Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 21
Við bestu hugsanlegu aðstæður... Séð yfir aðalleikvanginn að Varmá í Mosfellsbœ og nœsta nágrenni. Grasvöllurinn er kominn, nœsti áfangi eru áhorfendastœði og hlaupabrautir. Nú þykir það orðið ljóst. Það verði hlaupið og stokkið á gerviefni í frjálsíþróttakeppni 20. ✓ Landsmóts UMFI að Varmá í Mosfellsbæ 1990, eftir tæp tvö ár. Sem sagt, við bestu hugsanlegu aðstæður. Bæjarstjóm Mosfellsbæjar samþykkti á bæjarstjómarfundi í nóvembermánuði eftirfarandi: „...að lagt verði gerviefni á hlaupabrautir og atrennusvæði íþróttaleikvangsins að Varmá. Miðað er við sex hlaupabrautir umhverfis völlinn og átta brauta beinan kafla framan við stúkubyggingu.” Ennfremur segir í greinargerð með ályktuninni: „Samþykkt þessi er gerð í trausti þess að til komi stuðningur ríkissjóðs, samanber bréf menntamálaráðuneytisins frá 14.11 '88, svo og að unnt verði að fjármagna framkvæmdirá 3 til 5 árum. Samt treystir bæjarstjóm því að hagsmunaaðilar, s.s. FRÍ, UMFÍ, UMFA og fleiri, veiti þessu átaki allan þann stuðning sem þeim frek- ast er unnt.” Með þessari samþykkt er ljóst að í sjónmáli er að keppt verður við bestu aðstæður á Landsmótinu í Mosfellsbæ. Auðvitað verður þetta bylting á íþróttaaðstöðu í landinu. Að sögn Jóns Asbjörnssonar, bæjartæknifræðings Mosfellsbæjar, verða lagðar hitalagnir undir gerviefnis- niottumar og a.m.k. ein braut verður, til að byrja með, upphituð að vetri til. ..Möguleiki verður á að bæta við fleiri brautum upphituðum þar sem allar nauðsynlegar lagnir verða til staðar”, sagði Jón í samtali við Skinfaxa. „Við munum spara okkur nokkurt svæði með því að leggja ekki á allt svæðið fyrir enda vallarins, heldur aðeins atrennu- brautir fyrir spjótkast og atrennusvæði fyrir hástökk. Það er ekki hægt að festa nákvæmlega niður ákveðna tölu enn sem komið er um kostnað af þessum framkvæmdum en áætla má að hann verði um 25 milljónir króna. Þetta er því stór biti fyrir eitt bæjarfélag eins og Mosfellsbæ.” Jón sagði að það væri aðallega um að ræða tvær aðferðir við að leggja gervi- efnið. Önnur þeirra fælist í því að leggja gerviefnið í vökvaformi, ekki ósvipað og um malbikun sé að ræða. Hin leiðin er að leggja mottur. Báðar aðferðimar hafa ýmislegt sér til ágætis. Jón sagði ennfremur að framleiðendur segðu líftíma þessara tegunda gerviefna vera á bilinu 15 til 20 ár. „Og það er yfirlett 5 ára ábyrgð á þeim og ég tel það bera vott um að í dag séu framleiðendur búnir að ná upp nokkru öryggi í þessari framleiðslu sinni. Hugmyndir eru uppi um að borga þann kostnað sem af gerviefni hlýst á 3 til 5 árum, m.a. með lánum frá framleiðanda á lágum vöxtum. Þá koma einnig fleiri aðilar inn í þetta dæmi, eins og íþróttasjóður og fleiri. Við óskum Mosfellsbæingum og UMSK fólki til hamingju með þennan merka áfanga sem nú er í uppsiglingu. IH Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.