Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1987, Síða 28

Skinfaxi - 01.04.1987, Síða 28
 eyða einu ári æfi sinnar við allskonar íþróttaiðkanir, sem hægt er að stunda í landinu. Og færi svo að sóknin yrði of lítil að þessum skóla, þá væri það eingöngu að kenna því, að æskan í landinu væri of sofandi um nokkurra ára bil. Andi Ungmennafélagsskaparins lægi þá blundandi. En slíkt svefnmók varir aldrei lengi. Æskunni er áskapað að vaka og óska eftir viðfangsefnum. Og engin viðfangsefni hæfa betur dugandi æskumönnum en vinna og íþróttir. Eg ber engan kvíðboga fyrir því að skólinn hefði ekki nóg að gera. Heldur ekki að torvelt yrði að afla reksturfjárins af almannafé, og með gjöfum frá íþróttavinum. Langerfiðast verður að koma upp nauðsynlegum byggingum í fyrstu. Til þess þarf samskot, gjafir og áheit. Og þess vegna þurfa ungmennafjelögin að auka sjóðinn. Halda smáskemtun á hverju vori til ágóða fyrir íþróttaskólann. Hver lítil gjöf gerir kleift að auka nokkru við af áhöldum, eða stein í vegg skólans. Ef unt yrði að byrja á íþróttaskólanum að einhverju leyti á vegum annars eldri skóla, mætti hugsa sér að nemendur gæfu eitthvað af vinnu við að steypa steina, t.d. í leikfimihús, eða sundhöll. Þar sem hverahiti er nægilegur mætti reisa bráðabirgðaskúr til að steypa í steina að vetrinum til, og leiða þangað hita. Nemendur myndu fúslega gefa ofurlitla stund á hverjum degi til að steypa steinana og væri þá jafnframt veitt tilsögn við þessi vinnubrögð. Væri þá tvent gert í einu. Að þoka áfram byggingu íþróttaskólans og kenna ungum mönnum hinar bestu aðferðir til að byggja sjálfum sér ný heimili. Á Fjóni í Danmörku er nafntogaður íþróttaskóli, Ollerup, skamt frá Svendborg. Stýrir honum Niels Buch, liinn nafntogaði endur- bótamaður danskra íþrótta. Nú í sumar reisti hann sundhöll mikla, þannig að námssveinarnir unnu að múrverkinu fyrir litla borgun, stund úr degi. En á sunnudögum fór Buch með allan íþrótta- mannahópinn til einhverrar borgar í Danmörku og sýndi kunnáttu þeirra fyrir fé. Því fé sem inn kom á hverjum sunnudegi var varið til að kaupa stein- lím og sand og möl til vikunnar. Áhugi danskra íþróttavina reisir sundhöllina í Ollerup. Áhugi íslenskra ungmennafélaga á að reisa íþrótta- skólann íslenska. J.J." Ræktun lýðs og lands saga Ungmennafélags íslands 1907 -1982 Við viljum minna ykkar á þessa bók sem er nauðsynleg fyrir alla þá er vinna að og fylgjast með málefnum ungmennafélags- hreyfingarinnar. Þessi bók er til sölu hjá héraðs- samböndum, stjórnarmönnum UMFÍ og á skrifstofu UMFÍ. Bókin kostar sem fyrr aðeinskr. 1000 Ungmennafélag íslands 75 ára 1907-1982 Gunnar Kristjánsson tók saman 28

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.