Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1990, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.05.1990, Qupperneq 20
V I Ð T A L Fyrirskipun foringjanna var aö tapa engum leik - segir Jón M. Guðmundsson fyrrverandi oddviti á Reykjum Nú eru liðin 50 ár síðan fjórða allsh- erjar íþróttamót Ungmenna-félaga íslands var haldiö í Haukadal. Þá voru liðin 26 ár frá síðasta Landsmóti, sem háð var í Reykjavík 1914. Haukadalsmótið fór fram um Jóns- messuhelgina 22.-23. júlí 1940. Veðrið og umhverfið var dásamlegt og góður andi yfir öllu. Mótinu var stjórnað af Sigurði Greipssyni, þeim mikla íþrótta- og æskulýðsfrömuði þeirra tíma. Ungmennasamband Kjalarnesþings bar sigur úr býtum og hlaut 27 stig. Á þessum árum voru margir þátttak- endur viðvaningar í keppni og höfðu ekki of mikið sjálfstraust, enda var keppnisreynsla ekki til staðar. Skinfaxi hitti einn keppenda á Ha- ukadalsmótinu, Jón M. Guðmundsson, fyrrverandi oddvita á Reykjum í Mosfellsbæ, að máli og ræddi meðal annars við hann um þennan vel heppnaða og skipulagða íþróttaviðburð. Jón fór 12 ára gamall að starfa í Ungmennafélaginu Aftureldingu í Mosfellssveit ogstarfaði allt till967. Hann var liðtækur í mörgum greinum íþrótta og keppti á mörgum Landsmótum. Jón hafði það markmið að vera virkurísem flestumgreinum, sem þá var keppt í. Það var m. a. kappsmál hans að senda skyldi ful- lan fjölda keppenda í hverja íþróttagrein. Með því gáfust möguleikarí annað eða þriðja sætið. Fyrsta Landsmótið sem Jón keppti á varmótið í Haukadal, þá varhann 19 ára gamall og lenti hann í 2. sæti í 100 metra frjálsri aðferð, náði tímanum 1:18,6 sek. „Þegar Landsmótið á Þingvöllum var haldið árið 1957 keppti ég í síðasta skipti á Landsmóti. Lék þá knattspyrnu með Aftureldingu,enþávarég37 áragamall. Árin 1947-1967 stundaði ég handbolta og var vítaskytta Aftureldingar alla tíð. Mér var sagt að ég hefði getað orðið góður ef ég hefði byrjað að æfa 7 ára en ekki 27 ára,” segir Jón, þegar ég spyr hann hvað hann hafi lengi verið virkur í íþróttum. „Ég segi stundum að síðasta Landsmótið sem ég keppti á hafi veriðl965 á Laugarvatni, en það var með þeim hætti að Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit söng, ég var þá orðinn 45 ára,” segir Jón og hlær. Hvað er þér minnistœðast frú þessum tíma sem mótið var haldið? „Það sem mérerminnistæðastersjálfur undirbúningurinn fyrir mótið. Menn voru vantrúaðir á árangur og um leið hugfangnir af þeirri hugsun hvort Sigurði Greipssyni, þeim mikla hugsjónamanni, tækist að endurvekja ungmennafélagsmótin og að þau yrðu haldin reglulega,” sagði Jón. „Samböndin voru ekki eins sterk og þau eru nú, það voru félögin sem voru raunverulegur kraftur ungmennasambandanna. Skipulegar æfrngar hófust um mánuði áðuren mótið var haldið. Tilhlökkunin og tilstandið var mikið um hvernig við skyldum æfa fyrir mótið. Hvert félag stofnaði til æfinga, en aðeins tvö félög frá UMSK sendu keppendur, Afturelding og Drengur í Kjós. Þá þótti það hentugt að Ungmennafélagið Afturelding legði höfuðáhersluásundið. Það vildi þannig til að ég hafði átt þess kost að vera á Laugarvatni á Iþróttaskólanum part úr vetri, 1937-38 í forföllum nemenda þar. Þar fékk ég mína undirstöðu og gat því haldið áfram að æfa nokkuð skipulega. Björn Jakobsson og Guðjón Ingimundarson kenndu okkur og þjálfuðu. Baldur Kristjónsson íþróttakennari frá Utey stjórnaði æfingum sundfólksins gegnum síma, hann hringdi m. a. til mín og ég tileinkaði mér fyrirskipanir um livað við skyldum taka fyrir næst. Við æfðum á Álafossi, þar var bæði inni- og útilaug. Utilaugin var stífla, steyptur garður sem notuð var til að framleiða rafmagn fyrir verksmiðjuna þar, þar var 100 metra bein braut. Innilaugin var 15 metrar. Við skvömpuöum skipulagslítið í innilauginni um veturinn, fórum svo í útilaugina er veður leyfði. Ég æfði eingöngu sund á þessum árum, ég þoldi ekki að stunda frjálsar íþróttir vegna þess að ég var beinveikur vegna ofvaxtar. I Haukadal fórum við í rútu, en við höfðum enga hugmynd um það hvaða styrkleika við höfðum á landsmælikvarða ungmennafélaganna og renndum blint í sjóinn. Fyrirskipun foringjanna var að tapa engum riðli og engum leik. Með þetta fórum við í keppnina án þess að láta okkur dreyma um það að við gætum unnið mótið. í sundinu var keppt í riðlum og tíminn látinn ráða, því það þótti of mikið lagt á keppendur að hafa úrslitasund svo ekki sé talað um milliriðla. I lOOmetra frjálsri aðferð taldi ég, að mér nægði að vinna riðilinn þar sem ég fékk mjög sterkan mann á móti mér í riðil, það var Kristinn Guðjónsson UMSB. Ég alveg lék mér að honum og eftir 75 metrana var hann sprunginn og þá damlaði ég í mark. En þá var það í öðrum riðli að Steingrímur Þórisson UMSB synti á fullu í gegn og náði besta tímanum. Niðurstaðan var samt sú að UMSK vann mótið. 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.