Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 17
tilkostnaður. Þannig að þetta er í sjálfu sér
ekki svo fráleit hugmynd. En þetta hvflir
nú ekki þungt á mér”, segir Iris og brosir
breitt.
Þú hefur hvílt þigfrá spjótinu.
„Já, þetta voru slæm meiðsli sem ég
fékk í Seoul og ég ákvað að hvíla mig vel
frá því. Sem ég hef gert. Það eru komnir
tveir og hálfur mánuður síðan ég keppti.
Nú hef ég sem sagt tekið mér góðan tíma
í að láta þessa meiddu sin í öxlinni gróa.
Nú miða ég við að komast í gott form fyrir
sumarið. Eg erbúin að vera að lyftamikið
og með vorinu stefni ég á að komast í
æfingabúðir og bæta mig.”
Engin heit
Stefnirðu hara ekki á 70 metra múrinn?
„Ég ætla ekki að lofa neinu, bara bæta
mig sem mest. Ég ætla ekki að lofa neinu
eins og ég gerði í sumar. Þá lofaði ég að
kasta yfir 60 metra. Þetta varð frægt í
blaðinu hans Ingimundar, Borgfirðingi.
Þannig var að ég hitti mann á götu í
janúar fyrir tæpu ári og hann segir; Jæja
Iris, hvenær ætlarðu að kasta yfir 60? Ég
svaraði að bragði; Ég ætla að kasta yfir 60
metra 7. maí næstkomandi klukkan 14.00.
Og það gerðist reyndar að ég kastaði yfir
60 metra 7. maí klukkan tíu mínútur í tvö.
Þetta var svolítið spaugilegt en ég geri
þetta ekki aftur. Hann Ingimundur
blessaður gerði svolítið mikið úr þessu í
Borgfirðingi vegna þess að ég gerði
veðmál við manninn. En ég stefni bara að
því að bæta mig. Þetta er orðinn svo stór
hluti að lífi manns að maður hættir ekki si
svona. Sérstaklega þegar hlutimir vom
famir að ganga svona vel eins og þeir
gerðu áður en ég meiddist. Svo er ég ekki
nema 25 ára”, segir íris, brosandi.
Iris stefnir á að komast í æfingabúðir
með vorinu en það er einnig annað og
meira spennandi í burðarliðnum hjá Irisi.
„Þannig er, að ég fékk boð um að koma
til A-Þýskalands í vetur. Það er verið að
athuga þann möguleika að ég komist í e.k.
kynnis- og æfingaferð. Þetta er allt á
frumstigi þannig að það er alls óvíst að af
þessu verði en þetta er inni í myndinni hjá
mér.
Að öðru leyti ætla ég að reyna að haga
þessu eins og síðasta sumar, reyna að
komast á einhver góð mót eftir
æfingabúðir. En auðvitað verður þetta
öðruvísi en í fyrra að því leytinu að þetta
verða ekki eins rosaleg útgjöld eins og
síðasta sumar. Það kostaði miklar
fjárhæðir og ég vann ekkert í sex mánuði.
Þá voru það nokkrir aðilar í Borgamesi og
Borgarfirði sem veittu mér ómetanlegan
stuðning.”
Iris leggur mikla áherslu á þetta.
„Án þessara aðila hefði ég ekki getað
gert það sem ég gerði. Það er alveg á
hreinu. Ég fékk 15.000 krónur á mánuði
úr Ólympíusjóði í sumar þannig að það
hrökk skammt. Það var hins vegar
ákveðinn maður sem skipulagði
fjárhagslegan stuðning við minn
undirbúning fyrir leikana. Þeir sem
studdu mig síðan voru Borgamesbær,
Sparisjóður Mýrasýslu, sýslurnar í
Borgarfirði og félagasamtök eins og
Lionsklúbburinn. Þessum aðilum á ég
geysi mikið að þakka.
En næstu mánuðum verð ég að stýra
aðeins öðruvísi. Ólympíuár er
náttúrulega ekkert venjulegt ár. Ég verð
að vinna og vinna. Svo ætla ég að reyna að
komast í æfingabúðir einhvers staðar við
Miðjarðarhafið. Líklega verður það á
Kýpur. Þetta er eiginlega eina leiðin ef við
sem erum á þessu plani ætlum að ná
einhverjum árangri. Faraeitthvertsuðurá
bóginn snemma um vorið eða dveljast
erlendis við nám. Koma síðan heim og
taka ákveðna hvfld og hella sér síðan í
keppni.
Þræði Grand Prix
En mótin verða til dæmis
Ólympíuleikar smáþjóða í lok maí sem
verður líklega fyrsta mótið. Svo reynir
maður að þræða þessi Grand Prix mót.
Þannig gerði ég þetta í fyrra. Þá var ég
með mjög nákvæma æfingaáætlun sem ég
hóf síðasta haust. Hún gekk mjög vel upp
og ég var í stöðugri bætingu þegar ég
meiddist í sumar. Ég fann að þá átti ég
mikið inni í bætingu.
Eins er þetta núna með áætlunina. Hún
liggur fyrir í stórum dráttum. Ég á hins
vegar eftir að fá mótin á hreint.”
Og nú er bara að vinna eins og skepna.
„Já, en það góða við það er að ég hef
mikinn áhuga á því sem ég er að gera, ég
nýt mín í þessari miklu vinnu. Það er mjög
mikilvægt auðvitað. En fyrsta skilyrðið er
að ég nái mér mjög vel í öxlinni. Það er
grundvöllurinn.”
Það er íóvissu enn þá?
„Já, en læknar segja mér að með réttri
hvfld eigi það að ganga upp. En svo er
þetta erfiðara þegar þetta hefur gerst
tvisvar á sama árinu. Það rifnuðu upp
meiðsli í Seoul. Og þetta þarf mikinn tíma
til að gróa. Ég æfi mikið núna á þann veg
sem reynir ekki á þessi gömlu meiðsl og
verð síðan að fara rólega af stað með
öxlina. Og meðan ég er ekki að byggja
hús eða eignast böm á þetta að vera
mögulegt. Ég læt lífsgæðakapphlaupið
íslenska eiga sig þessa dagana.”
IH
Iris „pumpar" í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Iris hefur ekkert kastað að
undanförnu og vinnur skipulega að því að ná sér eftir meiðslin.
Skinfaxi
17