Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 11
Róið til fjár fyrir skólann Við héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði er starfandi ungmennafélagið Gróandi, stofnað 1934. Þetta félag var endurreist í fyrra haust þegar skólinn hóf sitt áttugasta starfsár. Eins og í öðrum ungmenna- félögum er stöðugt unnið að fjáröflunum til ýmissa verka. Vandinn er bara sá að finna aðferð sem ekki er útnýtt af öðrum félagasamtökum á svæðinu. Eru þá höfuð lögð í bleyti til að brydda upp á einhverju nýju og kemur margt til greina. Félagamir í Gróanda vildu ná fleiri markmiðum með sinni aðferð en bara að safna peningum. Það átti helst að virkja alla nemendur skólans, þetta átti að verða jákvæð kynning út á við, skapa samkennd með hópnum og vera krydd í hvers- dagsleikanum fyrir fólkið í byggðarlaginu. Rætt var um maraþon eitt og maraþon annað í þessu sambandi. Niðurstaðan varð áheitaróður yfir Dýrafjörð og skyldi safnað áheitum sem víðast auk frjálsra framlaga. Það var svo einn fagran laugardag í haust að lagt var upp í róðurinn eftir nokkurn undirbúning. Sérstök heppni var með veður, logn og spegilsléttur sjór nær allan tímann sem róðurinn stóð. Lagt var upp kl. 11 að morgni og róið sem leið liggur þvert yfir Dýrafjörð, frá Gemlufalli til Þingeyrar, 2150 metra leið, allt fram til 17.30 að myrkur var skollið á. Róið var í þremur sjö manna hópum og skipst á eftir hverja ferð. Alls komust ræðarar 22 ferðir eða 47.3 km og er áætlað að safnast hafi um 250.000 krónur eða um 6250 kr. á þátttakanda. Það gerir 961,54 kr./mann/ á tímann sem róið var. Mikið kapp var á milli hópa í róðrinum og tíminn mældur nákvæmlega í hverri ferð. Fór sá hópurinn sem hvatast reri á tímanum 12.48,1 mín. Þótti mönnum sterklega tekið á árum enda var þá um borð sjálfur skólastjóri þeirra Núpverja. Við þessa framkvæmd lögðust margar hjálpsamar hendur á eitt um að gera þetta mögulegt. Má þar nefna að sjómannadagsráð á Þingeyri lánaði báta Komið að landi eftir eina af 22 ferðum. Þingeyri í baksýn. Vðrið gat ekki verið hagstœðara, spegilsléttur sjór að kalla. Pása á miðjum Dýrafirði? Ekki alveg. Ræðarar eru í hvíldfyrir nœstu átök. tvo sem róið var og hjálpsamir foreldrar, vinir og vandamenn söfnuðu áheitum þar sem nemendur komust ekki sjálfir. Allan tímann sem róðurinn stóð fylgdist bátur björgunarsveitarinnar á Þingeyri með ræðurum á firðinum og var mikið öryggi að því. Sérstaklega þótti ræðurum gott að ylja sér á heitu kakói frá Þingeyrarmömmum meðan beðið var næstu ferðar. Það voru því þreyttir og ánægðir krakkar sem sneru heim í skólann sinn þetta kvöld. Fáir þeirra hafa í annan tíma farið jafn snemma að sofa á laugardagskvöldi og þá. Kveðja frá Núpi, Kári Jónson. Höfundur er skólastjóri héraðsskólans á Núpi Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.