Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 20
Gluggað í nýja Landsmótsreglugerð Það líður að Landsmóti. Sumum finnst í fyrstu að þessi fullyrðing sé nú full snemmbær. Svo er þó ekki. Það eru aðeins 18 mánuðirtil Landsmóts. Fjöldi fólks um allt land er þegar farinn að undirbúa sig undir Landsmótið í Mosfellsbæ sem verður tímamóta Landsmót þó ekki væri nema í ljósi þess að í frjálsíþróttakeppninni verður keppt í fyrsta sinn við bestu hugsanlegu aðstæður, á gerviefni. Og það eru auðvitað tímamót að það skuli vera Landsmót ungmennafélaganna sem kemur þessu í verk, ef svo má segja. En Landsmótið sjálft verður með nokkuð öðrum blæ en áður hefur verið. Það er nú haldið á höfuðborgarsvæðinu, það eru komnar inn nýjar greinar eins og fimleikar og knattspyma kvenna. Nýr stigaútreikningur Og síðast en ekki síst, eru veigamiklar breytingar gerðar á stigaútreikningi Landsmótsins. Nú hljóta sex fyrstu í hverri grein stig. Fyrsta sæti gefur 6 stig. Annað sæti gefur 5 stig, þriðja sæti gefur fjögur stig og svo koll af kolli. Verði einstaklingar eða sveitir jafnar skiptast stig að jöfnu milli þeirra. í 16. grein segir að „heildarstigafjöldi sambandsfélaga reiknast á eftirfarandi hátt fyrir hverja íþróttagrein. Fjöldi stiga fer eftir því hve margir sambandsaðilar UMFI taka þátt í viðkomandi íþróttagrein og skulu stigin alltaf hlaupa á stakri tölu.” Síðan er m.a. tekið dæmi af því er 12 sambandsaðilar eru þátttakendur í íþróttagrein. Þáhlýtursigurvegari 23 stig, fyrir annað sæti fást 21 stig, fyrir það þriðja 19 stig og svo framvegis niður úr. Undantekning er hins vegar á þessu hvað varðar sund og frjálsar íþróttir. Þar er mikil breyting á reglugerð. í þessum greinum gildir nú nefnilega tvöfalt vægi að stigum. Hér em tvö dæmi, a) og b), „Dæmi a) 7 sambandsaðilareru þátttak- endur í íþróttagrein, sigurvegari hlýtur 26 Hrafnhildur Ósk og Vanessa Ósk, fimleikastúlkur íGerplu, verða kannski á Landsmótinu 1990. stig, númer 2 hlýtur 22 stig og síðan 18, 14, 10, 6 og 2 stig.. Dæmi b) 12 þátttakendur eru þátttak- endur í íþróttagrein. Sigurvegari hlýtur 46 stig, númer tvö 42 stig og síðan 38,34, 30, 26, 22, 18, 14, 10, 6 og 2 stig. Sá sambandsaðili sem flest stig fær úr öllum greinum samanlagt samkvæmt ofanrituðu hlýtur sæmdarheitið: Landsmótsmeistari UMFI.” Þannig hljóðar þessi nýjung sem getur breytt ýmsu. Af þessu má til dæmis sjá að það sem fræðilega var mögulegt áður; að vinna Landsmótið á tveimur greinum, er ekki lengur hægt. Þessar nýju reglur um stigaútreikning hvetja til meiri breiddar, þátttöku í fleiri greinum og þar með meiri útbreiðslu íþróttanna. Nýjar Greinar En hvað er fleira nýtt? Eins og áður var tekið fram eru tvær nýjar greinar á Landsmóti: Fimleikar og knattspyma kvenna. Nú stunda að minnsta kosti 5 héraðssambönd og félög með beina aðild að UMFI fimleika. I reglugerð segir að a.m.k. 5 sambandsaðilar þurfi að stunda fimleika til að greinin geti talist gild á Landsmóti. En skoðum aðeins 35. grein, um fimleikakeppnina: „Keppnin er flokkakeppni og er hverj- um sambandsaðila heimilt að senda hámark 6 keppendur til keppninnar. Keppt skal í 4 greinum almennra fim- leika, þ.e. stökki yfir hest, dýnustökksæfingum, stökki á litlu trampólíni og gólfæfingum með tónlist. Stigahæsti sambandsaðili hlýtur sérverðlaun”. Reglur um knattspymu kvenna eru eins og með handknattleik kvenna, körfuknattleik kvenna og blak karla. Greinin hljóðar þannig: „I hverri grein skal mynda tvo riðla, A og B, og leikin einföld umferð. Sama fyrirkomulag skal hafa og í knattspymunni. Mótshaldara er heimilt að láta fara fram forkeppni ef þurfa þykir." Lágmörk Að lokum má nefna enn eina nýjungina sem er um lágmörk. Það er 5. grein og hljóðar hún svo: „Senda má hámark 3 keppendur í hverja einstaklingsgrein og eina sveit í boðsund og boðhlaup. í frjálsíþróttum og sundi skal stjóm UMFÍ setja lágmark um árang- ur keppenda sem héraðssambönd eru hvött til að hafa til viðmiðunar þegar keppendur eru valdir á Landsmót. Lágmörk skulu gefin út fyrir 1. júní árið fyrir Landsmót.” Lágmörkin eru til komin vegna mikils fjölda keppenda í nokkmm greinum svo erfitt hefur verið að koma fyrir keppni á Landsmótinu. IH 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.