Skinfaxi - 01.04.1987, Síða 23
heimsmeistaramótinu síðasta sumar, þá
klikkaði eitthvað hjá honum.
En þetta er svo misjafnt hjá
mönnum, það þarf svo lítið að koma
upp á til þess að eitthvað beri út af
áætlun. T.d. á síðasta heimsmeistara-
móti, þá varð A-Þjóðverjinn, Richter, í
13. sæti hann komst ekki í úrslit.
Hann er talinn vera í öðru til þriðja
sæti ásamt Hoffmeister. í hans tilfelli
var a-þýska meistaramótið nokkru áður.
Fyrir heimsmeistaramótið er Richter
síðan búinn að hvíla of mikið og
rökunin misheppnast.
Richter féll alveg saman við það
að komast ekki í úrslitin. Hann var
auðvitað búinn að stefna að þessu í
langan tíma. A-Þjóðverjamir voru
náttúrulega ekki á síðustu Ólympíu-
leikum og hann er því búinn að vera á
alþjóðlegunt mótum og þetta kannski
toppurinn. Richter er yfirleitt talinn
næstbesti baksundsmaður í lieimi. En
þetta er náttúrulega hryllilegt, að vera
búinn að stefna að þessu marki í tvö ár
og síðan klikkar eitthvað sem er í raun
smáatriði og á ekki að þurfa að klikka
Þarna er eins og Richter hafi verið
hreinlega of lengi í toppformi."
-En hvað með "persónuleg
tengsl", í þessum hóp?
Synda og hverfa síðan
"Ég er farinn að kynnast þeim
nokkrum. Kanadmönnunum, einum
Kananum, Nýsjálendingnum. En þetta
eru allt V-Evrópumenn. Það er af
einverjum ástæðum erfitt að kynnast A-
Evrópumönnunum á eðlilegan máta.
Ég þekki jú orðið Richter svolítið, við
tölum orðið saman. En það er alltaf
sundið, sundið, sundið; "Hvaða tíma
fékkstu, hvað stefnirðu á í úrslitunum."
Svo er það litið meira. Þeir synda bara,
hverfa síðan, - synda og hverfa síðan
aftur. Það er kannski einn og einn sem
er hress og "eðlilegur". En á heildina
litið halda þeir hópinn og eru út af fyrir
sig. Ég held þetta sé ákveðin stefna hjá
A-Evrópuþjóðunum, hvort sem þetta er
einhver sérstök sálfræði eða ekki. Það
er eins og þeim sé fyrirskipað að blanda
ekki geði við aðra nema að ákveðnu
marki. Þetta er auðvitað stórfurðulegt."
-Og þegar komið er í
úrslitasundin?
Þá er okkur skipað saman í eitt
herbergi, 20 mínútur fyrir sundið. Þar
er verið að merkja við okkur, við látnir
í raðir og síðan eru alltaf pikkaðir út
nokkrir í Iyfjapróf sem koma síðan eftir
sundið. Á þessari stundu er auðvitað
nokkuð þvingað andrúmsloft. Það er
helst að V-Þjóðverjinn, Hoffmeister,
létti á því. Hann á það til að koma að
manni þar sem maður er kannski úti í
horni, samanhnipraður, í einbeitingu,
og slá á bakið á manni og spyrja
hvernig líðanin sé. Svona á verstu
stundu, þegar stressið er sem mest.”
Eðvarð brosir við tilhugsunina. "Hann
er geysilegur grallari."
"Blood doping"
-Þú nefndir lyljamál. Hvernig
liafa þau ntál verið í sundíþróttinni, hjá
bestu mönnum?
Það er ekki svo mikið um beina
lyfjanotkun nú orðið, held ég. Til
dæmis hvað varðar þessa anabólísku
steríða, "bolana" svokölluðu. Sund-
menn hafa ekkert við þá að gera.
"Bolarnir" miða allir að því að stækka
vöðvana og þá stífna sundmenn bara
Þá er pumpað úr
mönnum helmingi
blóðmagnsins, tveimur
mánuðum fyrir keppni.
Tvo fyrstu dagana eftir
blóðtökuna skríða menn
áfram og líður illa.
Blóðmagnið sem eftir
er, rétt nær að vinna
súrefni fyrir líkamann.
Blóðið sem tekið var,
er hins vegar fryst og
geymt.
upp. En það eru ákveðnar aðferðir samt
sem áður sem sumir beita og geta
kannski orkað tvímælis fyrir suma.
Ein sem mikið er notuð kallast blood
doping. Þá er pumpað úr mönnum
helmingi blóðmagnsins, tveimur mán-
uðum fyrir keppni. Tvo fyrstu dagana
eftir blóðtökuna skríða menn áfram og
líður illa. Blóðmagnið sem eftir er, rétt
nær að vinna súrefni fyrir líkamann.
Blóðið sem tekið var, er hins vegar
fryst og geymt. Síðan fer blóðið í
líkamanum að endurnýja sig, aðlagast
nýjum aðstæðum. Á þessum tíma æfir
sundmaðurinn á fullu.
Viku fyrir mótið, þegar maður-
inn fer að hvfla, er blóðinu sem geymt
var, aftur dælt í líkamann, sem hefur nú
endurnýjað tapað blóðmagn, þannig að
líkaminn fær allt í einu helmings
aukningu af blóði. Hæfni blóðsins til
að flytja súrefni er allt í einu orðin
helmingi meiri. Allt í einu er líkaminn
sem sagt yfirfullur af blóði, þú færð
loft eins og þú vilt! Og það er
engin leið að sjá þetta út.
Eðvarð glottir. Það þýðir lítið
að taka blóðsýni og segja: "Heyrðu
vinur, þú ert með allt of mikið af
súrefni í blóðinu."! En þetta gera menn
mikið. Þetta er algengt, bæði í A- og
V-Evrópu.
Eðvarð heldur áfram að útlista
krókaleiðimar.
"Svo er annað sem gert er og
þekkist í fleiri íþróttum. Það er að fara
í mikla hæð, í þunna loftið í fjalla-
héruðum, æfa þar eins og hestur. Þar
eykst, á sama hátt og í fyrra dæminu,
hæfni blóðsins og líkamans til að
vinna með lítið súrefni og taka á mótí
súrefni. Síðan, fyrir mót, fara þessir
menn niður úr fjöllunum aftur og æfa
þar sem líkaminn á auðveldara með að
taka á mótí súrefni. Og þá er þetta
ekkert mál. Þú syndir eins og vitlaus
maður og hefur ekkert fyrir því. Þetta
eru tvær algengustu leiðirnar.
Maður ætti kannski að prófa
þetta á einu móti. Fara í Alpana í vor
með ullarvettlinga og æfa í tvær vikur
á Mt. Blanc...eða Öræfajökli"
Eðvarð skellir upp úr.
Húmorinn er stutt undan. "Nei, ætli ég
noti ekki frekar þessar tvær vikur á
sólarströnd í sumar, eftir Evrópumeist-
aramótið. Það er í ágúst, verður lokið
um miðjan ágúst. Það er nauðsynlegt
að slappa vel af fyrir næstu lotu. Sem
verður náttúrulega Ólympíuleikamir í
Seoul."
-En hvað telur Eðvarð að hann
eigi eftir að vera mörg ár í viðbót í
toppbaráttunni?
"Ætli það verði nokkuð nema
fram yfir næstu Ólympíuleika, í Seoul.
Og þó, ég veit ekki. Það er best að
vera ekki með áætlanir of langt frarn í
tímann og ég ætla að sleppa því að spá.
Næst á eftir Seoul eru Ólympíuleikar í
Barcelona, '92. Ég er nú á þeim aldri
sem svo margt breytist í aðstæðum
rnanns. Þegar kemur að Ólympíu-
leikunum í Barcelona verð ég orðinn 25
ára. Ég er búinn að æfa gífurlega
mikið frá því ég var 14 ára. Þetta er
auðvitað spurning um hversu lengi
maður er tilbúinn að leggja svona hlutí
á sig. Ég ætla því ekki að spá í
framtíðina", segir Eðvarð að lokum.
Maður veit hins vegar aldrei
hvað Eddi gerir...
IH.
23