Skinfaxi - 01.05.1990, Síða 14
LANDSMOTSSPA
Birgitta Guðjónsdóttir
íþróttakona frá Dalvík. Hún stökk 5,50
m í langstökki innanhúss sl. vetur og er
að bæta sig verulega í spretthlaupi. Eg
tel hana hafa mjög góða möguleika á að
sigra í langstökkinu, en Birgitta
Guðjónsdóttir mun sækja fast að henni.
Guðrún Ingólfsdóttir
sterk í kringlukastinu
Engin kona hérlendis hefur náð jafn
góðum tökum á kringlunni og Guðrún
Ingólfsdóttir. Hún hefur nú hafið
Jón Arnar Magnússon
æfingar á ný eftir nokkurra ára hlé og
hefur þegar sýnt i sumar að hún er
fremstíflokki íkringlukastinu. Nokkur
keppni gæti orðið í spjótkastinu milli
írisar Grönfeldt og Birgittu
Guðjónsdóttur. Iris ætti að sigra svo
framarlega sem gömul meiðsli hái henni
ekki of mikið. Kúluvarpið er eign
Guðbjargar Gylfadóttur, en Guðrún og
Soffía Rósa Gestsdóttir eru líklegar til
að berjast um silfrið.
Tvöfalt hjá HSK og
UMSE í boðhlaupum?
Sveit HSK er líkleg til að sigra bæði
boðhlaupiníkarlaflokki. Þarmunskipta
mestu styrkur Jóns Arnars, Olafs
Guðmundssonar og Friðriks Larsens.
Sveit UÍA hefur lengi verið sterk á
Landsmóti, en nú hafa bestu mennirnir,
Egill Eiðsson og Gunnar Guðmundsson
gengið til liðs við önnur félög. Sveit
UMSE með hinn ágæta íþróttamann
Aðalstein Bernharðsson sem besta
mann mun ekki gefa auðveldlega eftir.
Vegna fjarveru Svanhildar veikist sveit
UMSK verulega og er því líklegt að
UMSE sigri bæði hlaupin í
kvennaflokki.
Hvar verða óvænt
úrslit?
Vegna þess hversu breiddin er lítil eru
verulega óvænt úrslit sjaldgæf í
frjálsíþróttakeppni á íslandi. Það er þó
gaman að velta því fyrir sér. I nokkrum
greinum geta úrslitin farið á ýmsa vegu
s. s. í 1500 m hlaupi karla, þrístökki
karla, langstökki kvenna og 400 m
hlaupi kvenna. I mörgum greinum
stendur keppnin hins vegar aðallega á
milli tveggja keppenda s. s. í 400 m
hlaupi karla, 110 m grindahlaupi karla,
hástökki karla og kvenna, spjótkasti
kvenna og millivegalengdum kvenna.
Svo ég taki einhver dæmi þá kæmi mér
ekki á óvart þó að Sigmar Gunnarsson,
í 1500 m hlaupi, og Auðunn
Guðjónsson, í 110 m grindahlaupi,
gerðu betur en ég spái hér á eftir.
Desso
alltaf feti
framar
Oskum
Garðbæingum
til hamingju
með nýja
Desso-
gervigrasvöllinn
m m
Á.ÓSKARSSON HF.AD
Þverholti • Pósthólt 75 270 Mostellsbæ Simi 666600/667?rr
14
Skinfaxi