Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 23
sjálfboðaliðastörfum í fjáröflun.
Deildir Þróttar skiptast á um að hirða
sorp bæjarbúa og fá fyrir það greiðslur frá
Neskaupstaðarbæ. Auk þess hafa
blakarar allarklær úti til að ná í fjármagn.
Iðulega er blakliðið að sjá í lestum flutnin-
gaskipa þegar von er um góðan pening í
útskipun ásjávarafurðum. Síðastliðið vor
réðst blakliðið í það þrekvirki að moka
snjó úr sundlaug bæjarins. Þá var
snjólagið svo mikið að 2 til 3 m snjólag var
yfir sjálfu laugarkerinu. Það er trúlegt að
Ju, hinum kínverska þjálfara Þróttar, hafi
verið farið að líða eins og hann væri
kominn heim til sín, til Kína, því á ferðinni
voru bæði margar og misstórar hendur
með skóflur, fötur, bala og alls kyns önnur
áhöld. Þama varhandafli blakliðsinsbeitt
í þágu sundíþróttar til ágóða fyrir
blakdeildina.
í blaki stendur hver leikur yfir í 3 til 5
hrinur að öllujöfnu. Það mætti samt segja
að stundum séu hrinumar 5 til 7 Þrótti
Nes.. Þá er fyrsta hrinan talin ferð til
leikstaðar og síðasta hrinan ferð frá
leikstað og eru þær að jafnaði lengstu og
oft erfiðustu hrinumar.
Að sjálfsögðu á þetta sama við öll þau
ágætu 1 ið sem leggja á sig erfið ferðalög til
að heimsækja blaklið Þróttar í Neskaup-
stað. Sem betur fer virðist ekki vera
skortur á vilja hjá leikmönnum annarra
félaga til að heimsækja Neskaupstað.
Þvert á móti bera leikmenn annarra liða
fulla virðingu fyrir Þrótti Nes.
Gallinn er bara sá að allt of fá félög iðka
blakíþróttina þó reyndin sé sú að fáar
greinar hópíþrótta hafa eins ríkulegt upp-
eldisgildi jafnframt því að vera mjög
skemmtileg íþrótt.
Skólaíþróttin
Það fer ekki hjá því að blakið komi við
sögu í starfi Verkmenntaskóla Austur-
lands. Ekkert er ofsagt þegar talað er um
að blakið sé skólaíþrótt Verkmennta-
skólans og það verðug skólaíþrótt. Það er
með ánægju sem horft er fram hjá því að
hefðbundið skólastarf kunni að raskast
eitthvað þegar stór hópur nemenda
Verkmenntaskólans heldur á leið út á hitt
landshornið til að keppa við verðuga
andstæðinga. Það rask jafnast út með
þeim þroska sem unglingar öðlast við að
takast á við bæði íþrótt sína og þessi
vandasömu og erfiðu ferðalög til
afskekktra byggða eins og Reykjavíkur
og nágrennis.
Albert Einarsson.
3.flokkur pilta íblaki hjá Þrótti. Fremri röðf.v: Vigfús Vigfússon,HansJóhannsson,
Karl Ragnarsson, Sigurður Ólafsson og Halldór Sveinsson. Aftari röðf.v: Matthías
Hilniarsson, Emil Gunnarsson, Ivar Kristinsson, KarlR. Róbertsson, Jóhann Sveins-
son, Helgi Guðmundsson og Dagfinnur S. Ómarsson. Myndir Ari Benediktsson.
3. flokkur stúlkna í blakdeild Þróttar á Neskaupsstað. Fremri röð f.v: Þorbjörg
Jónsdóttir, Sesselía Jónsdóttir, Anna Bergljót Sigurðardóttir og Anna Jónsdóttir.
Aftari röðf.v: Stella Steinþórsdóttir, Sigríður Þórarinsdóttir, Vilhelmína Smáradóttir,
Asta Lilja Björnsdóttir, Birna Sœvarsdóttir, Valdís Sigurþórsdóttir.
Höfundw er skólastjóri
Verkmenntaskóla Austurlands
sem staðsettur er á Neskaupstað.
Skinfaxi
23