Skinfaxi - 01.04.1987, Side 25
"Fæddist ekki inn í
ungmennafélag"
Rætt við Einar Sigurðsson - nýjan framkvæmdastjóra
fjölmennasta héraðssambandsins - UMSK en ársþing þess
varhaldið í lok febrúar síðastliðins
"Það sem kom mér einna mest á
óvart á þessu fyrsta þingi mínu sem
framkvæmdastjóri UMSK var hversu
hratt og eðlilega afgreiðsla á tillögu um
tölvukaup, gekk fyrir sig. Þetta var
bara samþykkt, einn, tveir og þrír."
-Það er Einar Sigurðsson,
nýráðinn framkvæmdastjóri UMSK,
sem þetta segir. Hann er 23 ára að aldri
og hefur tekið sér frí frá námi í
Kennaraháskóla íslands til að stýra
daglegum rekstri í þessu einu stærsta
ungmennasambandi landsins, að
minnsta kosti því fjölmennasta. Og
hvernig líkar Einari svo í nýja starfinu?
"Bara nokkuð vel, þakka þér
fyrir. En ég þekki nú nokkuð til í
sambandinu, hef verið í Breiðablik frá
vetrinum "78/'79."
-Þar með er komið tækifæri til
að spyrja um uppruna.
"Ég er fæddur á elliheimilinu í
Hafnarfirði", svarar Einar glottandi.
"Þetta var á þeim tíma þegar allt var
fullt á fæðingarheimilum. Hef hins
vegar verið Kópavogsbúi alla mína tíð.
Ég fæddist nú ekki inn í
ungnrennafélag. Ég var í handbolta í
HK. Og veturinn sem ég var í 9. bekk
grunnskóla sótti ég m.a.
knattspyrnuæfingar hjá Fram. Þar var
ég alltaf langt á undan í
úthaldsæfingum. Þar með var kominn
áhugi á frjálsum íþróttum. Ég fór að
æfa þær í Breiðabliki og þar hef ég
verið síðan,reyndar með stuttri
viðkomu í UDN. En það er önnur
saga.
Að tengja saman
félögin
En ég kom til starfa sem
framkvæmdastjóri hjá UMSK um
síðustu áramót. Mitt fyrsta verk þar
var að rukka inn auglýsingar vegna
Jólablaðs. Það finnst mér persónulega
umdeilanlegt starf fyrir
framkvæmdastjóra hjá jafn stóru
sambandi og UMSK er orðið. Sumir
segja að framkvæmdastjórinn eigi ekki
að vera að vasast í almennri fjáröflun
heldur eigi hann að fara inn í félögin og
vinna fyrir þau, tengja þau saman. Ég
er þessu sammála, m.a. í Ijósi þess sem
ég nefndi hér fyrr, hversu stórt þetta
samband er orðið. Þá má einnig nefna
að í ár er Landsmótsár og það er margt
sem þarf að hyggja að, þar sem við
UMSK menn ætlum okkur þar stóra
hluti sem fyrr. Þetta er orðið geysilega
stórt samband, það eru einir 6000
iðkendur innan UMSK í dag."
-Einar er spurður að því hvaða
áhrif það hafi að hafa svona stórt
ungmennasamband á
Reykjavíkursvæðinu.
"Það er nú einmitt málið. Sum
félögin innan UMSK eru orðin svo
gífurlega stór. Breiðablik er til dæmis
orðið jafnoki UMSK að umfangi og
stærð. í þessu samhengi má nefna
Stjörnuna og Aftureldingu. Þessi stóru
félög eru orðin mjög sjálfstæð."
-Og inn í þetta kemur Lottó
málið. Það var mikið til umræðu á
þingi UMSK í febrúar síðastliðnum.
"Ég er fylgjandi 15
prósentunum, fyrsta árið að minnsta
kosti. Hvað varðar hlut UMSK í
heildarpottinum, hlýtur reynslan að
skera úr um hvað heppilegt má teljast.
Mér sýnist þó eðlilegt að UMSK
hlutinn verði á bilinu 8 - 10 % í
framtíðinni.
Lottó, Lottó, Lottó...
En svo eru aftur erfiðu málin
þegar kemur að því að skipta hlut
héraðssambandanna niður á
aðildarfélögin innan hvers sambands.
Samböndin ákveða reglur þar um
auðvitað sjálf. Eitt erfiðasta og
viðkvæmasta málið í þessu sambandi er
auðvitað hvað snertir félaga- og/eða
iðkendatal. Eftir þessu verður auðvitað
að fara að nokkru þegar útlilutunarreglur
eru ákveðnar. Málið er auðvitað það,
að skýrslur hvað þetta snertir hafa í
gegnum tíðina ekki verið of traustar í
sumum tilvikum, svo ekki sé kveðið
fastar að orði. Það sem menn standa nú
frammi fyrir er að þetta orð, iðkendatal,
hefur ekki enn verið skilgreint nógu
skýrt.
Svo er það þessi stóri þáttur,
hver verður þróun Lóttó leiksins meðal
almennings? Á umfang lottósins eftir
Einur Sigurðsson. Mynd, IH.
að aukast eða dregst það saman að
einhverju leyti þegar mesta nýjabrumið
er farið af því? En maður hefur orðið
var við ýmis konar ranghugmyndir í
sambandi við Lottóið. Sumir virðast
svífa um í þeirri villu að þetta sé
einhver óþrjótandi gullnáma, nú sé
þessi gamla barátta við ljáröflun í
sambandi við félögin úr sögunni. En
menn verða að gera sér gein fyrir að svo
er ekki. Því lengur sem það tekur
menn að átta sig á því, því harðari
verður lendingin þegar sú staðreynd
verður ljós.
Ég kannast einnig við það innan
míns sambands að sumir hafa verið
haldnir þeim misskilningi að UMSK
tæki megnið af því fjármagni sem
fellur til UMSK og félaga innan þess,
deildi engu út. En þetta eru sjálfsagt
"byrjunarerfiðleikar". Við þurfum
auðvitað fyrst og fremst að vinna að
þvi að skiptingin verði sem réttlátust,
hún miðist fyrst og fremst við
starfsemi og umfang félaganna.
Auðvitað em til ýmsar leiðir en við
hljótum alltaf að komast að þeirri
niðurstöðu að stóru félögin fái mest."
-Nóg um Lottó að sinni. Einar
er spurður um starfið framundan.
UMSK menn eru víst með fleiri Lands-
mót en það á Húsavík í huga þessa
dagana.
"Jú , það er ekki fjarri lagi. Við
ætlum auðvitað að gera stóra hluti á
Húsavík en við hugsum auðvitað
25