Skinfaxi - 01.05.1990, Side 27
G R E I N
Gervigras - Raunhæfur valkostur
Inngangur
Gervigras fyrir knattspyrnu liefur verið
á markaðnum í meira en tuttugu ár. Þó
hefur ekki verið veruleg þróun í gerð og
gæðum gervigrassins fyrr en á allra
síðustu árum. I fyrstu var gervigrasið
stamt og hart og illa fallið lil
knattspyrnuiðkunar, enda hafnaði
hollenska knattspyrnusambandið
algerlega árið 1976 að gervigras yrði
notað á velli ætlaða til knattspyrnu.
Eftir 1980 var farið að gera tilraunir til
þess að setja sand í yfirborð
gervigrassins til að bæta eiginleika þess.
Það varð upphaf að nýju tímabili í þróun
gervigrasvalla. Nú hafa knattspyrnu-
sambönd nokkurra landa viðurkennt
gervigrasvelli til æfinga, vináttuleikja
og takmarkað notkun þeirra til
kappleikja enda uppfylli þeir kröfur,
sem settar hafa verið í þessum löndum.
Gervigrasvöllurinn í Laugardal hefur
sannað að slíkir vellir eiga rétt á sér hér
á landi. En völlurinn kostaði of mikið
og hann var of stamur og harður til að
fleiri aðilar fylgdu þessu fordæmi. Nú
eru komin á markaðinn efni, sem eru
bæði ódýrari og hafa betri eiginleika til
knattspyrnuiðkunar. Hér á eftir verður
lítillega fjallað um kostnað
gervigrasvalla, en fyrst verður gerð
stuttlega grein fyrir þeim valkostum
sem í boði eru.
Uppbygging
gervigrasvalla
Uppbygging gervigrasvalla er ekki
frábrugðin undirbyggingu vandaðra
malar- og grasvalla. Ofan á
malarfyllingu er sett jöfnunarlag og
ofan á það koma gerviefnin. Aður fyrr
var malbikað undir gerviefnin, en nú
gerist þess ekki þörf. Þess í stað er
íjaðurlag úrgúmmí eða plastfrauði sett
ofan á jöfnunarlagið og loks er
gervigrasteppið lagt efst.
Samspil gervigrasteppisins og
fjaðurlagsins ræður eiginleikum
Þorbeigur Karlsson skrifar
Þorbergur Karlsson
vallarins. A. m. k. í þremur löndum, þ.
e. í Þýskalandi, Hollandi og Noregi
hafa verið settar ákveðnar kröfur sem
yfirborðið, þ. e. fjaðurlag og teppi, verða
að uppfylla til að hljóta viðurkenningu
yfirvalda. Hér er um að ræða kröfur um
fjöðrun, mýkt, viðnám í yfirborði og
hegðun knattar.
Eins og áður segir er fjaðurlagið gert úr
gúmmíkurli eða plastfrauði.
Gúmmíkurlið er ýmist lagt út á staðnum
eða í mottum, en plastfrauðið er yfirleitt
í mottum og í einstaka tilvikum áfast
grasteppi. Fjaðurlagið er frá 8 mm
þykkt og allt upp í 35 mm.
Gervigrasið sjálft er gert úr plaststráum
ofnum á styrkta plasthimnu. Mikið
úrval mismunandi grasteppa er á
markaðnum, allt frá þéttofnum teppum
með beinum og stuttum stráum til
gisinna teppa með hrokknum og löngum
stráum. Ymist er settur íþau sandureða
ekki.
Þegar tekið er tillit til þess að unnt er að
velja milli mismunandi tegunda
fjaðurlags undir gervigrasteppi má ljóst
vera að fjölbreytileikinn er mikill. Val
grasteppa og fjaðurlags er háð ýmsum
þáttum, s. s. fjárráðum, notendum,
staðbundnu veðurfari svo eitthvað sé
nefnt. Það er því mikilvægt að allar
forsendur liggi fyrir áður en val
gervigrasefna fer fram og framkvæmdir
við slíkan völl eru hafnar.
Nýlega voru opnuð tilboð í yfirborðsefni
á gervigrasvöll fyrir Breiðablik í
Kópavogi. Lægsta tilboð var nálægt 25
milljónum króna og það hæsta u. þ. b.
48 milljónir. Það var því nálægt 23
milljón króna munur á hæsta og lægsta
tilboði, en þess ber jafnframt að geta að
vissulega var munur á þeim efnum sem
boðin voru. Með hliðsjón aftilboðunum
má áætla að stofnkostnaður
gervigrasvalla verði eins og fram kemur
í töflu 1. I töflunni erjafnframt áætlaður
Grasteppi og fjaöurlag
Skinfaxi
27