Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 27
íslenskrar líkamsmenningar"
í tilefni 80 ára afmælis
Ungmennafélags íslands á þessu
ári er ætlunin að hafa í hverju
blaði á þessu ári eina grein úr
gömlum Skinfaxablöðum.
Hugmyndin með þessu uppátæki
er tvíþætt, að skemmta og fræða.
Eins og við vitum er alltaf hollt að
líta til baka og á það sérstaklega
við um UMFI. Ber þar til að
UMFÍ er mjög hollt að skoða
stöðu sína í nútímasamfélagi sem
breytist svo ört sem hið íslenska.
Skoða hana í ljósi fortíðar og bera
hana saman við aðstæður okkar
tíma. Og endurskoða hana síðan
í þessu Ijósi.
Það er ekki úr vegi að taka
fyrsta efnið úr brunni þess
merkilega manns, Jónasar
Jónassonar frá Hiiflu sem lengi
var ritstjóri þessa blaðs. Jónas
blés á sínum tíma nýjum anda í
ungmennafélögin meðan og eftir
að hann stjórnaði Skinfaxa. Hér
fjallar hann um nauðsyn þess að
reisa íþróttaskóla og að
ungmennafélögin séu þar í
forsæti.
íþróttakennaraskóli íslands
tók nýlega í notkun nýtt glæsilegt
íþróttahús á Laugarvatni. Um
leið og aðstandendum og
nemendum skólans er óskað til
hamingju með hið nýja húsnæði
er þeim boðið að líta hér á þessari
síðu ein 62 ár aftur tímann til
ársins 1925. Hér geta þeir, sem
og aðriráhugasamir, lesið sér til
um það hverjum augum þess
tíma hugsjónamenn litu
mögulegan íþróttaskóla hér á
landi.
IH
"íþróttaskólinn
Nú eru allmörg ár síðan eg
lireyfði því máli fyrst í Skinfaxa. Því
var vel tekið víða út um land. Það var
ekki látið sitja við orðin tóm. í
mörgum ungmennafélögum var hafist
handa með samskot, og hafa þannig
safnast yfir eitt þúsund krónur, sem er
geymt í sparisjóði undir umsjón
gjaldkera nefndarinnar, sem kosin var til
að taka mót gjöfum til skólans.
Gjaldkerinn er Guðmundur Jónsson
kennari frá Brennu.
Um nokkur ár hefir lítið verið
talað um íþróttaskólann og samskotin
þá hætt í bili. Það er ekki eðlilegt, þó
bagalegt. Það er afleiðing af þeirri
deyfðaröldu, sem gekk yfir landið og
fylgdi í kjölfar hins svokallaða
stríðsgróða, sem þó hefir gert flesta
fátækari en þeir voru, líka í
fjármálaefnum.
En nú er aftur að færast líf í
æsku þessa lands. Ungmennafélögin
hafa vaknað að nýju, komið á hjá sér
nýju og betra skipulagi. Framundan
bíða verkefni mörg. Ungmennafélögin
þurfa að vinna, af því svo mikið er
óunnið, og til að auka lífsþrótt sinn.
Meðal áhugamála
ungmennafélaganna finst mér
íþróttaskólinn vera í fyrstu röð. íþróttir
eru jafnan áhugamál heilbrigðrar æsku.
Takist ungmennafélögunum að koma
upp íþróttaskóla, þá er þar með reist
örugt vígi til styrktar ófæddum
kynslóðum. Þá er til griðarstaður, þar
sem hraustmenni hverrar kynslóðar,
karlar og konur, geta numið til hlítar
allar þær íþróttir, sem unt er að stunda
á íslandi.
Nú vil eg í stuttu máli lýsa því,
hversu eg held að íþróttaskóli eigi að
vera, og hversu haga beri störfum þar.
Skólinn þarf að vera á fallegum
stað í sveit, þar sem samgöngur eru
góðar. Á þeim stað þarf að vera
jarðhiti, bæði til að hita skólahúsin og
til sundnáms. Þar þarf að vera
stöðuvatn til að geta æft róður og
siglingar. Þar þarf að haga svo til að
æfa megi skíðagöngur og allskonar
ísleiki. Að sjálfsögðu þarf að vera
aðstaða til að æfa allskonar knattleiki,
hlaup og gönguferðir. Þessum
síðastnefndu skilyrðum er auðvelt að
fullnægja. Og svo vel vill til að
nokkrir staðir munu vera til, hér og þar
á landinu, þar sem skilyrðin eru öll
sameinuð.
Skálinn þarf ekki að vera stór.
Eg hygg að fullnóg væri í byijuninni
að hafa húsakynni fyrir 12 nemendur og
einn kennara. Gera mætti ráð fyrir að
konur væru eingöngu í skólanum þriðja
hvert ár, en síðar meir, þegar þátttaka
kvenna yrði jafn mikil og karlmanna,
ættu þær að vera einar í skólanum
annað árið, en karlmenn hitt árið. Ef
hafa ætti samhliða karla og konur í
skólanum þyrfti miklu meira húsrúm
og kenslukrafta. í sárfáum
íþróttagreinum geta konur og karlar
notið sameiginlegrar kenslu.
Að mörgu leyti mundi heppilegt
að hafa íþróttaskólann í nábýli eða
sambýli við annan skóla, t.d. einhvem
héraðsskólann, sem væri þannig í sveit
komið að skilyrði væru heppileg til
margbreyttra íþróttaiðkana. Þó mætti
nota sama leikfimishús og að einhverju
leyti sömu kenslustofur fyrir báða
skólana. Forstöðumaður íþróttaskólans
gæti kent leikfimi við héraðsskólann,
og kennarar við héraðsskólann gætu
kent bókleg fræði við íþróttaskólann
eftir því sem tími og atvik leyfðu.
Slíkt sambýli væri báðum skólum
ávinningur á margan hátt, og ekki
sýnilegt tap að neinu leyti.
Skólatíminn þarf að vera eitt ár,
ef vel ætti að vera. Með því einu móti
væri hægt að iðka allar íþróttir, sem
stunda má á íslandi. Ef skólinn stæði
aðeins að vetri til, félli að mestu eða
öllu leyti niður kensla í róðri,
siglingum, knattspyrnu og sundæfingar
í köldu vatni. Ef aðeins væri kent á
sumrum vantaði vetraríþróttimar, skíða-
og skautaferðir og allar tegundir af
ísleikjum.
Mjög ósennilegt er að í
framtíðinni reyndist erfitt að fá 12
lærisveina ári. M.a. þyrftu helst allir
íþróttakennarar við aðra íslenska skóla
að nema á þessum stað. íþróttaskólinn
væri háborg íslenskrar líkamsmenn-
ingar. En auk þeirra, sem kæmu í
skólann til að nema þar í því skyni að
gera sér íþróttanámið að atvinnu,
myndu svo koma áhugasamir menn,
bæði karlar og konur, sem vildu unna
sjálfum sér þeirrar hamingju að
27