Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 24
Blak-Þróttarar vitma að uppskipun úrJóni Kjartanssyni.
Blakdeild
Þróttar Nes.
Nokkrir fróðleiksmolar
Stofnuð 1979.
Fyrstu árin í 2. deild.
Þrjú fyrstu árin er einungis meist-
araflokkur. Frá og meðl983 bætist við
hver yngri flokkurinn af öðrum.
Síðustu tvö árin hefur verið æft í öllum
flokkum, frá 5. flokki upp í meistaraflokk.
Öldungaflokkur bætist ef til vill við á
næsta vetri.
Frá 1984 hafa yngri flokkar Þróttar unnið
9 Islandsmeistaratitla, sex silfurverðlaun
og fjögur bronsverðlaun.
Frá Þrótti hafa þegar komið 15 unglingar
í unglingalandslið íslands í blaki, 6
stelpur og 9 strákar.
Þrótturánú 11 liðálslandsmótinuíblaki.
Iðkendur eru um 100 manns.
Þjálfarar eru kínversku hjónin Qian Qing
og Ju Chong Hua og þjálfa þau alla
flokka. Það þýðir að tveir þjálfarar eru á
öllum æfingum og er sjálfsagt ekki al-
gengt að ungt fólk hafi tvo þjálfara á
æfingu hverju sinni.
Yngstu hópamir æfa tvisvar í viku. Þeir
eldri æfa hins vegar allt að 8 til 9 sinnum
í viku. Að meðaltali er æft 4 til 5 sinnum
í viku.
13. flokki þarf tvö lið, bæði hjá strákum og
stelpum vegna mikillar þátttöku.
Ræktun lýðs og lands
saga Ungmennafélags íslands 1907 -1982
Við viljum minna ykkar á þessa
bók sem er nauðsynleg fyrir alla
þá er vinna að og fylgjast með
málefnum ungmennafélags-
hreyfingarinnar.
Þessi bók er til sölu hjá héraðs-
samböndum, stjórnarmönnum
UMFÍ og á skrifstofu UMFÍ.
Bókin kostar sem fyrr
aðeins kr. 1000
Ræktun lýös og lands
Ungmennafélag Íslands75ára
1907-1982
Gunnar Kristjánsson tók saman
24
Skinfaxi