Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 18
Fundað í Borgarfirði Fundargestir í viðrun utan við Logaland í uppsveitum Borgarfjarðar, þar sem fundurinn var haldinn í boði Ungmennafélags Reykdœla. Sambandsráðsfundur s UMFI var haldinn að Logalandi í Borgarfirði í byrjun nóvember. Hér eru nokkrir fróðleiks- molar af þeim fundi. Borgfirðingar tóku vel á móti forráðamönnum ungmennafélaganna víða að af landinu sem komnir voru til sambandsráðsfundar UMFI í 26. sinn, að þessu sinni að Logalandi í Borgarfirði. Það helsta sem lá fyrir fundinum var endanleg ákvörðun um reglugerð 20. Landsmóts UMFI sem haldið verður í Mosfellsbæ 1990. Um það bil 40 manns voru mættir á þennan fund formanna og framkvæmdastjóra hjá héraðs- samböndum og félögum með beina aðild að UMFÍ. Flestir mættu á föstudagskvöldi en það kvöld hélt stjóm UMFI stjómarfund á Kleppjámsreykjum, þar sem sofið var. Hörður S. Óskarsson starfsmaður í Þjónustumiðstöð UMFÍ hélt uppi dampi á meðan meðal fundarmanna og var það kvöld rætt vítt og breitt um starfið. Hver er punghæðin? Menn skiptust á upplýsingum og voru gamansamir. Sigurlaug Hermannsdóttir, formaður Ungmennasambands A- Húnvetninga, var ein þeirra sem sló á létta strengi. Hún sagði m.a. frá því þegar hún fékk Flosa Ólafsson til að halda hátíðarræðu á Vökudraumum þeirra Húnvetninga sem er eins konar árshátíð US AH og hefur tekið við af Húnavökunni frægu. Þegar Sigurlaug hringdi í Flosa og sagði honum erindi sitt, tók hann henni vel. Flosi setti aðeins tvö skilyrði fyrirþví að halda umrædda ræðu. Annað var það að honum yrði séð fyrir vatni í pontu og að pontan yrði ípunghæð. Sigurlaug féllst að sjálfsögðu á þetta en gleymdi í þessu fyrsta símtali að spyrja einnar nauðsynlegrar spumingar. Hún hringdi því aftur í Flosa og spurði hann hver væri hans punghæð. Flosi dró ekki við hana svarið og gaf henni nákvæmar upplýsingar! Fundurinn sjálfur var á laugardeginum og tókst í alla staði vel. Fjölmargar tillögur voru fram bornar og ræddar. Flestar tillögur og ályktanir komu frá Allsherjamefnd. Hér eru nokkrar sem samþykktar voru: „26. sambandsráðsfundur UMFI skorar á Alþingi og ríkisstjórn að leyfa ekki sölu á sterkum bjór sem framleiddur er er- lendis og bendir á þá hættu sem óbeinar auglýsingar öflugra erlendra bjórframleiðenda geta haft á neyslu sterks öls.” „26. sambandsráðsfundur U MFÍ h vetur til þess að leitað verði til UÍÓ um framkvæmd Skíðamóts UMFÍ í vetur ef snjóalög á Ólafsfirði leyfa.” Hér er ekki um nýja hugmynd að ræða. Farið var fram á þetta við Ólafsfirðinga fyrir nokkrum árum og tóku þeir vel í þessa hugmynd en ekkert varð úr því vegna snjóleysis. Björn Þór Olafsson sat fundinn fyrir hönd Ólafsfirðinga og sagðist hann myndu koma þessum skilaboðum áleiðis en varaði við of mikilli bjartsýni, einfaldlega vegna þess hversu þétt hefur verið raðað niður skíðamótum fyrir veturinn á vegum Skíðasambands Islands. Sjónvarpshandboltinn En fleiri ályktanir. Næsta mál kannast auðvitað flestir við; „sjónvarpshandboltann”. Voru menn ekki par ánægðir með umræddan samn- ing, eins og tillagan ber með sér: „26. sambandsráðsfundur UMFÍ varar við því að gerðir séu samningar við ein- staka fjölmiðla um einkarétt á útsending- um frá innlendum íþróttaviðburðum. Slfkir samningar þjóna ekki hagsmunum ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar og eru ekki til þess fallnir að auka útbreiðslu og stuðning við íþróttir í landinu.” Umhverfismál voru mikið rædd á 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.