Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 12
Skákþáttur Heimsbikar í Reykj avík ✓ Jón L. Arnason hefur átt annríkt að undanförnu eins og / s skákáhugamenn vita. Asgeir Arnason, bróðir Jóns, hljóp því í skarðið fyrir hann að þessu sinni eins og hann hefur oft gert áður. „ Töframaðurinn" Mikhail Tal við skákborðið íBorgarleikhúsinu. Mynd, Þormóður. í vetur sem leið lenti íslensk þjóð í ævintýri: Hún tók þátt í skákeinvígi Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsnojs í Kanada. Keppni þeirra var sýnd í beinni Utsend- ingu í sjónvarpi um gervihnött. Sýningar urðu geysivinsælar. Hvarvetna á vinnustöðum var fjallað um skákir einvígisins og götur tæmdust á keppnistíma. Enginn vildi missa af spennunni. Ævintýrrið náði hámarki þegar Kortsnoj sat meðal áhorfenda á skákstað og horfði á tapaða stöðu sína á tölvuskjá. Tækni nútímans hafði í fyrsta sinn fært erlendan skákviðburð beint inní stofu íslendinga. Áhugi landsmanna á þessari skákkeppni fór ekki framhjá sjónvarpsmönnum. Hið ljóta orð, “horfun” var mælt á vísindalegan hátt og sú niðurstaða gefin að skákefni væri “Auglýsingaaflandi”. Stíflan brast. Stöð 2, með fréttastjórann Pál Magnússon í broddi fylkingar, varð á einni nóttu að skákstöð. Sjónvarpsstöðin ákvað, að fylgjaeinvígissigri Jóhanns yfir Viktori grimma, eftir með því að halda eitt að sex heimsbikarmótum stórmeistara- sambandsins. Minni spámenn. í byrjun októbermánaðar s.l. mátti sjá mismunandi mikla flóðhesta og skákrefi laumast inn í fokhelt Borgarleikhúsið í Kringlureykjavík. Flestir trúðu ekki sínum augum: Inni í fyrirhuguðu fata- hengi var hafið sterkasta skákmót Asgeir Þ. Arnason skrifar. íslandssögunnar. Þama voru Timman, Beljavski, Elvhest, Sax, Nikolic og auðvitað heimsmeistarinn Garrí Kaspa- rov. Aðstöðu keppenda var haganlega komið fyrir undir framandi, tölvukenndu Ijósaborði og máttu hinir minni spámenn þar greina hvern einasta fingurbrjót hinna útvöldu “ójeblikkelig”. Jafnframt gátu áhorfendur valsað um ranghala hússins, hlustað á skákskýringar, snætt dýrindis máltíðir í veitingasal, eða legið í leðurhægindum í stássstofu og fylgst með framvindu mála á tölvumyndum. Þetta var nútímamót. Oharðnaðir unglingar og gamalmenni heima í stofu misstu heldur ekki af neinu. Beinar útsendingar Stöðvar 2 af vettvangi voru í senn tæknilega vel gerðar og áhugavekjandi. Þegar Jóhann Hjartarson fór virkilega í gang undir lok mótsins varð skák aftur umræðuefni dagsins. Að loknu móti voru síðan allir þessir skákmenn orðnir sérstakir vinir íslensku þjóðarinnar og Kortsnoj var meira að segja tekinn í sátt..(þ.e. eftir tap gegn Jóhanni). ...Og Tal. En það þarf meira en góða umfjöllun og fullkomna tækni til þess að skákin verði almenningseign. Það þarf líka skákmenn og þá væntanlega góða skákmenn. Svo þarf góðar skákir og mikla spennu. Ekki spillir heldur, ef heimsmeistarinn er í stuði til þess að gefa nokkrar krassandi 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.