Skinfaxi - 01.05.1990, Síða 17
LANDSMÓTSSPÁ
Tekst UMSK að
verja titilinn?
Magnús Teitsson spáir um úrslit í handknattleik kvenna.
Magnús Teitsson, íþróttakennari
og framkvæmdastjóri Stjörnunnar,
spáir í úrslit í handknattleik
kvenna. Magnús hefur verið
leikmaður 1. deildar bæði í
handknattleik og knattspyrnu.
Það má búasl við jafnari og
skemmtilegri keppni í handknattleik
kvenna á þessu Landsmóti en oft áður.
Það eru 7 liö skráð til keppni. þeim er
skipt í tvo riðla og sigurvegarar í
riðlunum leikasíðan til úrslita. Leikirnir
í riðlunum fara fram á malbiki, en
leikimir um 1. og 3. sæti fara fram í
íþróttahúsi. Þessi breyting er til mikilla
bóta og úrslitaleikirnir verða eflaust
skemmtilegri á að horfa. I A-riðli eru
UÍA.HSKrUMFKogUMFN. ÍB-riðli
eru UMSK, HSÞ og UMFG. Ég tel að
UMSK og HSK koini til með að leika
til úrslita. UMSK sigraði með mikium
yfirburðum á síðasta móti, en ég tel að
mótstaðan verði meiri í ár. HSK er nteð
ungt og mjög skemmtilegt lið sem á
eftir að veita UMSK mikla og harða
keppni. Ég tel þó að reynsla UMSK
stúlknanna vegi þungt og þær sigri.
Keppnin um þriðja sætið verðureflaust
hörðogspennandimilli HSÞogUMFK,
en þó gætu UÍA og UMFN blandað sér
í þessa baráttu.
Spáð í sundið
Auðunn Eiríksson íþróttakennari við
íþróttakennaraskólann á Laugarvatni
spáir í sundúrslit á Landsmóti.
Fyrir sex árum var ég fenginn til að spá
í úrslitin í sundinu á Landsmótinu
í Njarðvík. Sú spá var nú heldur betur
marklaus. Ég hafði spáð sundmönnum
í verðlaunasæti í greinum sem þeir
kepptu svo ekki í þegar allt kom til alls.
Var helsta ástæðan sú að skráningar á
mótið höfðu ekki borist mótanefnd
landsmótsins þegar spáin var gerð. Fyrir
vikið var nær ómögulegt að vita hvaða
keppendur rnyndu keppa í hvaða grein.
I stigakeppni, sem landsmótið er, er
ekki sjálfgefið að sundmenn syndi
endilega í sínum sterkustu greinum.
Til að falla ekki í sömu gryfju í þetta
skiptið hef ég ákveðið að rýna ekki í
einstakar greinar, heldur spá í styrkleika
liðanna sent taka þátt í mótinu og þá
sérstaklega þeirra sem koma væntanlega
til með að bítast um toppsætin.
Greinar þær sem syntar verða á
landsmótinum eru:
100 m bringusund karla/kvenna
200 m bringusund karla/kvenna
50 m skriðsund karla/kvenna
100 m skriðsund karla/kvenna
400 m skriðsund kvenna
800 m skriðsund karla
100 m flugsund karla/kvenna
100 m baksund karla/kvenna
200 m fjórsund karla/kvenna
4 x 100 m skriðsund karla/kvenna
4 x 100 m fjórsund karla/kvenna
Skinfaxi
17