Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1987, Page 20

Skinfaxi - 01.04.1987, Page 20
Eðvarð með Týru, ellefu ára gamlun heimilisvin í fanginu. Flestir kannast sjálfsagt við gripinn í baksýn; "iþróttamaður ársins Nei, það get ég ekki sagt, þetta lá allt nokkuð ljóst fyrir. Málið var það, að 14 til 15 ára gamall var ég kominn á toppinn hér innanlands. Ég var að keppa við tvítuga menn, hélt vel í við þá. Það gerði gæfumuninn. Árin áður hafði ég verið að setja hvert metið af öðru og var auðvitað í skýjunum út af því. Ég hef satt að segja meiri ánægju af því að vera einn um metin heldur en að vera að deila titlum með öðrum. Ég hef mikinn metnað og það má segja að hann skilist betur þegar maður er einn í þessu. En mér þykir ekki ólíklegt að ef ég hefði ekki verið búinn að setja þetta mikið af metum þegar kom að því að velja milli körfunnar og sundsins, hefði það val getað farið á ’nvorn veginn sem er. í körfuboltanum hefur maður auð- vitað mikið meiri félagsskap, ég hef eignast góða vini þar, eins og ég sagði. Maður hefði eytt mun meiri tíma með þeim. í sundinu er maður á hinn bóginn að vesenast í þessu sjö til átta tíma á dag og hefur ósköp lítil samskipti við aðra, miðað við hópíþróttirnar." -Meira um upphaf þitt í sund- inu. Hvatning, nú var ekki mikið um afreksmenn í sundi hér í Njarðvík eða á Suðumesjum þegar þú varst að byrja. "Nei, það er rétt, en þetta var allt á uppleið. Það voru góðir þjálfarar, Sonja Hreiðarsdóttir og síðan Friðrik Ólafsson, sem ég er búinn að hafa sem þjálfara minn frá því ég var 15 ára. Það var þannig mikill uppgangur, maður var að taka þátt í að skapa eitthvað. Svona þættir voru hvatning og urðu til þess að maður er enn í þessu. Sonja er héðan úr Njarðvíkum, hún æfði hins vegar sjálf í bænum þar sem þá var hér lítið að gerast á sundsviðinu. Sonja var mjög góð sundkona, en því rniður hætti hún allt of snemma. Hún byggði sunddeildina upp frá grunni ásamt forráðamönnum deildarinnar. Ég kom inn í þetta 13 - 14 ára þegar Sonja var að hefja sitt starf. Áður hafði sundið sem sagt verið í mikilli lægð. Það, að taka þátt í þessu var því ein tegund hvatningar sem hafði áhrif á mig. Ég vildi taka þátt í að auka veg sundsins hér í bænum." Metnaður fyrir Njarðvík -Má þá kannski skilja orð þín sem svo að þú hafi líka haft metnað fyrir hönd heimaslóðanna? "Já, mikil ósköp, það hefur alla tíð, frá því ég byrjaði að ná árangri, verið stutt vel við bakið á manni. Fólk hefur tekið eftirþessu og hrósað manni, "vel gert", og svo framvegis. Það þekkja mig allir, ég fæ mikinn stuðning og það er gott að vita af þessum góða hug fólksins hér í bænum." -Þú ert kannski stöðvaður á götu? "Já, það kemur fyrir, fólk hefur greinilegan áhuga á því sem ég er að gera, veit kannski ekki mikið um sundíþróttina en hefur mikinn álruga á að vita meira. Þetta er alltaf örvandi, að finna slíkan hug. -Og þessi hugur, fannstu hann fljótt? "Já, ég tók fyrsta íslandsmetið í karlaflokki 14 ára gamall. Ég var sá yngsti sem hafði sett slíkt met. Fólk tók mjög vel í þetta og ég fékk að heyra það. Ég hef sem sagt aldrei fengið annað en jákvæðar undirtektir héðan úr bænum." Nú ertu kannski þekktur fyrir að vera mikill baksundsmaður. Hvernig var þetta þegar þú varst að byrja, sérhæfðir þú þig strax? "Nei, ég gerði það nú ekki. Ég fór nokkuð jafnt í sundin. Ég tók fyrir svo til öll sund, bringusund, baksund og fjórsund. Ég átti met í öllum sundum nema flugsundi, alit fram í 16 ára flokk. Frá 16 upp í 19 ára flokkinn tók ég síðan baksundið fyrir. Svo er það ekki fyrr en á síðasta ári sem ég fór að taka hin sundin fyrir aftur. Það var eiginlega svo komið að ég átti orðið öll íslandsmetin í öllum baksundum, öllum bringusundum og öllum fjór- sundum. Nú er ég að taka flugsundið í gegn." -Þannig að þú hefur raðað þér niður á sundin eftir röð og rutt öllum gömlurn metum frá skipulega? Nú finnst Eðvarð greinilega nóg komið af hóli þó einungis sé um að ræða staðreyndir málsins og reynir að klóra í bakkann. "Ja, ég hreinlega æfi meira en aðrir, legg mun meira á mig en flestir gera. Á kannski þess vegna auðveldara með þetta. Á bakinu í 4 mánuði -Eðvarð kemst ekki upp með neina hógværð og er því minntur á að hann hafi hreinsað upp öll baksundsmet Huga S. Harðarsonar og Inga Þórs Jónssonar á einu og sama mótinu, n'u met? "Jú, rétt er það, þetta var fyrir einum sex árum. Það var þannig að ég tók þriggja vikna sumarfrí eitt sumarið. Þegar ég byrjaði síðan að æfa aftur, nýorðinn fjórtán ára, tók ég baksundið fyrir og var hreinlega á bakinu í fjóra mánuði, synti ekkert annað en baksund." Eðvarð brosir að þessum liðna tíma. "Þá var Sonja með okkur. Hún reyndi hvað hún gat til að snúa mér við en ég vildi bara vera á bakinu, það varð engu tauti við mig komið. Ég fann mig vel í því sundi og vildi ná góðum tökum á þvi. Sonja vildi hins vegar halda mér í fjölbreytninni. Ég vildi aftur á móti slá þessi met. Ég var einar fjórar, fimm sekúndur frá því að slá þau á þessum tíma en mér fannst ég gæti það, vildi í það minnsta reyna. Mótið sem var framundan var Norðurlandameistaramót unglinga. Mér gekk nokkuð vel. Þetta voru 17 ára strákar sem ég var að keppa við og það munaði held ég 3/10 úr sekúndu að ég fengi þama ein bronsverðlaun." -Þetta mót var fyrsta mót 90

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.