Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 8
mánuðina áður en farið var til Seoul. Aðrar voru á Hrafnagili í Eyjafirði í 5 daga. Hinar voru í Reykjavík í 3 daga. Þetta gerðum við fyrst og fremst til að íþróttafólkið gæti einbeitt sér að æfingum í nokkra daga en einnig til þess að hrista hópinn saman. Stór hluti fólksins æfir saman í Reykjavík og því gat það skeð að sá hópur næði ekki vel saman við fólkið sem kom af landsbyggðinni. En hópurinn small einstaklega vel saman. Æfingabúðirnar og ferðirnar hafa sjálfsagt haft mjög mikið að segja í því efni. Þegar til Seoul kom ríkti sérstaklega mikill einhugur og keppendur voru óþreytandi við að hvetja hvort annað til dáða.” Hvernig er hlutfallið með fjölda íþróttafélaga innan IF milli stór- Reykjavíkursvæðisins og alls landsins og hvernig er með aðstöðu þar? „Af 16 félögum innan sambandsins eru 9 utan hins svokallaða stór- Reykjavíkursvæðis. Þau dreifast því vel um landið og við vinnum stöðugt að stofn- un fleiri. En við stöndum auðvitað í sama húsnæðisharki og önnurfélög. Munurinn er e.t.v. sá að í svo mörgum tilfellum þurfum við sérhannaða aðstöðu fyrir okkar fólk. En vonandi batnar aðstaðan mikið með tilkomu nýja íþróttahússins sem íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík er að byggja. Þær viðtökur sem húsbyggingarátakið fékk fyrir skömmu sýnir kannski hvað „Islandsmaðurinn” í okkur getur verið sterkur og hvað við getum fljótt og vel verið mjög samtaka. Það var mikið hringt til okkar og fyrir nokkrum dögum hringdi forsprakki hóps telpna norðan af Húsavík til að tilkynna um safnað fé. Þessar telpur höfðu haldið hlutaveltu til styrktar íþróttahússbyggingunni. Sömuleiðis hringdu til okkar starfsmenn í Álverinu í Straumsvík til okkar en þeir höfðu staðið fyrir söfnun á sínum vinnustað.” En hverjar eru nú vinsœlustu íþróttagreinarnar? „Það eru sund og boccia, flestir eru í þeim íþróttagreinum. Við erum með sumarbúðir austur á Laugarvatni á hverju sumri. Á síðasta sumri vorum við með þrjú vikunámskeið og það voru 120 einstaklingar sem tóku þátt í þeim. Það gerðist í fyrsta skipti nú að við þurftum að neita fólki um þátttöku í námskeiðum. Þama eru einstaklingar alls staðar að af landinu. Jafnvel þar sem Kom sjálfri mér á óvart Lilja María Snorradóttir gerði það gott úti í Seoul eins og alþjóð veit. Skinfaxi hafði samband við hana nokkm eftir að hún var komin heim. Kom eitthvað sérstakt þér á óvart úti í Seoul? „Ég veit nú ekki, það var svo margt.” Kannski helst þú sjálf, þú hefur komið þér á óvart miðað við þegar við rœddum síðast saman (Sjá 5) bjóstu ekki við miklum stórvirkjum. Lilja hlær dátt. „Já, það má kannski segja það. Þetta kom mér vissulega áóvart, Ég bjóst ekki við að vinna í Seoul.” En í dag, þú heldur bara áfram að œfa. Heldurðu aðframmistaða þín í Seoul auki sundáhuga á Króknum? „Ég hef ekki orðið vör við það, ekki enn þá. Og sérstaklega vegna þess að við erum ekki með neinn þjálfara lengur í sundinu. Ég veit ekki hversu lengi það kemur til með að standa. Það er nú verið að vinna í þessu máli og ég vona að það leysist fljótt. En ég held áfram að synda.” Og hvað er nú framundan hjá þérfyrir utan œfingar? „Það er nú kannski helst, mót sem við fömm á í Svíþjóð í febrúar næstkomandi. Þetta er árlegt mót sem krakkarnir fyrir sunnan hafa farið á. Ég er að fara þama í fyrsta sinn. Svo verður Norðurlandamótið í Vestmannaeyjum næstasumar. Þetta er það helsta. Ásamt hefðbundnum mótum hér heima.” „Seturðu þér einhver sérstök markmið Lilja, t.d. að ná ákveðnum tímum? „Nei, ég stefni aðeins á að gera mitt besta.” ekki hafa verið félög fyrir.” Nú standið þið greinilega fyrir mikilli starfsemi. Hvernig fjármagnið þiðykkar staif? „Við erum á sama „markaði”, ef svo má segja, með okkar starfsemi og önnur sérsambönd. Að vísu höfum við nokkra sérstöðu sem felst í því að IF og Olympíunefnd Fatlaðra eru hvort um sig með sérstaka fjárveitingu á fjárlögum Alþingis. En á þessu ári má segja að rúmlega 70 % af kostnaði við starfið er eigin fjáröflun. I þessa eigin fjáröflun fer að okkar mati allt of mikill tími af starfi okkar. En þær tíu miljónir sem IF fékk í styrk frá ríkisstjórn Islands í kjölfar Ólympíuleika fatlaðra kemur sér auðvitað vel. Þá eigum við okkur einnig trausta stuðningsmenn. Ég vil sérstaklega nefna og þakka í því sambandi ýmsum þjónustuklúbbum eins og Lions og Kiw- anis, einnig sveitastjórnum, ýmsum félagasamtökum, fyrirtækjum og einstak- lingum. Sem dæmi um tengsl og stuðning félagasamtaka við okkur má nefna hið árlega Hængsmót á Akureyri. Lions klúbburinn Hængur á Akureyri hefur staðið fyrir móti í nokkur ár fyrir fatlaða sem er orðið eitt af þremur stærstu mótum okkar Hængur skipuleggur og stendur að þessu móti sem er okkur geysilega mikilvægt. Hver er helsta sérstaða IF innan íþróttahreyfingarinnar „Það sem er kannski mest áberandi er að við höldum íslandsmót í 6 ólíkum íþróttagreinum. Af því leiðir auðvitað flóknara starf, t.d. hvað varðar leikreglur, reglugerðir, læknisfræðilega flokkun á fötlun eftir íþróttagreinum og þar fram eftir götunum. Fjölda þátttakenda í íþróttum fatlaðra fjölgar stöðugt og það er mikil breyting frá því sem var fyrir t.d. tíu árum síðan. Fatlaðir og aðstæður þeirra hafa komið mun meira fram í sviðsljósið. Fólki verður stöðugt ljósari þörfin fyrir því að fatlaðir stundi líkamsrækt. Þessi þörf er mun mikilvægari hjá fötluðum en ófötluðum. Ekki síst hvað varðar félagslega þáttinn. Á meðan þessi fjölgun erfyrirhendi ííþróttumfatlaðravitum við að við erum á réttri leið”, segir Markús að lokum. IH 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.