríkisins og formann íþróttasjóðs, kom fram að sjóðurinn þarf að minnsta kosti 120 milljónir króna til að geta greitt upp skuldir við þau íþróttamannvirki sem hann hefur skuldbundið sig til að greiða í. Þannig var staðan um síðustu áramót hjá sjóðnum.Nú eru ein 185 mannvirki á skrá hjá íþróttasjóði sem eru í byggingu "Mörg minni verkefni út um land, eins og t.d. íþróttavelli, getum við haldið í við hvað varðar greiðslur", sagði Reynir. "En þegar um er að ræða stór íþróttahús sem rísa á skömmum tíma förum við fljótlega að skulda í byggingamar, vegna hins mikla fjármagns sem fer í þær. "En ég get nefnt Félags- heimilasjóð í tengslum við fyrmefndar upphæðir. Síðustu ár hefur hann verið mjög skertur á lánsfjárlögum. Sam- kvæmt lögum á sjóðurinn að fá innheimtan skemmtanaskatt, á þessu ári fær hann t.d. 10,8 milljónir króna. Það er hinsvegar aðeins um það bil 1/4 af skemmtanaskatti. Nú em ógreidd framlög úr sjóðnum um það bil 54 milljónir", sagði Reynir Karlsson. 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.