Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 5
UMSB tók nú í desember í notkun nýtt húsnæði í Borgamesi undir starfsemi sína en fyrra húsnæði hafði fyrir löngu verið „sprengt" utan af starfsemi sambandsins. Reyndar var það staðsett í bílskúr framkvæmdastjóraUMSB, Ingimundarlngimundarsonar. Húsnæðiðer allt hið glæsilegasta og hentar mjög vel starfsemi UMSB. Það er um 90 fm að stærð. Myndin hér að ofan er tekin við formlega opnun húsnæðisins. Þar voru mættir núverandi og fyrrverandi stjómarmenn UMSB, formaður og framkvæmdastjóri UMFÍ og fulltrúar aðildarfélaga UMSB. Stærsta aðildarfélag UMSB, Skallagrímur í Borgamesi, íhugar nú að taka jafnvel á leigu herbergi á sömu hæð og UMSB... IK er eitt þeirra félaga á svæði UMSK sem er með íþróttaskóla. En sérstaða skóla IK felst í því að skólinn er ætlaður börnum á aldrinum 5 - 8 ára og kynntar eru fimm íþróttagreinar, knattspyma, handbolti, tennis, körfubolti og hópleikir. Allir aðrir sambærilegir skólar bjóða aðeins upp á eina íþróttagrein og er það þá bundið við deildina eða félagið sem heldur skólanum úti. Sérstök áhersla er lögð á að allir kennarar séu menntaðir íþróttakennarar. Foreldrum er boðið að koma með bömunum og taka jafnvel þátt í leikjunum með þeim. Skólinn er hálfs árs skóli... KSI hélt ársþing sitt fyrir skömmu á Selfossi. Meðal þess sem þar var rætt, var ráðning næsta unglingalandsliðsþjálfara íslands í knattspymu. Sú staða hefur nú verið auglýst laus til umsóknar. Lárus Loftsson hefur nú gegnt þessu starfi í ein 14 ár og rennur „kjörtímabil" hans út nú í ár. Það munu vera tæplega tíu manns sem sótt hafa um þetta starf... íslenskar Getraunir hafa nú verið starfræktar f nýju formi (Lottókassa form nefna sumir það) um nokkurt skeið. Það sem telst auðvitað einna jákvæðasta breytingin er að nú sitja nær allir landsmenn við sama borð (þ.e. þeir sem komast fyrirhafnarlítið í lottókassa, sem eru auðvitað ekki allir landsmenn) hvað varðar þátttöku í leiknum. Þegar lottóið fór af stað hrundi salan á Getraunaseðlum saman víða um land en hún hafði víða fært félögum nokkrar tekjur. Með nýja forminu getur fólk nú styrkt sín félög hvar sem það er statt á landinu með því einu að merkja við á sérstökum stað á seðlinum. En hvað hefur fólk gert mikið af því að styrkja sitt félag? Hjá íslenskum Getraunum fengust þær upplýsingar að í fyrstu leikviku hefði hlutfall þeirra sem merktu seðla sína ákveðnu félagi verið 53%. Síðan hefur þetta farið stigvaxandi. Eftir þriðju leikviku var þetta hlutfall komið í 62% og eftir þá fimmtu í 70%. Félög hafa því tekið vel við sér með þetta og er vonandi að sem flestir merki seðlana sínu félagi... Eins og menn rekur eflaust minni til var sagt frá því hér á þessum síðum fyrir nokkru að „þau tíðindi hefðu orðið að stjórn eins ungmennafélagsins á Suðurlandi, Dagsbrún, væri ófrísk. Hér eru frekari fréttir af framgangi mála þar. Sagt er frá því í nýju og glæsilegu „fréttabréfi" HSK, Skarphéðni, að nú sé formaður Dagsbrúnar ekki lengur ófrísk. Agnes Antonsdóttir heitir formaðurinn og eignaðist hún dóttur þann 17. september síðastliðinn. Þá segir svo í Skarphéðni: „Forveri Agnesar í embætti eignaðist einnig dóttur í sinni valdatíð. Þetta er íhug- unarefni. Þær konur í Dagsbrún, sem ekki kæra sig um fjölgun ættu ekki að sækjast eftir kosningu í Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.