Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 15
hann að hjálpa mér aftur sem þjálfari og
ráðgjafi og við unnum saman á mínu besta
ári, síðasta ár. Eyjólfur er búsettur í
Kópavogi núna og ég var 3 daga vikunnar
í Reykjavík og hinn helminginn í Borgar-
nesi. Þetta var mér mjög mikilvægt.
Þegar komið er á ákveðið stig verður
maður, finnst mér, að hafa einhvem sem
hægt er að leita til, leita álits hjá. Ég hef
verið svo mikið ein í þessari þjálfun und-
anfarin ár, núna verð ég að hafa einhvem
„ráðgjafa”, t.d. varðandi tæknileg atriði.”
Ég skipulegg mína æfingaáætlun sjálf
og vinn eftir henni. Eyjólfur, síðasta vetur
t.d., hann kom mér til aðstoðar með
tæknileg atriði og við hittumst einu sinni
í viku. En hans aðstoð var einnig á
sálfræðilega sviðinu, ef svo má segja.
Hann er mjög jákvæður og laginn við að
hvetja mann. Hann hefur mikið innsæi
varðandi þessa hluti. En þetta er ekki
þannig að hann standi yfir mér allar
æfingar.
Hann kom sem sagt til samstarfs við mig
í fyrrahaust og þá fór ég af stað með
æfingaáætlun sem miðaðist við
Olympíuleikana í Seoul. Ég setti markið
á íslenska Ólympíulágmarkið sem var
61.50 m, að ná því á tímabilinu fram að
leikunum. Þetta var mun hærri tala en
alþjóðalágmarkið sem var ekki nema 56
m. Ég var því mjög ánægð þegar ég náði
61.50 m. Ég fann að ég var í mikilli
framför, ég stórbætti mig á þessum tíma.
Á fyrsta móti kastaði ég 61.04 og 62.02 á
því næsta.”
Síðan kom áfallið
En síðan kom áfallið. Iris meiddist,
tognaði mjög illa í öxl.
„Þetta var fyrri hluta síðasta sumars. Ég
hafði reyndar átt við smávægilegar bólgur
að stríða í öxlinni sem ég fékk eftir að ég
hafði verið í æfingabúðum á Kanaríeyjum
síðasta vor. Ég taldi reyndar að mér væri
að batna þegar leið á sumarið. Svo var það
á þriðja mótinu mínu úti, í öðru kasti, sem
ég heyri smell og hendin verður eins og
lömuð. Það rifnaði sin í öxlinni. Ég var
búin að ná lágmarkinu en þetta varð mér
mikið áfall.”
En Iris var harðákveðin að láta ekki
staðar numið og hélt áfram með þau
áform að komast aftur í toppform eftir að
öxlin lagaðist. Og það tókst.
„Ég var komin í topp form þegar ég fór
út til Seoul. Það er alveg á hreinu að ég
hefði aldrei farið á Ólympíuleikana nema
vita 100% að ég gæti náð mér áður. Sem
ég og gerði En auðvitað var ég að vinna
með „veikbyggða” öxl mest allt síðasta
sumar. Ég var hjá sjúkraþjálfurum og
læknum. Ég var auðvitað að taka mikla
áhættu. En ég náði mér.
Síðasta æfingin mín áður en ég fór út var
mín besta allt sumarið. Flest öll köstin
mín þá hefðu dugað mér í úrslit. En það
þýðir auðvitað ekki að hugsa svona. Þetta
voru Ólympíuleikamir og þá ræður
„Borgnesingur í húð og hár." Iris
Grönfeldt. Mynd Gunnar Sverrisson.
dagsformið miklu. Þegar ég tók síðan
tvær léttar æfingar í Seoul komu sömu
bólgur í öxlina og komu um vorið. Þá var
þetta orðin spuming um tíma.
Og daginn sem ég keppi er hendin orðin
þannig að undir öðrum kringumstæðum
en á Óly mpíuleikum hefði ég aldrei keppt.
En staðan var svona. Mér hafði gengið
mjög vel um vorið. Kasta síðan yfir 60
metra. Meiðist illa, næ mér af því, fer til
Seoul, líður vel og er fyllilega undirbúin.
Þá koma bólgur aftur. Ég ákveð samt að
nú láti ég slag standa. Ég var búin að æfa
með Seoul í huga í nokkur ár, má segja.
Fólk hafði stutt við bakið á mér og ég gat
ekki hugsað það til enda að bregðast
sjálfri mérog þessu fólki. Ég hafði safnað
mikilli reynslu og var búin að fara í gegn-
um ákveðið ferli aftur og aftur sem ég
ætlaði að framkvæma á leikvanginum í
Seoul.
Ég fer því inn á leikvanginn, afslöppuð
og vel upp lögð og fer að hita upp. Svo
finn ég í upphitunarköstum að öxlin er alls
ekkert í lagi. Ég finn eftir fyrstu
upphitunarköstin að ég er með verk frá
efsta hlutanum í öxlinni og alveg niður í
putta. Ég næ varla 40 metra köstum í
upphitun.
Þannig að útlitið var svona heldur
slæmt. Ég gat hreinlega ekki kastað,
öxlin var steindauð. En eins og ég sagði,
ég var komin inn á Ólympíuleikvanginn
og átti að fara að framkvæma það eftir
nokkrar mínútur sem sem ég var búin að
einblína á í mörg ár.
Engar afsakanir
Við svona aðstæður fer maður auðvitað
inn á völlinn. Ég hugsaði, maður verður
bara að taka því sem á eftir kemur. Það
þýðir ekkert að vera með neinar afsakanir,
kannski hljóma þetta eins og afsakanir en
það er það ekki. Ég talaði ekkert um þetta
eftir að ég kastaði og hef ekki gert það fyrr
en nú. Mér finnst að fólk sem hefur velt
fyrir sér gengi okkar sem tókum þátt í
Ólympíuleikunum, fái að vita eitthvað um
baksvið þess sem það frétti heim.
En ég fór sem sagt og kastaði, náði 54.38
m sem er auðvitað enginn árangur. En ég
bjóst ekki við, þegar ég var að fara í
atrennubrautina, að ég myndi kasta þetta
langt.”
Nú var mikill atgangur í fjölmiðlum
fyrirþessa leika. Iþróttamennfrá Islandi
sem fóru á til Seoul hafa líklega aldrei
verið jafn mikið í sviðsljósinu og var nú.
Hvað finnst Irisi um þá athygli og þann
þrýsting sem þetta óneitanlega skapaði?
„Þetta var mikill þrýstingur en það er
nokkuð sem við verðum að búa við og
verðum auðvitað að geta tekið. Álagið er
mikið þegar komið er á Ólympíuleikana
og þegar í keppni er komið. Hvað mig
varðar þá er ekki hægt að líkja þessu
saman við það þegar ég fór '84 til Los
Angeles. Þá rétt náði ég lágmarkinu og
gekk ekkert vel á leikunum. Það má segja
að ég hafi farið á taugum inni á velli.
Eftir það keppti ég á ýmsum stórmótum.
Evrópumeistaramót og
Heimsmeistaramót, t.d. í fyrra. Þá var ég
ekkert r sérstöku formi en ég var tilbúin
andlega og náði mínum næst besta árangri
á árinu. Ég náði þar að yfirvinna þennan
taugaóstyrk sem fylgir þessum
stórmótum. Þetta var ákveðinn
sálfræðilegur hjalli sem ég náði að yfir-
vinna þá. Það sama var núna fyrir
Ólympíuleikana. Ég taldi mig vel
undirbúna andlega, fyrir þessa leika.
Hvað varðar þrýsting úr fjölmiðlum, þá
var hann auðvitað mikill. En maður
reyndi að útiloka neikvæðar hliðar þess.
Ég notaði slíkt til þess að efla mig í
Skinfaxi
15