Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 28

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 28
G R E I N kostnaður við byggingu grasvallar og malarvallar. I samanburði við malar- og grasvelli eru gervigrasvellir dýrir. Til þess að gera raunverulegan samanburð á kostnaði mismunandi vallaryfirborða, er nauðsynlegt að athuga nýtingu vallanna og kostnað á hverja nýtta klukkustund. í töflu 2 kemur fram árlegur kostnaður, þ. e. afskriftir, fjármagnskostnaður og rekstur, nýting og Ioks kostnaðuránýtta klukkustund. Eins og sést er kostnaður á hverja nýtta klukkustund á grasvelli gífurlega hár eða allt að fjórum sinnum hærri en á gervigrasvelli. I töflunni er einnig gefinn kostnaður ef völlur er upphitaður. I útreikningum á kostnaði er ekki tekið tillit til þess að spara má landrými nteð gervigrasvöllum. Grasvelli ereinungis unnt að nota í 20 til 25 klukkustundir á viku, en gervigrasvöll er raunhæft að nota í allt að 40 til 50 stundir á viku. Niðurlag Af því, sem sagt er hér að ofan, má draga þá ályktun að gervigrasvellir eru góðir valkostir, þegar byggja á íþróttavöll. Þróun yfirborðsefna er ör bæði hvað varðar efni og framleiðsluaðferðir og er þess líklega ekki langt að bíða, að gervigras verði mjög áþekkt náttúrulegu grasi. Það skal að lokum tekið frant að Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) og Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hafa ekki viðurkennt gervigrasvelli íkeppni á vegum þessara samtaka. Ekki er líklegt að slík viðurkenning verði veitt í bráð. Töflur yfir stofnkostnað og rekstrarkostnað Tafla 1: Stofnkostnaður Án upphitunar Með upphitun M. kr. M. kr. Grasvöllur 19,5 Malarvöllur 22,0 43,0 Sandfyllt gervigras 50,5 62,5 Gervigras án sands 64,5 76,5 Skýringar: Ekki er reiknaö meö flóölýsingu á grasvelli. Verölag miöast viö apríl '90 Tafla 2: Rekstrarkostnaður An upphitunar Árl. kostn. Nýting þ. kr. klst. Grasvöllur 3.900 250 Malarvöllur 3.200 1.200 Sandfyllt gervig. 6.600 1.400 Gervigr. án sands 6.400 1.850 Með upphitun Kostn. Árl. kostn. Nýting Kostn. kr./klst. 15.600 þ. kr. klst. kr./klst. 2.667 8.500 2.300 3.696 4.714 11.900 2.500 4.760 3.459 11.700 2.500 4.680 Skýring: Árlegur kostnaöur felur í sér afskriftir, fjármagnskostnaö og áætlaöan rekstur. Verðlag miöast viö apríl '90 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.