Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 6
stjóm og allra síst formannskjöri,
en hinar sem árangurslaust hafa
reynt er bent á þennan möguleika
til aukinnar frjósemi.
Og má vænta þess að í nýjum
úthlutunarreglum Lottótekna megi
lesa eftirfarandi: „10% skiptast
eftir fjölda bamshafandi stjómar-
manna.""...
Meira um HSK. Formanna-
skipti hafa nú orðið þar á bæ.
Guðmundur Kr. Jónsson sem
gegnt hefur formannsembætti í
átta ár var á síðasta þingi ÍSÍ
kjörinn þar í framkvæmdastjóm.
Þar sem lög ÍSÍ kveða svo á um að
ekki megi formaður sitja í þeirri
stjórn tók Björn Jónsson,
varaformaður HSK við
formennsku. Björn er garð-
yrkjubóndi á Stöllum í Biskup-
stungum og hefur átt sæti ístjóm
HSK í tvö ár. Skinfaxi óskar þeim
Bimi og Guðmundi heilla í nýjum
störfum...
Austur-Þýskaland hefur
hingað til ekki verið vanalegur
áfangastaður íþróttafólks eða
þjálfara frá íslandi sem leggja land
undir fót. Á þessu er nú að verða
nokkur breyting. Þau Guðmundur
Karlsson, landsliðsþjálfari í
frjálsum íþróttum, Jón Sævar
Þórðarson, frjálsíþróttaþjálfari
(mun líkast til þjálfa Skagfirðinga
næsta sumar) og Helga Alfreðs-
dóttir, frjálsíþróttaþjálfari UÍA
liðsins, eru á leið til A-Þýskalands
á námskeið sem haldið er þar á
vegum alþjóða frjálsíþrótta-
sambandsins. Námskeið sem þessi
eru árleg og á námskeiðinu nú (í
febrúar næstkomandi) verður tekið
fyrir spretthlaup og grindahlaup.
Guðmundur Karlsson sagði í
samtali við Skinfaxa að á
Ólympíuleikunum í Seoul hefði
hann kynnst nokkuð þjálfurum A-
Þjóðverjanna. Þessi kynni hafa nú
leitt til þess að þreifingar eru í
gangi um að frjálsíþróttafólk
héðan komi til æfingabúða eins
helsta frjálsíþróttafélagsins þar í
landi. M.a. er rætt um íris Grön-
feldt. Það kemur m.a. til af því að
frægasti spjótkastari A-Þjóðverja
af kvenkyni, Petra Felke, æfir hjá
fyrmefndu félagi. Guðmundur
lagði áherslu á að þetta mál væri
allt á byrjunarstigi og vel gæti farið
svo að ekkert yrði úr þessu að sinni.
Þjálfaramir hefðu hins vegar lýst
nokkrum áhuga sínum á þessu
máli. Það verður því spennandi að
sjá hvað gerist á æðri stöðum...
Manninn til vinstri hér á myndinni þekkja allir sundáhugamenn,
fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenskra sundmanna, Guðmundur
Harðarson. Hinn manninn þekkja kannski ekki allir. Conrad Cawley,
heitir hann og er núverandi landsliðsþjálfari Islands í sundi. Cawley
þessi var einn þeirra sem sótti um starfið í sumar þegar það var auglýst.
I Ijós kom að hann þekkti nokkuð til bestu sundmanna íslands. Það kom
einnig í ljós að hann tengdist Islandi á vissan hátt, hann er giftur íslenskri
konu. En Cawley lætur auðvitað ekki þar við sitja. Hann fór nú fyrir
hátíðimar í ferðalag um allt land til að kynna sér sundstarfið. Bæði til að
kynna sér sundfólkið en einnig til að gefa góð ráð. Skinfaxi óskar
Cawley góðs gengis...
6
Skinfaxi