Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Síða 26

Skinfaxi - 01.05.1990, Síða 26
VIÐTAL 5» Yfirbyggður knattspyrnuvöilur í Finnlandi íþróttanefnd ríkisins ítrekað lýst áhyggjum sínum varðandi atriði eins og stuðning við ólokin verkefni, stuðning við framkvæmdir íþrótta- og héraðssambanda og landssamtaka, afgreiðslu nýrra umsókna og eldri sem beðið hafa, samræmingu og faglegar leiðbeiningar, svo það helsta sé talið. Þar sem það hefur að verulegu leyti verið verkefni sveitarfélaganna að byggja upp aðstöðu til almenningsíþrótta er þess vissulega að vænta að þau muni ekki slaka á þeirri uppbyggingu, þó að full ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af stöðu fjölmargra smærri sveitarfélaga í þessum efnum.” Nú hefur stcerð íþróttahúsa oft verið gagnrýnd, sú stefna hefur verið við lýði að hafa stœrð gólfflatar rétt innan ntarka lögleg's handboltavallar, hefur þessi stefna eitthvað breyst? „Vegna hagkvæmni hefur sú stefna ráðið almennt við gerð íþróttahúsa og sundlauga að byggja þessi mannvirki í tengslum við skóla. Iþróttahúsin hafa verið hönnuð sem eins konar fjölíþróttahús, þar sem iðka má sem flestar íþróttgreinar. Afstaða ríkisvaldsins hefur því ráðið miklu um stærð og gerð húsanna þó að heimaaðilar hafi að jafnaði getað haft síðasta orðið í þessum viðskipum hafi þeir t. d. viljað byggja á eigin kostnað stærri hús en viðmiðun við skólakennslu leyfði.” Er hœgt að liugsa sér samstarf sveitarfélaga um uppbyggingu íþróttaman n virkja ? „Þrátt fyrir þá staðreynd að erfiðlega hefur gengið að fá sveitarfélög til að sameinast um byggingu íþróttamannvirkja, með örfáum undantekningum, samanber skíðasvæðin, þá tel ég að ef til vill skapist nú betri samstarfsgrundvöllur með sveitarfélögum þegar meginstefnan verður sú að stuðningur við byggingu íþróttamannvirkja verði í verkahring sveitarfélaganna fyrst og fremst.” Ef litið er til framtíðar, hver er þá stefna þín sem íþróttafulltrúa ríkisins og þinna starfsmanna varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja? „Mörgum er það efst í huga að móta ákveðna stefnu og ákvarða framkvæmdir fram í tímann í kjördæmunum með samvinnu milli sveitarfélaga og hugsanlega íþróttasamtaka um sameiginleg stórverkefni, sérhæfð íþróttamannvirki og íþróttamiðstöðvar í landsfjórðungunum, þannig að finna megi í hverjum landsfjórðungi íþróttamannvirki sem uppfyllir alþjóða kröfur í öllum þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru hér á landi. Þá þarf einnig að gera sér grein fyrir þróun íþrótta í almenningsíþróttir og afreksíþróttir og meta hvers konar mannvirkjum mest þörf er á. Iþróttanefnd ríkisins hefur í tillögum sínum leitast við að taka tillit til aðstæðna í landsfjórðungunum, en mestu hefur þó ráðið um ákvörðun byggingaíþróttamannvirkja, áhugi, vilji og dugnaður heimamanna á hverjum stað. Það verður að teljast meðal þýðingarmestu verkefna nýskipaðrar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs varðandi þessi mál og íþróttanefndar ríkisins, vegna úthlutunar úr nýjum íþróttasjóði, að láta reyna á hvort ekki verður unnt að horfa skipulega til framtíðar í þessum málum.” Hvað segir þú um þátt íþróttafélaga í byggingu íþróttahúsa og annarra stórframkvœmda á íþróttasviðinu? “Flest stærstu íþróttamannvirkin hafa verið byggð af sveitarfélögum með stuðningi ríkisins. Einstök íþróttafélög og samtök hafa þó eins og alþjóð veit byggt og rekið íþróttamannvirki af miklum krafti og dugnaði. Fjárhagsleg staða margra íþróttafélaga virðist þó benda til þess að framkvæmdir þessar og rekstur verði þeim ofv iða þegar fram í sækir. Því er full ástæða til þess að vara íþróttafélög við að reisa sér hurðarás um öxl í þessum efnum. Þetta á einnig við um þau íþróttafélög sem nú að undanförnu hafa gert sérstaka samninga við sveitarfélög um byggingu og rekstur fþróttamannvirkja og þau félög sem eru með slíka samninga í undirbúningi og benda þeim á að vanda vel fjárhagsáætlanir sínar.” 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.