Skinfaxi - 01.04.1987, Síða 29
"ÞÁ VAR OFT BJART FYRIR STAFNI,
OG BYR í SEGLUM"
Samstarfið við góða félaga, og
eða samstarfsmenn er sjaldan rifjað upp
og blaðfest, nema annað tveggja komi
til, stór-afmæli, eða að viðkomandi hafi
kvatt þennan heim.
Hvorug þessi ástæða er þó fyrir
hendi hjá mér nú, heldur finnst mér nú
að ég skuldi vini mínum og
samstarfsmanni SIGURIOI GEIRDAL,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
Ungmennafélags fslands, smá
þakkarkvak, sem geymast mætti um
ókomna tíð í málgagni samtakanna,
Skinfaxa.
Góður framkvæmdastjóri þarf
að vera mörgum hæfileikum búinn, ef
hann á að teljast standa undir nafni.
Einkum tvennt er þó í mínum huga
mikilvægast, hæfni í mannlegum
samskiptum og kunnátta í meðferð
fjármuna.
Þessir ótvíræðu eiginleikar
Sigurðar Geirdal eru mér
minnisstæðastir úr samstarfi okkar þau
ár sem við störfuðum saman fyrir
UMFÍ. Þar við bættist svo einstæð
vinnugleði hans og orka og þor til að
takast á við ný og áhugaverð verkefni.
í 40 ára félagsmálastarfi mínu hjá
ungmennafélögunum hef ég eignast
marga góða vini og samstarfsmenn, en
Sigurður Geirdal hefur þar nokkra
sérstöðu, og hann er sá eini sem oftast
hugsaði hlutina eins og ég, — eða
kanske var það öfugt. Hvað sem því
líður reyndist okkur sameiginlega,
nokkuð auðvelt að fá félaga okkar til að
starfa með okkur, endurskipuleggja og
sækja fram. Allt sem til þurfti var
tími, fé og fyrirhöfn, sem því miður
allt of fáir eiga, eða mega sjá af.
Plægt og sáð
Akur ungmennafélaganna á
íslandi hafði verið plægður, og beið
sáningar sem oft fyrr, þegar leiðir okkar
Sigurðar og fleiri góðara samherja lágu
saman í forustusveit UMFÍ.
Jarðvegurinn var að sjálfsögðu góður,
en nokkuð vanhirtur þá um sinn, og
lágu til þess ýmsar ástæður.
Sigurður Geirdal fékk það
verkefni í fyrstu, að renna styrkari
stoðum undir fjárhagslega stöðu
samtakanna. Jafnframt því skyldi
vanmannaðri skrifstofu UMFÍ breytt í
Iifandi þjónustumiðstöð, með þeim
mannafla sem þyrfti. Starfsmanna-
ráðningar og aukin þjónusta við
ungmennafélögin og héraðssamböndin,
átti síðan að opna augu opinberra
stjórnvalda fyrirnauðsyn þess að standa
skipulagsbreytingum, þar sem ný félög
voru stofnuð og önnur jafnvel
endurvakin. Blásið var nýju lífi í alla
útgáfustarfsemi, þar sem ný prenttækni
var að koma til sögunnar, sem talist gat
á almannafæri að höndla með
(ljósritunartæknin). Ársskýrslur,
Kunnugleg andlit, Hafsteinn og Sigurður
vel við bakið á okkur Qárhagslega, og
það tókst.
Hann fékk líka það verkefni að
blása nýju lífi í okkar erlendu
samskipti, sem dottið höfðu niður að
mestu. Á þessu sviði kom sér vel
málakunnátta framkvæmdastjórans, og
hæfni til að koma á áhugaverðum
samböndum, einkum við frændur okkar
og samherja á hinum Norðurlöndunum.
Félagsmálaskólinn
FÉLAGSMÁLASKÓLI UMFÍ:
var næsta skrefið, og í kjölfarið
stuðningur okkar og virk þátttaka í
ÆSKULÝDSRÁDI RÍKISINS, sem
studdi Félagsmálaskólann okkar strax í
upphafi með því að efna til námskeiðs
fyrir félagsmálakennara, og kosta útgáfu
á námsefni, sem okkur nýttist fyrir
skólann, ásamt okkar eigin
kennslugögnum.
Erindrekstur og þrotlaus ferða-
lög í því sambandi, skilaði okkur þegar
sýnilegum árangri, með öflugra starfi,
og fjölgun félagsmanna. Einstök
héraðssambönd voru endurvakin, að
undangengnum heimsóknum og
við störf.
fréttabréf, afrekaskrár í íþróttum o.fl.
komu nú út reglulega, og gáfu
stuðningsaðilum og fleirum glögga
mynd af gróskumiklu starfi.
Af ótrúlegri bjartsýni gerði
Sigurður tilraun með rekstur
VINNUSKÓLA á landareign UMFÍ í
Þrastaskógi ásamt sinni ágætu konu,
Ólafíu Ragnarsdóttur. Þar sem oft áður
kom í ljós óbilandi orka og áhugi til að
reyna eitthvað nýtt, þrátt fyrir lítil efni
og fyrirsjáanlegar erfiðar ytri aðstæður.
Vinnuskólinn tókst vel, en framhaldið
var háð frekari uppbyggingu og bættri
aðstöðu sem enn hefur ekki orðið þótt
þokast hafi til réttrar áttar, t.d. með
kaldavatns-veitunni.
"Fífilbrekkustíllinn"
Eitt af því sem við Sigurður
vorum sammála um var, að varðveita
og rækta með félögum okkar sem
foman menningararf, gamla ungmenna-
félagsandann, "Fífilbrekku stílinn" (sem
við kölluðum svo okkar í milli).
Jafnframt því reyndum við að laða fram
nýja strauma í anda þjóðemis og hollra
29