Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 16
baráttunni. Égskalnefnadæmi. Þegarég var að ná mér af stað eftir meiðslin síðasta sumar, seinni hluta júlí mánaðar sem ég minntist á áðan, keppti ég á Bikamum og var í mikilli þrekþjálfun, hafði ekki kastað síðan í maí. Var í æfíngum svipuðum þeim sem ég er í á vetuma, mikilli álagsþjálfun og lyftingum. Ég kastaði um það bil 54.28 m. Það varbrjálað veðurog ég var varla byrjuð á kastæfingum. Ég fór varlega, var að keppa fyrir mitt félag, ekki að reyna að setja nein met. Þá kemur grein í Morgunblaðinu þar sem spurt er eitthvað á þá leið að þegar ég kasta ekki lengra, hafi ég þá eitthvað að gera á Olympíuleikana? Hvort það sé eitthvert vit í að senda mig á Ólympíuleikana? Svona lagað hefur auðvitað ekki nein sérlega jákvæð áhrif á mann. Það má sjá það af greininni að höfundur hefur ekki innsýn í það hvar ég er stödd í minni æfingaáætlun og hlutimir em ekki settir í samhengi við það sem hafði gerst hjá mér. Ég tók nú þessa grein, setti hana á rauðan pappír í ramma og notaði hana til þess að efla mig. En þetta var mikil barátta við að ná mér af þessum meiðslum sem voru þau alvar- legustu sem ég hafði nokkum tíma hlotið. Þess vegna var svona umfjöllun á þessum tíma ansi leiðinleg. En, eins og ég sagði áðan, hefði ég aldrei farið á Ólympíuleikana nema í toppformi, sem ég gerði.” Lágmörkin eiga að vera ströng „Við megum ekki bara horfa á einn eða tvo afreksmenn. Tökum frjálsíþróttimar. Þar voru lágmörkin í flestum tilvikum ströng. Öll þau sem send voru á Ólympíuleikana vom á lista yfir 50 bestu í heiminum í sinni grein. Þar var ég í 28. sæti, Helga Halldórs í 38. sæti, Einar í 4. og Vésteinn í 15. og svo framvegis. Lágmörkin eiga að vera ströng en ekki að stefna að því að senda einn mann. Þetta er ómetanleg reynsla sem fólk hlýtur og hún skilar sér inn í íþróttimar hér á landi með ýmsum hætti. Það er auðvitað mjög gott að við getum sent þetta marga á svona mót. Og þegar fólk var að tala um að mörg okkar hefðu valdið miklum vonbrigðum gleymir það því að það var fjöldi íþróttamanna frá íþróttastórveldum, sem var inni á topp 10 en komst ekki í úrslit. Þetta kom ekkert fram í fjölmiðlunum hér. það vomm bara við sem vomm að „klikka.” Það má nefna fjölda nafna. Heimsmeistara og heimsmethafa. Til dæmis í spjóti kvenna. Besti kven- spjótkastari Norðurlanda, Trine Solberg frá Noregi, komst ekki úrslit í Seoul. Þar kastar hún 57 metra. Hún á hins vegar 69 metra best og 67 metra í ár. En hún er Þá kemur grein í Morgunblaðinu þar sem spurt er eitthvað á þá leið að þegar ég kasta ekki lengra, hafi ég þá eitthvað að gera á s Olympíuleikana? Hvort það sé eitthvert vit í að senda mig á Olympíuleikana ? auðvitað verðugur þátttakandi frá sinni þjóð. Svo getum við nefnt Finnana. Tina Lillak, fyrrverandi heimsmeistari og heimsmethafi. Hún var rétt fyrir leikana búin að kasta 74 metra. Hún komst ekki í úrslit. Tula Laksola sem var búin að vera í úrslitum í öllum helstu stórmótunum, hún komst ekki heldur. Þetta gerist í næstum öllum greinum og er ekki endilega spurningin um að „klikka”. Þetta bara gerðist. Þetta er mikið spuming um dagsformið, eins og ég sagði áðan. En ef menn vilja aðeins framleiða Ólympíumeistara, þá þarf mikið að breytast hér á landi. Almennri uppeldispólitík, aðstöðu til íþróttaiðkunar og svo framvegis. Þannig að þetta eru hugleiðingar sem við Islendingar eigum að láta eiga sig. En ídag. Hvað eríris Grönfeldt að gera í dag? „Ég er nú fyrst og fremst að vinna mér inn pening. Ég er með BS próf í Iþróttafræðum og sé um líkamsræktarstöð í Borgarnesi sem bæjarfélagið á. Ég er með frúarleikfimi, sé um þrekæfingar og grunnþjálfun fyrir ýmsa íþróttahópa. Ég vil sérstaklega nefna okkar efnilega sundlið. Sambýlismaður minn, Óskar Hjartarson, er íþróttakennari hér í Borgamesi og hann sér einnig um sundþjálfun. Við vinnum þetta að nokkm leyti saman. Ég er með þrekþjálfun og grunnþjálfun og hann með sundþjálfunina sjálfa. Sundleikfími Svo er ég mikið með svonefnda sund- leikfimi, fimm tíma í viku. Þetta er það nýjasta í Nesinu. Mest eru þetta konur komnar af léttasta skeiði og famar að finna til krankleika einhvers staðar í skrokknum, vöðvabólga og annars í þeim dúr. Þá má segja að þetta sé bara Aerobic, þolleikfimi í vatni. Ég kynntist þessu í Bandaríkjunum og ákvað að reyna hér heima. Og þetta hefur gefist mjög vel. Líkamsþyngdin verður svo lítil í vatninu. Það er engin hætta á hnjaski í hnjám, mjöðmum eða slíku. Þetta er einnig mjög gott fyrir fólk sem er til dæmis orðið slæmt í liðum.” Þetta er ekki víðar á landinu? „Þetta er reyndar stundað í einhverjum mæli á Heilsuhælinu í Hveragerði og á Akureyri. Að öðru leyti hef ég ekki heyrt um neitt þessu líkt hér á landi. Svo er ég með mikla þrekþjálfun, hjá sundliði UMSB eins og ég nefndi. Knattspymumennimir fara að byrja í tímum hjá mér eftir áramótin. Þannig að ég hef mjög mikið að gera. Almenningsíþróttir em mikið stundaðar í Borgamesi og sem dæmi má nefna að það koma vel yfir 200 manns til mín í viku hverri. Það hlýtur að teljast mjög góð þátttaka á þetta litlum stað. Þannig að heilsan hlýtur að vera að komast í gott lag hér í Borgamesi”, segir Iris brosandi. Og hún heldur áfram, hefur greinilega mikinn áhuga á þessum málum. „En þetta er líka út af því að við búum við svo góða aðstöðu. Bæjarstjómin hefur sýnt þessum mikilvæga þætti mannlífsins mikinn áhuga. Svo er einnig að verða mjög góð aðstaða fyrir hópa að koma í æfingabúðir hingað. Til dæmis þegar við fáum nýja fótboltavöllinn næsta sumar. Svo erá dagskrá ný útisundlaug þó það verði nú ekki allra næstu mánuðum. Eins er með frjálsíþróttaaðstöðu. Það er ekki enn ljóst h venær það verður en það er á dagskrá. Hvenær við fáum til dæmis upphitaða og yfirbyggða spjótkasts- aðstöðu veit ég ekki”, segir íris og hlær dátt. „En svona í alvöru þegar maður fer að ræða þetta þá er það ekki svo vitlaus hugmynd. Einföld braut, upphituð með einföldu plastskýli. Þú færð varla betri spjótkastaðstöðu. Og þetta er mjög lítill 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.