Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1987, Page 31

Skinfaxi - 01.04.1987, Page 31
Félagsmálaskólinn Svar við samkeppni Þessa dagana vinnur skól- anefndFélagsmálaskólaUMFÍ að endurskoðun á málum Félags- málaskóla UMFÍ en sumir hafa viljað kalla ungmennafélögin Félagsmálaskóla þjóðarinnar - í ljósi breyttra aðstæðna þykir nú ljóst að breyta verði nokkrum þáttum skólans - Nefndina skipa nú Ársæll Þórðarson, Hörður S. Óskarsson og Hrólfur Ölvisson. Ársæll er formaður nefndarinnar og hann svarar spurningum um þessi mál í Skinfaxa -Hver er ástæðan fyrir því að þið farið út í þær breytingar á skólanum sem boðaðar eru? "Það má segja að skólinn standi nú á eins konar tímamótum. Þegar hann var stofnaður á sínum tíma var hann að svara ákveðinni þörf, þörf sem var gífurlega mikil. Nú hefur hann starfað í nokkuð langan tíma og hefur misst flugið að nokkru. Ein ástæðan er sjálfsagt sú að það er komin meiri samkeppni um námskeið hliðstæð þeim sem Félagsmálskólinn hefur hannað. Félagsmálahefðin Skólinn er nú vel þekktur um allt land og hin vinsælu 1. stigs námskeið skólans hafa verið haldin í hundraða tali. Með þeim hefur skólanum tekist að ávinna sér virðingu og núverandi skólanefnd vill leggja metnað sinn í að tryggja að Félagsmálaskóli UMFÍ sem unnin er upp úr félagsmálahefð þjóðarinnar haldi frumkvæði sínu. -En hverjar eru þá hug- myndirnar um breytingar á þessum skóla? "Já, enn sem komið er, eru þetta aðeins hugmyndir en við erum að vinna að þeim. í fyrsta lagi má nefna, að endurvekja gamla hugmynd um að koma á fræðsluumdæmum um landið. Með fræðsluumdæmum verður tekið mið af samgöngum en einnig um- dæmum héraðssambandanna. Við stefnum að því að í hverju umdæmi verði að minnsta kosti þrír kennarar sem hittist t.d. tvisvar til þrisvar á ári og ræði saman. Samræmi hugmyndir sínar og fái ráð hver hjá öðrum. Þessir kennarar kjósi sér "fræðslustjóra" sem verði síðan í sambandi við skrifstofu UMFÍ og skólanefnd Félagsmálaskól- ans. Eins vel kemur til greina, að leysa málið með nefndum innan héraðs- sambandanna sem skipaðar verði félagsmálakennurum eftir því sem hægt er. Þær myndu þá starfa á sama hátt og fræðslunefndirnar sem ég vék að hér áðan. Tilgangurinn Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst sá að gera landsbyggðina sjálfri sér nóga hvað kennara varðar og gera þessa kennara virkari innan heildarinnar. Við eigum marga prýðis kennara út um allt land en þeir hafa verið hver í sínu homi og þá er hætt við að þeir einangrist. Nú, svo er það að "allar leiðir liggja til Rómar". Og eins og gengur og gerist hefur fólk flutt mikið hingað til Reykjavíkur. Meðal annars félagsmálakennarar, sem hefur leitt til þess að félagsmálakennarar eru að fara héðan til kennslu út á land. . Kennararnir verða síðan auðvitað að vera í góðum tengslum við okkur í skólanefndinni hér í Reykjavík. Eins og ég sagði áðan er þetta allt á umræðu- og skipulagningarstigi enn sem komið er. Því finnst okkur mikilvægt að fá að heyra frá gömlum félagsmálakennurum og fá uppástungur frá þeim og reyndar öllum þeim sem hafa áhuga á þessum málum." Viljum hugmyndir -Þið voruð að senda frá ykkur bréf nýlega. Hvað stóð í því? "Jú við sendum út bréf til félagsmálakennaranna með spurninga- lista um ýmislegt er þessi mál varðar, báðum m.a. um hugmyndir. En það eru vafaliaust margir sem féllu út af nafnalistanum og því væri gott að heyra frá þeim sem ekki hafa fengið bréf. Og hvemig er svo nánari framtíðarsýn á Félagsmálaskóla UMFÍ? "Draumur okkar er að sem allra flestir félagsmálakennaranna taki þátt í að móta framtíðarsýnina og þess vegna stefnir nefndin að því að halda ráðstefnu eða vinnufund um málefni skólans nú í vor "En fyrir utan fyrmefndar breytingar, má nefna að við sjáum fyrir okkur virka endurmenntun og fjöl- breyttari menntun félagsmálakennara. Auk þess stefnum við að virkum sérhæfðum námskeiðum, t.d. í ræðu- mennsku, gjaldkerastörfum o.fl. Sem sagt að bjóða upp á hin hefðbundnu 1. Skólanefnd Félagsmálaskóla UMFI að störfum. Arsæll er lengst til vinstri, og við hlið hans situr Hrólfur ölvisson. Á móti þeim situr Hörður S Óskarsson. 31

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.